My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, júní 24, 2005
Oui, jeg vil très bien snakker francais ;c)

Haldið þið ekki að ég hafi hitt ítalska stelpu í dag í þeim tilgangi að tala frönsku. Það gekk nú hálf brösuglega enda hefur franskan verið í 5 ára dvala. Dagurinn í dag fór þ.a.l. í að undirbúa mig með málfræðiæfingum og frönskum smásögum (mér finnst reyndar ekkert "smátt" við þær). Frönskukennslan gekk samt ágætlega og tókst okkur að tala í rúman klukkutíma, held að danskt orð hafi "bara" sloppið með í svona fjórða hverju orði. Vá það er eins og maður þurfi að snúa heilanum á hvolf til að skipta svona á milli. Því miður get ég ekki hitt þessa stelpu mikið oftar í sumar þar sem hún verður ekki á landinu og auglýsi hér með eftir nýjum frönsku-buddy. Eru ekki yfirgnæfandi líkur á að frönskumælandi Árósarbúi lesi bloggið mitt ;-)

Hjá mér samanstendur helgin af fimm hlutum: ritgerð, Nikolaj & Julie, date (út að borða & bíó) með Grétari annað kvöld og út að hlaupa í góða veðrinu. Bon weekend og farið varlega í sólinni :-)

 
sunnudagur, júní 19, 2005
Helgarlok
Vá hvað er alltaf vonlaust að læra á sunnudögum, það er eins og það sé innbyggt í mitt eðlisfar að þetta eigi að vera hvíldardagur ;-) Helgin búin að vera rosa fín, það er æðislegt veður hérna og þá er ekki annað hægt en að bralla eitthvað skemmtilegt með góðum vinum. Fórum í mat og pókerspil hjá Tótu og Gumma í gær, geeeeeðveikur matur, er ennþá að hugsa um hvað þetta var nammigott! Frábært kvöld í alla staði, takk fyrir okkur! Í tilefni af góða veðrinu skellti ég inn einni mynd af sólsetrinu í "Árósum"...

Economics is a subject that does not greatly respect one's wishes -Nikita Khrushchev

 
fimmtudagur, júní 16, 2005
Sól og sæla
Betri helmingurinn minn búinn í prófum, mikið er ég fegin! Það var átak að þurfa að "skipa" honum að einbeita sér að bókunum. Drengurinn var svo ekki að nenna að læra að hann breytti bloggsíðunni sinni svona fjórum sinnum ;-) Honum er svo annt um að lesendum sínum líði nú vel þegar þeir lesa bloggið hans. Próflokum var að sjálfsögðu fagnað almennilega, fórum í mat til Tjörva, Önnu og Magnúsar í gær. Veðrið var brilliant, sátum útí garði í steikjandi sól og 25 stiga hita. Þetta var meiriháttar kvöld og spjallað fram á nótt, takk fyrir okkur elskurnar!

Já eitt í viðbót um hann GMA, hann færði mér síðbúna sumargjöf um daginn, Encyclopedia Britannica, the Ultimate Desk Reference! :-) Fékk hana m.a.s. á gjafprís! Já einhverra hluta vegna fannst honum ég þurfa að eiga alfræðiorðabók, I wonder why...eða kannski var þetta bara af því slík bók þarf auðvitað að vera til á öllum þessum helstu menningarheimilum hehe. Jæja back to the books...eða réttara sagt back on the bike...best að hjóla heim úr skólanum. Yfir og út til ykkar.

 
sunnudagur, júní 12, 2005
Ljósálfur

Það er enginn eins sniðugur og hann pabbi minn og enginn sem kemur mér eins oft til að brosa eins og hann =) Um daginn þegar hann varð 49 ára þá sagði ég við hann að nú þegar það væri bara eitt ár í að hann yrði fimmtugur, virðulegur, miðaldra maður yrði hann að nota þetta síðasta "forty-something" ár vel og helst gera eitthvað svolítið "sérstakt". Hann tók mig á orðinu og ákvað að taka upp millinafnið Ljósálfur ;-)

Hann byrjaði að nota nafnið Ljósálfur sumarið 2001 þegar hann ákvað að senda öllum börnum sem hann þekkti smá sumarglaðning. Einu sinni í viku um sumarið fengu börnin föndrað kort sem var bútur úr smásögu um regnbogalitina. Öll kortin voru frá einhverjum Ljósálfi þannig að börnin vissu ekkert hver var að senda þeim. Hann föndraði alls hundruðir korta og í lok sumars eftir að öll börnin höfðu fengið síðasta kortið var þeim boðið í regnbogapartý og upp komst um Ljósálf. Einnig hefur það verið Ljósálfur sem hefur sent um 340 manns ljóð í upphafi hverrar viku síðan haustið 2001. Þannig að pabbi ákvað bara að taka upp formlega nafnið og jafnvel að halda nafnaveislu ;-) Já hann er svo sannarlega mikill gleðigjafi og ljósberi hann Vignir Ljósálfur.

 
mánudagur, júní 06, 2005
Rainy Days
I'm singing in the rain, jábbs ég mun þakka fyrir hvern einasta rigningardag sem ég fæ í sumar. Ok ef það er sól þá er svo sem hægt að flatmaga úti í garði við heimilda- eða frönskulestur. En það er sko meira cozy að sitja inni í rigningu! ;-) Annars er ég búin með ca. 30% af lokaritgerðinni! En djís hvað ég á eftir að gera mikið.

Síðasta helgi var mjög skemmtileg, hittum Bigga Stefáns í bænum föstudagskvöld. Góð stemning í bænum, allir að sötra bjór og allar búðir opnar, endaði með flottri flugeldasýningu. Laugardagskvöldið spiluðum við svo póker með Tótu og Gumma - we're spreading the poker delight ;-) Annars er vikan stappfull af skemmtilegheitum : ritgerðarskrif og lestur, brunch á morgun með Helgu Björt og önnur tilraun til að fara á Star Wars á miðvikudaginn. Já þegar maður sér fram á 3 sumarmánuði sem fara eingöngu í ritgerðarskrif og stress þá þarf sko ýmislegt til að bjarga geðheilsunni. Over & out.

 
miðvikudagur, júní 01, 2005
Póker Æði - Æði Póker

Kíktum í pizzu og pókerkvöld til Ingu og Árna í gær, líka nokkurs konar kveðjukvöld þar sem þau fara héðan í lok vikunnar. Eigum eftir að sakna þeirra mikið í sumar. Það var ekkert smá gaman að spila! Við erum alveg fallin fyrir þessu spili - og ekki verra að nota þessi líka fínu moneychips sem Grétar keypti um daginn ;-) Kannski við skellum okkur til Las Vegas í náinni framtíð....

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009