My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, desember 18, 2003
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn, ætlar að koma í kvöld.... díddírei dúddíru...já ég fæ í skóinn í kvöld þar sem jólasveinninn gaf Grétari síðustu nótt :-) Síðast þegar ég fékk í skóinn fékk ég uppáhalds Haribo hlaupbangsana mína, nammi namm! Ég dýrka jólasveininn! Jæja nú eigum við bara eftir að sofa 2 nætur hér í yndislegu Árósum. Laugardagsmorgun tökum við lestina eldsnemma til Köben. Fríða og Maggi eru svo frábær að ætla að leyfa okkur að gista eina nótt hjá sér, tusund tak! Í Köben verður að sjálfsögðu farið í jólatívoli og ég hlakka svo til! Einnig verður gott að tylla sér á kaffihús á Strikinu og slappa af. Ég er alveg farin að fá fiðrildi í magann við tilhugsunina um að knúsa alla heima á Íslandi þannig að það verður gott að slaka aðeins á í Kóngsins Köben rétt áður en við förum heim.

Í kvöld á ég stefnumót ársins við nokkra myndarlega og mjög svo hugrakka peyja á "Middle Earth". Stefnumótið byrjar kl. 22 og hér í Árósum er ekki annað hægt en að mæta á deitið á þarfasta þjóninum, hjólinu!! Það er alltaf jafn fyndið að hjóla í bíó en núna er það í raun nauðsynlegt þar sem strætó verður hættur að ganga þegar myndin er búin. Wow ég kvídi því svolítið þegar myndin er búin og ég veit hvernig fer fyrir peyjunum mínum, ég meina er líf eftir Lord of the Rings.....er líf eftir Aragorn?

Litla frænka mín á afmæli í dag en er ekki lengur svo lítil þar sem hún er orðin 18 vetra gömul! Til hamingju með daginn elsku Aldís! Það er sko langbest að vera jólabörn eins og við erum :-) Hlakka til að sjá alla í næstu viku, hej hej!

 
sunnudagur, desember 14, 2003
Hej hej! Jæja heldur betur komin tími til að blogga og verður þetta hugsanlega eitt af síðustu bloggum ársins því nú styttist í að við fljúgum norður á Frón, bara vika þangað til við förum, yibbeeeee! En heimaprófið er komið í höfn þar sem við kláruðum það í gær. Það er alveg meiriháttar að vera búin með það og engin próf þangað til 8.janúar. Hópavinnan gekk vonum framar enda alveg frábærir krakkar. Þrátt fyrir að það ætti ekki að vera mjög skemmtilegt að eyða 7 heilum dögum frá morgni til kvölds í hagrannsóknir þá var vikan hin skemmtilegasta og mikið hlegið. Ég hef samt ekki verið svona þreytt lengi eins og ég var síðustu dagana...úff! Nú finnst mér hálfskrítið að tala aftur íslensku allan daginn þar sem ég hef talað ensku stanslaust síðustu vikuna.

En þreytan í gær kom ekki í veg fyrir að Karen færi á jóladjamm! Kláraði verkefnið kl.17 og var mætt í "julefrokost" hérna á kolleginu kl.19. Hefðbundnir danskir jólaréttir voru á boðstólnum og þvílík jólastemning. Ég kom aðeins of seint og fékk sæti alveg á enda borðsins þar sem það var dregið í sæti. Fyrir framan mig sat stelpa sem hefur ekki mætt í þau partý sem hafa verið síðan við fluttum hingað. Fljótlega eftir að við byrjuðum að borða fóru strákarnir að bjóða mér staup. Þá virðist ég hafa einhvern tímann áður verið með einhverjar undarlegar fullyrðingar um að ég væri sko staupdrottning. Ég skil ekki um hvað þeir voru að tala :c) Þessi stelpa fyrir framan mig horfði undarlega á mig þegar að ég byrjaði að grínast við strákana um þessa stauphæfileika mína. Ég tók nokkur staup fyrsta klukkutímann og þessi staup eru algjör viðbjóður, þetta er eitthvað asnalegt ákavíti sem er 45% alkóhól! Heyrðu þessi stelpa virtist bara verða eitthvað öfundsjúk útí þennan tilbúna titil minn sem staupdrottning þar sem hún byrjaði bara að raða í sig staupunum! Í hvert skipti sem hún tók staup þá hellti hún aftur í staupglasið og skoraði á strákana að fá sér meira....svo dásamaði hún hvað þetta bragðaðist nú vel og ég veit ekki hvað. Í hvert skipti sem hún fékk sér meira þá bauð hún mér staup og sagði stundum "hva vill staupdrottningin ekki meira" með einhverju yfirlætisglotti. Mér fannst þetta svo fyndið og ætlaði nú ekki að fara byrja kvöldið á því að þamba 45% ákavíti til að viðhalda titlinum. Heyrðu fljótlega fór hún að heimta af strákunum staðfestingu á þessari getu sinni og Holger (einn af vitleysingunum hérna niðri) bjó til staðfest undirritað skjal sem sagði að hann vissi ekki um neina konu sem gæti staupað eins og hún. Stúlkan sú var að sjálfsögðu orðin blindfull fljótlega eftir að allir voru búnir að undirrita skjalið og kvaddi samkvæmið kl.21. Frekar fyndin stelpan.....þú kallar þig ekki staupdrottningu með því að hella í þig staupum og fara svo upp að sofa 2 tímum síðar! Það getur nú hver aumur drykkjumaður gert það. Ég verð mætt með Hot&Sweet og eplasnafs á næsta ári og sé hvort hún lifi af almennilega staupkeppni! En partýið var alveg frábært og djammað fram eftir nóttu. Þar sem ég hafði greinilega misst einn hæfileika þetta kvöld ákvað ég að ávinna mér annan....og það er í fótboltaspili!!! Það er ekkert smá gaman!! Ég ætla að rústa strákunum í þessu þegar ég hef fengið smá þjálfun hjá Grétari mínum...

Komandi vika fer í lærdóm og jólagjafakaup, alveg nóg að gera á báðum sviðum! Held samt að það séu miklar líkur á að það fari eitthvað lítið fyrir lærdómnum þar sem það er svo gaman að dúlla sér við eitthvað annað, eins og að hlusta á jólalög! Vona að síðustu prófin gangi sem best hjá öllum. Jólakveðjur!

 
sunnudagur, desember 07, 2003
Bonsoir mes amies! Jæja þetta er ekki beint búin að vera venjuleg helgi. Það var djammað á föstudagskvöldinu og síðan hörkuvinna í gær og í dag! Frekar miklar andstæður. Fórum fyrst í partý, pizzu og bjór til Tods vinar míns og síðan á hagfræði-jólaball í skólanum. Það var mjög gaman og alveg yndislegt að sjá dönsk hagfræðigúrú svona drukkin! Síðan var vaknað á óheilögum og ósiðlegum tíma í gær og í morgun þar sem vinnan við heimaprófið er hafin. Nú tekur við erfið vika þar sem ég þarf að kljást við hagrannsóknir og ólíkar menningarlegar skoðanir á hagrannsóknum.....

Ég sé svo eftir því að hafa nokkurn tímann kynnt Grétari fyrir honum Harry vini mínum Potter. Já þeir eru orðnir svo nánir að Grétar er hættur að tala við mig!! Hann getur ekki slitið sig frá bókunum og skil ég það mætavel þar sem ég hef lesið þær....en hallóóó, I need some attention!! :c) Ég held hann sé í dag búin að lesa meira en hálfa bókina um Harry og fangann frá Azkaban.....en ég hefni mín í febrúar þegar ég byrja á Harry og Fönixreglunni, ú ú get ekki beðið.

Það eiga 2 frábærar stúlkur afmæli í dag og er þetta í fyrsta sinn sem tveir fá afmæliskveðju sama dag. Til hamingju með afmælið elsku Helga Rún! Til hamingju með afmælið elsku Fanný! Vonandi hafið þið báðar átt frábæra afmælishelgi og afmælisdag :-)

Gangi ykkur öllum vel í prófunum og þið hin njótið jólatilhlökkunar. Chiao mes amigos.

 
þriðjudagur, desember 02, 2003
Bonjour! Hvað segja menn og konur í dag? Ég er mjög hress þar sem síðasti tíminn í rekstrarhagfræði er í dag! Þessi kúrs er alveg búin að vera að gera út af við mig, ekki það skemmtilegasta að mínu mati. Jæja djammið síðustu helgi var alveg frábært. Ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og tjúttaði og twistaði endalaust mikið. Þetta var svo gaman að ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur á svona íslendingasamkomu. Skál fyrir fullveldinu!

Í gær var merkiskvöld þar sem ég og Grétar fórum í fyrsta sinn í bíó hér í Árósum. Við erum orðin svo hrikalega dönsk að við hjóluðum niðrí bæ og keyptum miða á Matrix. Áður en að myndin byrjaði kíktum við á Store Torv (Stóratorg). Í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum var stór rauður borði á jörðinni og fólk búið að setja fullt af kertum ofan á hann þannig að við bættum við tveimur kertum. Þetta var rosalega fallegt og torgið upplýst af kertum. Það er ekki laust við að jólaskapið sé farið að gægjast aðeins fram. Pabbi sendi okkur súkkulaði-jóladagatal og það er mikil athöfn á hverjum degi þegar við opnum glugga híhí. Maður verður nú að varðveita barnið í sjálfum sér, ekki satt? Takk pabbi!

Hey og nú get ég sagt ykkur svolítið sem gerir flesta græna og fjólubláa af öfund. Við ætlum að panta miða í dag á Return of the King annaðhvort 17. eða 18.des. Ég bara get ekki beðið!! Við getum nefnilega pantað miða á netinu ásamt því að velja sæti. Ég ætla að reyna að velja besta sætið í salnum, það má ekkert skyggja á Aragorn! :c)

Jæja nú styttist heldur betur í heimkomu okkar hjónaleysanna. En áður en ég get leyft mér að hlakka of mikið til þá er heimapróf í hagrannsóknum, demit! Við fáum heimaprófið á fimmtudaginn og 5 manna hópurinn minn vinnur það saman. Það mun taka okkur rúma 10 daga. Í hópnum eru 2 Íslendingar, Ameríkani, Frakki og Kínverji - bara heilt öryggisráð! Ég mun nánast búa með þessu fólki á meðan á verkefninu stendur þannig að maður verður orðinn nett ruglaður þegar því lýkur, kannski ég biðji Kínann að kenna mér eitthvað í kínversku!

Til hamingju með afmælið elsku Biggi!! Vonandi áttu góðan dag í faðmi sætu fjölskyldunnar. Gangi þér vel með lokaverkefni og prófin.
Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir heiðarleika, krafti og metnaði og hefur yfirleitt mikil áhrif á umhverfi þitt. Nánustu sambönd þín skipa óvenju stóran sess í lífi þínu á komandi ári.

Jæja best að fara lokka krakkana í hádegismat. Já by the way, við erum búin að setja inn nýjar myndir!! Gangi ykkur öllum vel að læra og munið að brosa í amstri dagsins :c)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009