|
End of an Era
|
Ferðalagið heim til Íslands gekk ágætlega, þökk sé Önnu Heiðu. Það var nefnilega nauðsynlegt að hafa hana þegar ákveðið var að sprengjuleita hárblásarann minn og við beðnar um að vippa 30 kílóa töskunni upp á borð, eitthvað sem mínir kraftar ráða ekki við! Mér til mikillar gleði flaug hún með mér þar sem hún þurfti að skreppa heim. Það er annars mikið ljúft að vera komin heim til lands íss og elda, 30 milljón króna blokkaríbúða, stýrivaxtaákvarðana og 2.000 kr. kjúklingabringa.
Bloggið endar hér, my so called life “í útlöndum” byrjaði í Danmörku, hélt áfram í Frakklandi og endar á Íslandi. Þakkir til ykkar sem fylgdust með og tókuð þátt. Mamma var vön að segja að bloggið væri í besta falli ein tegund sjálfsdýrkunar. Það er því við hæfi að vera svolítið sjálfhverf og benda ykkur á Johari gluggann þar sem þið getið lýst mér í 6 lýsingarorðum. Ég þarf líka smá pepp-up í nýju vinnunni ;-) Farið vel með ykkur.
PS. Það koma myndir fljótlega frá síðustu dögunum í Strass. |
|
Föstudagur til frétta
|
Amsterdam var eins og við mátti búast ólýsanleg. Yndislegt að sjá stelpurnar mínar og Sheer, herramaðurinn sem stjanaði við okkur alla helgina :-) Tíminn leið auðvitað allt of hratt enda bara lúxus að geta farið af einu kaffihúsi á annað, rölt um í fallegri borg, borðað góðan mat, sungið, dansað, kjaftað, hlegið, u name it. Takk fyrir frábæra helgi :-) Framundan er síðasta helgin í Strassborg, kveðjudjamm, kveðju-út-að-borða, flutningur til Íslands, ný vinna í Seðlabankanum og fleira spennandi. Hlakka til að sjá ykkur :-) Komnar myndir frá Amsterdam HÉR. |
|
Amsterdam
|
Was ist los? Það var mikil afslöppun í Wurzburg síðustu helgi, kaffihúsast, verslað, besti "mexican" matur sem ég hef smakkað smakkaður og fleira. Næst á dagskrá er stelpuhelgi í Amsterdam :-) Úff hvað verður gaman. Ég hef heldur aldrei komið til Hollands. Við ætlum að skemmta okkur gríðarlega, láta hasskökur og jónur samt alveg eiga sig ;-) Það fer annars að verða síðasti séns að láta í ykkur heyra á þessari síðu *hinthint*. Nú styttist í að dvöl mín erlendis ljúki og þar með mínu svokallaða blogg-lífi. Já og það eru komnar myndir. |
|
Heimsóknir og ferðalög
|
Það var æðislegt að fá mömmu og Jón í heimsókn, alltaf svo notalegt að hafa gesti. Sérstaklega gesti sem dekra við mann ;-) tíhí. Líka svo fínt að hafa góða afsökun til að fara oft út að borða og borða yfir sig af sætindum. Svo gott - að ég ætla að endurtaka leikinn en í þetta sinn verð ég gesturinn, ætla að skreppa til Önnu Heiðu næstu helgi. Enda hún búin að heimsækja mig tvisvar í vetur og eins gott að ég jafni metin :-) Svo eru bara 9 dagar í Amsterdam, ár liðið frá Milanó ferðinni, og í þetta sinn ætlum við stelpurnar að heimsækja Hönnu Valdísi og Sheer. Mikil tilhlökkun í gangi! Ég og Anna Heiða hitum aðeins upp um helgina, æfum okkur í að "þurfa" kjafta mikið heila helgi hehe. Vona að þið hafið það gott! |
|
Hæ og bæ
|
Kveðjustund og fagnaðarfundir í sömu vikunni. Liza vinkona er flutt frá Strassborg og var skrítið að sjá á eftir henni. Nú geri ég lítið annað en kveðja fólkið sem ég hef kynnst hér. Minnir mann líka á hvað er stutt eftir af minni dvöl úbbasí. En mamma og Jón eru í þessum skrifuðu orðum að renna í hlað og ætla að vera hjá mér yfir helgina. Hlakka mikið til að sjá þau :-) Helgarplönin eru ekki flókin, afslöppun, kaffihús, út að borða, versla og túristast. Kannski ég sýni þeim Evrópuráðið. Eins mikið og hægt er í þessu frosti brrr. Góða helgi elskurnar. |
|
| |