|
Fyrsti í aðventu...
|
...er á sunnudaginn og þá má löglega spila jólalög, ok ok ég er búin að svindla smá, sorry! Maður verður nú að lyfta sér upp í ritgerðar-skammdeginu. Annars er nú mest lítið að frétta héðan. Þegar ég vaknaði í morgun kl. 8 þá var enginn Grétar mér við hlið, hann hafði bara alls ekkert farið að sofa! Sat alla nóttina við að endurskrifa það sem "herra studypartner from hell sem kann ekki að skrifa ensku" hafði gert í verkefninu. Ég tók við þar sem Grétar var við það að fara yfir um af pirringi greyið. En þetta reddaðist nú allt að lokum.
Í kvöld ætlum við að verðlauna Grétar, hann er búinn að vera ofurduglegur, og kíkja í bæinn. Jólasveinninn kemur til Arhus kl.18 (öll börnin hópast niður á höfn til að taka á móti honum) og svo fer hann rúnt um bæinn. Um leið og jólasveina-kerran keyrir inn á strikið verður kveikt á jólaljósunum, ú spennandi! Við ætlum að hitta Ingu og Árna og sjá herlegheitin (ef ég næ að vekja Grétar), fara og fá okkur eitthvað að borða og fara svo á Bridget Jones, vei vei. Á sunnudaginn erum við svo á leiðinni í afmælispartý hjá Guðna sæta 3 ára peyja, hlökkum mikið til. Frábært að komast aðeins út og sjá framan í vini sína :o)
Að lokum, kíkið á þetta og hafið hljóðið á, mjög sniðugt,svona verður framtíðin með Bush sem forseta. Aðventukveðjur ;c) |
|
Myndir
|
Jæja hvað gerir maður ekki fyrir aðdáendur, vegna gríðarlegrar eftirspurnar ;c) setti ég inn myndir af sætustu kettlingum í heimi. Vona að allir séu hressir og hafi það gott þrátt fyrir annaðhvort mikinn lestur, mikla vinnu eða mikinn snjó. xxxx |
|
Laugardagur í lestri
|
Enn og aftur komin helgi, tíminn líður alveg asnalega hratt og í dag er einmitt mánuður þangað til við höldum heim í "jólafrí". Eiginlega allt of stuttur tími ef ég miða við "to-do" listann minn fram að því. Ritgerðarvinna og mikill lestur á dagskrá. En síðustu helgi voru tengdapabbi og litla mágkona í heimsókn, það var alveg brilliant. Við höfðum það agalega hyggeligt, fórum oft á kaffihús, versluðum, fórum geggjað flott út að borða, keyrðum til Grenaa og í sumarhöllina, pössuðum Einar og Guðna, spiluðum Yatzy og Trivial Pursuit (ég vann alltaf! hehe) og fleira. Eitt mesta stuðið var þegar við fórum niður í bæ til að verða vitni að komu jólabjórsins. Leituðum í bænum að Tuborg trukknum, hlupum svo á eftir honum þegar við fundum hann. Úr honum komu dansandi Tuborg jólasveinar syngjandi "Julebryg, julebryg" og inn á öllum stöðum var dúndrandi jólatónlist. Mjög skemmtileg hefð :c) Takk fyrir komuna og takk fyrir okkur!
Annars er skemmtilegt kvöld framundan...Helga Rún vinkona er mætt til Árósa og afmælisfagnaður í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Ingu :c) Helga, Inga og Árni mæta til okkar í fordrykk og svo verður farið niður í bæ að fá okkur eitthvað að borða og á eitthvað skrall. Eigið góða helgi y'all og passið ykkur á bílunum.
PS. Hrísla, kisa pabba og Marteins, átti 5 kettlinga um daginn, ó man hvað þeir eru sætir. Ég mun eflaust dissa allt annað í jólafríinu bara til að knúsa kettlingana (og pabba minn). So you know where to find me ;c) |
|
Black day
|
Var að vonast til að Bandaríkjamenn myndu gerast gáfaðir og kjósa það eina rétta. Pollýanna vinkona mín lítur samt á björtu hliðarnar og þakkar fyrir að Bandaríkjaforseti megi bara sitja tvö kjörtímabil. Ímyndið ykkur að Bushy boy myndi feta í fótspor frú Vigdísar og vera við stjórnvölinn í 16 ár. God help us. En við Bandaríkjamenn segi ég bara "come what may". Einnig fannst mér nokkuð gott það sem einn Frakki sagði (70% Frakka vildu að Kerry myndi vinna), "we know how bad Bush is, we don't know anything about Kerry. It's better to know the devil than not know him".
Á morgun fimmtudag mæta Axel og Áslaug til Árósa, verður æðislegt að sjá það yndisfólk. Það verður að sjálfsögðu kaffihúsast og verslað nóg um helgina. Jólabjórinn kemur svo í bæinn föstudagskvöld. Einnig ætlum við að hitta litlu vini okkar Einar og Guðna og hafa auga með þeim rétt áður en foreldrar þeirra koma heim frá London. Við ætlum líka að passa bílinn þeirra :c) Tusind tak góða fólk!
Setti inn fullt af myndum frá heimsókn Önnu Heiðu :c) check it out my buddies my pals. |
|
| |