My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

sunnudagur, júlí 25, 2004
Jæja það er nú aðeins að rætast úr veðrinu hérna, en ekki nærri því nóg fyrir sólsjúku Karenínu sem kemur að öllum líkindum eins og kríuskítur á litinn heim eftir mánuð. Jæja bara færri hrukkur í framtíðinni, verð að líta á einhverjar bjartar hliðar ;c) Allavega þá höfum við bara verið að vinna fullt síðustu daga og svo bara hafa það náðugt. Fórum á Spiderman í gær með Gumma og Pálmari. Alveg geggjuð mynd! Hrikalega skotin í Spiderman. Svo er ég með saumaklúbb annað kvöld og hlakka ég mikið til að fá skvísurnar til mín. Nú er byrjuð "löng helgi" hjá mér, fer ekki að vinna aftur fyrr en á fimmtudag. Hey var að bæta við link á sætustu frænku sem til er, litlu Hjaltadóttur. Vonandi eigið þið öllsömul alveg ágætis viku.

PS, við vinirnir fengum þakkarbréf frá konungsfjölskyldunni fyrir myndina sem við sendum brúðhjónunum, haha! Frekar fyndið að fá royal umslag merkt Amalienborg. Þau Mary & Frederik mæta einmitt til Arhus í fyrramálið til að leyfa borgarbúum hér að fagna brúðkaupinu þeirra. Kannski ég verði dönsk og kíkji niðrí bæ til að sjá þau veifa af svölunum =)

 
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Jæja komin tími til að láta í sér heyra hér á alnetinu, eftir vægast sagt geggjaða ferð til Wurzburg. Það er kannski bara best að skipuleggja ferðir sem minnst og hafa það sem reglu að leggja af stað um leið og maður ákveður að skella sér! Hmmm, þetta er kannski bara hægt þegar maður býr á meginlandinu. Allavega þá hefði ferðin ekki getað heppnast betur, jú hefðum helst þurft að fara út á réttri brautarstöð í Hamburg! Það besta var auðvitað að hitta Önnu Heidung uppáhaldið okkar, það er ekki annað hægt en að heimsækja hana í öllum borgum Þýskalands sem hún ákveður að dvelja í. Enda er ég enn að bæta upp fyrir að hafa ekki heimsótt hana þegar hún bjó í Wales og Frakklandi hehe.

Wurzburg er án efa ein fallegasta borg sem ég hef komið til, rosa flottar kirkjur og kastalar. Við vorum hrikalega miklir túristar og tókum yfir 200 myndir, oftast af Önnu Heiðu sem var að verða brjúluð haha. Loksins fékk ég að fara nóg á kaffihús, yey yey. Fórum svona 10 sinnum á kaffihús! Annars var bara sötrað hvítvín og bjór allan tímann ásamt þónokkrum kokkteilum. Við versluðum bara lítið, enda varla hægt að hanga í búðum í svona góðu veðri. Frábært að geta verið úti á hlírabol á kvöldin og losna við hina þrálátu rigningardropa í Arhus! Fórum m.a.s. í þýskt partý og í tivolí þar sem parísarhjólið varð fyrir valinu. Grétar og Anna Heiða svo tívolihrædd!

Mesta afrekið var samt án efa að fá ekki taugaáfall þegar við fórum út á vitlausri brautarstöð, það var hrikalegt. En með óvenjulegu jafnaðargeði, sem orsakaðist af því hve dofin við vorum sökum aðeins 3 tíma svefns nóttina áður, tókst okkur að redda þessu. Takk Anna fyrir að hafa rúllað upp gestgjafa hlutverkinu og takk fyrir okkur!

Að lokum, til hamingju með afmælið í fyrradag elsku Sara...better late bloggkveðja than no bloggkveðja!

 
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Who are these spontanious people? Ákváðum fyrir 2 tímum að skreppa bara til Suður Þýskalands og heimsækja Önnu Heiðu. Vorum í sólbaði útí garði og okkur leiddist. Okkur datt því í hug bara að skella okkur. Tökum næturlestina í nótt og greyið Heidung þarf að vakna kl. 5 til að sækja okkur út á lestarstöð, híhí. Komum heim á mánudag, yibbee! Eflaust sú lengsta ferð sem hefur verið skipulögð á sem stystum tíma!

 
laugardagur, júlí 10, 2004
Ég er sick bastard. Át yfir mig í gær og kastaði svo upp í alla nótt. Eins gott hvað var gaman í gær að grilla með Tótu og Gumma og hafa síðan stelpubíó og strákabíó í sitthvorri íbúð. Engin af þeim er samt veikur, skil ekkert í þessu. Fór í ljósar strípur og klippingu í gær og það var nokkuð skondið að sjá í nótt hvernig andlitið var eins á litinn og strípurnar. Mér fannst það reyndar ekki fyndið þá. Verra er að ég átti kvöldvakt í dag og varð að afboða mig, arg, þoli ekki að vera frá vinnu vegna veikinda. Mottóið mitt í gær var: "það hafa allir gott af því að verða veikir af og til, til að gera sér grein fyrir hvað það er yndislegt að vera ekki veikur". Það var greinilega komið að mér. Mottóið mitt í dag: "Grétar viltu rétta mér kók" og "verkjalyf eru bestu vinir ykkar".

 
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Mikið er langt síðan ég hlustaði á tónlist og bara söng og söng með, geðveikt gaman! Búin að sitja við tölvuna í allt kvöld og hlusta á uppáhalds lögin mín. Tónlist getur verið gjörsamlega brjáluð. Það er ekki hægt að hafa samskipti við Grétar þar sem hann les Harry Potter og Fönixregluna og er alveg að verða dýrvitlaus af spenningi, búin að lesa næstum 1000 bls. á dönsku á nokkrum dögum. Það eru án gríns ávanabindandi efni í þessum bókum. En nú er ég komin í sumarfrí, allavega fram á næsta laugardag! Gekk vel á elliheimilinu um helgina, gamla fólkið algjört krútt og mörg hver mjög skemmtileg =) Fórum í bíó á Harry Potter 3 um helgina með Maríu og Pálmari, meiriháttar og ég er bara skotin í Harry, my hero.

Þannig að nú er bara að finna sér ýmislegt skemmtilegt til dundurs, og það bíður sko langur listi af hlutum sem mig langar að bralla. Fórum í kaffi til Tótu og Gumma í gær sem höfðu bakað dýrindis súkkulaðiköku, namm namm, takk fyrir mig! Kökupésinn Grétar alveg í skýjunum. Svo fór ég á kaffihús í dag með Maríu og Tótu, sátum úti við ánna og drukkum café latte í sólinni, namm namm. Hitti Grétar í bænum og á leiðinni heim stoppuðum við aðeins á ströndinni okkar og fengum okkur ís, check out the beach ís-ferð. Geggjuð strönd! Þvílíkt næs aðstaða og pínulítil rennibraut! Damn ef ég væri bara aðeins minni þá gæti ég notað hana.

Anna Heiða besti snillingurinn minn á afmæli í dag, til hamingju sykurpúðinn minn!!! Vonandi áttu bjútifúl dag, þú færð afmælisgjöf eftir hálft ár hehe =) Kannski fyrr ef ég er í góðu skapi og óvart búin að gleyma öllum afmælisgjöfunum sem ég hef fengið í júlí!

Fyrir vikuna mæli ég með Lauren Hill og Can’t take my eyes off you, bara svona til að minna ykkur á Karenínu í úglandinu. Já eða De smukke unge mennesker með Kim Larsen ahahaha. Hver verður nr.10000?

 
föstudagur, júlí 02, 2004
Yo hómies, mikið er ég glöð núna, prófin loksins búin. Gvöð þetta var lengsta önn og lengsta próftímabil sem ég hef gengið í gegnum, hú ha. En þetta gekk bara mjög vel sem betur fer. Nú svo er bara hörkuvinna fyrstu dagana eftir próflok, smá bið í verðskuldaða hvíld. Vinna í gær og í dag, og alla helgina!! Mikið stress í gangi fyrir fyrstu alvöru vaktina á morgun. En þetta hefst allt með smá hjálp frá elliheimilis-englunum. Muna bara að kalla á englana þegar maður þarf smá hjálp =) Svo eftir þessa törn byrjar sumarið í Arhus fyrir alvöru, bara ljúft líf.

Fékk fyrsta launaseðilinn minn um daginn, mikið var ég stolt, starði á hann í 10 mínútur (í staðinn fyrir að læra :c). Skrítið að fá launaseðil á dönsku, fannst ég nánast vera einhver önnur manneskja!

Sumarpartý á kolleginu í gær til að fagna próflokum. Bara fín stemning, sátum úti í garði, grilluðum og drukkum bjór. Búið að hengja upp á húsið risastóran danskan fána sem blakti yfir garðinum :c)

Komnar inn myndir úr afmæli sætasta 25 ára gæja í heimi, og hann er minn ;c)

Nokkrar hamingjuóskir í dag, Gummi og Hildur voru að eignast lítinn sætan strák, til lykke med det! Mikið er hann sætur! Svo átti Gunnhildur Ásta frænka afmæli í fyrradag, congratz elsku frænka....margt að ske í Kópavoginum. Góða helgi alle sammen =) Áfram Portúgal!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009