My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

miðvikudagur, mars 30, 2005
Sweet Home Árhús

Íslandsdvöl hefur greinilega ekkert sérlega uppörvandi áhrif á bloggið, kom varla nálægt tölvunni! En nú erum við Birta (tölvan okkar) sameinuð á ný og því um að gera að skrifa nokkrar línur. Það var meiriháttar á Íslandi og náðum við að bralla nánast allt sem var planað. Brúðkaup Kiddýar og Hjalta var ÆÐISLEGT og Grétar fór hamförum sem veislustjóri ;-) Kannski hann verði bara fyrsti brúðguminn sem er líka veislustjóri, held ég fái hann nefnilega til að vera veislustjóri í okkar brúðkaupi hehe

Einnig var gæsunin og stelpudjammið ógurlega alveg geggjað, mögnuð dansspor tekin á Hressó. Svo var tekinn nýstárlegur saumó hjá Rannveigu, fórum bara út að borða á Fridays í staðinn fyrir að elda mat, og svo var bland í poka nammi leiðangur í Snæland ummm =) Sæta múttan mín átti afmæli og læt ég fylgja með mynd frá afmælis-vorfagnaðinum....smá forsmekkur að þeim myndum sem koma von bráðar á netið. Eins og þið sjáið þá er ég aftur orðin almennileg "brunette" þökk sé Berglindi hágreiðslumeistara mínum. Svo voru ýmsar heimsóknir teknar með trompi og frábær frænkuhittingur á skírdag. Já og við erum með nokkra poka af páskaeggja-afgöngum! Takk fyrir samveruna öllsömul :-) Posted by Hello

 
þriðjudagur, mars 15, 2005
Sweet Home Smokey Bay

Heimkoma eftir 3 daga :-) Hlakka svo til að knúsa alla og þá sérstaklega þetta yndisfólk á myndinni (ja fyrir utan sjálfan mig, I have to put up with her every day). Svo eru fleiri snúllur sem ég get ekki beðið að sjá, fjölskylda og vinir. Lukkuleg er Karenína þegar hún umkringd er af yndisfólki (alltaf að æfa mig í málshátta framleiðslu). Aðalatriðið er auðvitað brúðkaup HPIKA, það verður meiriháttar gaman og erum við Århusbúar svo ánægð að geta verið viðstödd. Í viðbót við það verður haldið upp á afmælið hennar múttu minnar, djamm og matur/saumó með bleiku píunum mínum, frænkuhittingur, kisupössun, matarboð, páskar, páskaegg og margt fleira kræsilegt. Posted by Hello

 
laugardagur, mars 12, 2005
Saybia

Saybia tónleikarnir voru hreint út sagt ólýsanlegir. Jafnast ekkert á við svona tónleika, að finna bassann alla leið ofan í lungu, finna gólfið og veggina í kring titra, gæsahúðin þegar uppáhaldslagið var tekið. Sørens Huss og hans magnaða rödd verður áfram næstu vikurnar í hátölurunum...... Posted by Hello

 
Ohh crap
Það hefur greinilega öflug áhrif að flestir vinirnir og kærastinn eru 1979 fólk - hegðun þeirra smitast yfir á mig the little one....





You Are 26 Years Old



26





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.



 
miðvikudagur, mars 09, 2005
Fuglasöngur & harðsperrur
Svei mér þá ef vorið er bara ekki á leiðinni, sól og heiðskír himinn, snjórinn að bráðna og hitinn að hækka. Yndisleg tilfinning að sjá veturinn líða hægt og rólega undir lok. Ég er alveg að fá leið á kakóbollum og kertaljósi. Af því tilefni tók ég hlaupaskóna fram í gær og spretti aðeins úr spori => big mistake, huge! Við erum að tala um öndunarerfiðleika, "stífkrampa" í öxlum, blóðbragð í munninn, skjálfandi vöðva => ég er sem sagt EKKI í sérlega góðu formi. Allt þetta álag og fyrir hvað spyr ég? Fyrir þvílíkar harðsperrur í dag, ég get varla hreyft mig! Æi það er svo sem ágætt að leggja á sig smá líkamlega þjáningu til að byggja upp úthald gegn þeirri sálrænu þjáningu sem fylgir því að skrifa mastersritgerð múhahahaha:c) Já gott fólk, lífið snýst allt um ákveðið jafnvægi.

 
mánudagur, mars 07, 2005
Mánudagur til mjólkurdrykkju
Rosalega finnst mér pirrandi að fara út í búð og kaupa mjólk, í þeirri saklausu trú að öll mjólk á heimilinu sé búin....koma svo heim og finna 3 fullar fernur inní ísskáp = 5 fullar fernur sem allar renna út í næstu viku. Mætti halda að einhver annar versli inn á heimilið fyrir okkur af og til - smá misskilningur. Annars er ég hress eftir aldeilis fína helgi. Afslöppun & cozyheit og svo matarboð hjá Tótu & Gumma. Aldeilis skemmtilegt =) Á planinu eru svo Saybia tónleikar á fimmtudaginn vei vei. Erum að fara með Tjörva, Önnu, Geir og Lindu, hlökkum rosalega mikið til enda ÆÐISLEG hljómsveit. Þessa dagana er því Saybia upphitun í hátölurunum við hvert tækifæri.

Svo er líka á planinu hjá mér að rifja upp gömlu skokk-taktana frá París og fara að skokka annan hvern dag. Maður er nánast búinn að leggja hjólinu svona þegar það er engin ástæða til að fara í skólann. En vá hvað það væri fínt ef það myndi hlýna aðeins í veðri - þá LOFA ég að vera svakalega dugleg að skokka og hætta að horfa á sjónvarp.

 
þriðjudagur, mars 01, 2005

Komin heim í heiðardalinn. Milano var ÆÐISLEG. Vá hvað var meiriháttar gaman hjá okkur vinkonunum. Helgin flaug í toppsætið á topp-10 listann minn yfir bestu helgar ævinnar hehe. Hér kemur upptalning á öllu því helsta sem var brallað:

*Byrjaði ferðina í Köben hjá Beggu & Pétri. Það var alveg frábært að sjá þau og við höfðum það huggó með Dominos pizzu & hvítvín. Takk fyrir mig krúttin mín.
*Mættum allar á fimmtudaginn, ég og Hanna fundum hvor aðra alveg óvart á lestarstöðinni um hádegisleytið áður en Dröfn og Anna Heiða fundu okkur. Sara kom svo um kvöldið. Mikið var knúsast!! Við vorum varla að trúa því að það væri komið að þessu.
*Það var að sjálfsögðu endalaust kaffihúsast, a.m.k. tvisvar á dag.
*Versluðum aðeins, m.a.s. ÉG gat keypt mér nokkrar flíkur!
*Héldum nokkra saumaklúbba, enda var frá MJÖG mörgu að segja.
*Borðuðum gjörsamlega yfir okkur - pizza, ostar & kex í öll mál.
*Okkur var boðið í afmæli þar sem við fengum okkur appertivo og kokktaila :c)
*Fórum út að borða, nammi namm fengum dýrindis pastarétti og pizzur. Af hverju bý ég ekki á Ítalíu?! Fékk bestu pizzu sem ég hef nokkurn tíma smakkað, a la Napoli.
*Skoðuðum Duomo kirkjuna sem er 3.stærsta kirkja í heimi. Fórum upp á topp og sáum flotta útsýnið yfir Magnificent Milan.
*Hlógum svo mikið að ég þarf ekki að gera magaæfingar næsta árið...uhumm af því ég er almennt svo dugleg að gera magaæfingar.
*Fórum á djammið föstudags- og laugardagskvöld. Mikið kokktailast & staupast :c) Brilliant gaman. Kíktum á nokkra skemmtistaði og dönsuðum á afmörkuðum svæðum þar sem maður fékk leyfi til að standa hehe
*Á sunnudeginum var allsherjar bash-out, stelpuvideo og enn meira gúmmelaði borðað.
*Komumst að því að Dröfn gengur undir ýmsum nöfnum í Milano, m.a. D, Dee, Ati, Alessandra og fleira. Já maður tekur sko til sinna ráða ef nafnið er ekki alþjóðlegt ;c) Hún verður samt alltaf bara litla lukkutröllið okkar híhí
*Dönsuðum og hoppuðum villt og galið í stofunni við uppáhalds lögin =) Eins og ég hef alltaf sagt þá er "hopp" nauðsynlegur partur af tilverunni.

En eins og sumir vilja meina þá segja myndir meira en 307 orð - there are 88 of them :c)smellið hér. Takk elsku skvísurnar mínar fyrir bestu helgi EVER. Ég skemmti mér konunglega og það er eins gott að þetta verði endurtekið ;c) Posted by Hello

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009