My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, október 29, 2004
Föstudagur í fýlu
...nei grín ég er ekkert í fýlu, veit ekki einu sinni hvað fýla er, jú það er svona broskall með skeifu :c( óspennandi! Veit hins vegar að ég þarf að taka mig alvarlega á í því að dröslast framúr á morgnana. Hvað er að manni. Ef ég á ekki að mæta í tíma eða study group heldur bara sitja og læra allan daginn þá get ég ekki vaknað snemma, bömmer. Ég þarf kannski að venja mig á meiri kaffidrykkju, finnst kaffi mjög misgott og drekk því bara 1-2 bolla á viku (nú glotta eflaust mínar kaffilausu vinkonur :c) Ef ég myndi sjá fram á 3 kaffibolla á hverjum morgni sem myndu allir þrír gefa mér orku boost þá myndi ég kannski fara á fætur. En vitandi að ekkert bíður mín nema cornflakes skálin og námsbókin þá auðvitað sef ég bara! Hmm---þetta er pæling.

Úr kaffihugleiðingum í helgarhugleiðingar, í kvöld verður allsherjar cozykvöld með öllu tilheyrandi, video, nammi, flísteppi, kók og sæti kærasti minn c") Annað kvöld er svo lokahóf Sparkfélagsins Heklu, gratis matur og vín---hver getur sagt nei við því! Ekki ég, enda djammþyrst eftir síðustu helgi og veit af erfiðum nóvember vikum sem taka við. Svo styttist í að við fáum pabba & litlu systur hans Grétars í heimsókn, en þau koma í næstu viku. Einmitt sá hluti af nóvember sem verður skemmtilegur og auðveldur ;c) Hlökkum þvílíkt til að sjá þau. Góða helgi folks.

 
sunnudagur, október 24, 2004
Bletza
hvað segir fólk gott? Mjög róleg helgi hér á bæ, lærði bæði föstudags og laugardagskvöld---spennandi! Reyndar var aðalástæðan sú að ég var ekki nógu dugleg að læra fyrripart dagsins---gáfulegt! Það er sem sagt mjög mikið að gera og verður frekar brjálað alveg fram að jólum. Kíkti reyndar í smá heimsókn á háskólabarinn sl. fimmtudagskvöld með bekkjarbræðrum mínum Bjarka & Tod. Mjög gaman =) Grétar samviskusami var heima að læra á meðan..svo duglegur drengurinn ;c) Reyndar er Marteinn í bænum um helgina, er á kattasýningu þannig að við sjáum nú lítið af honum. En hann kíkti á okkur seint á föstudagskvöld og kemur aftur í heimsókn í kvöld þegar kattasýningin er búin. Frábært að sjá hann alveg hreint.

Jæja til að bæta upp fyrir þetta frekar óspennandi blogg þá er best að bögga ykkur aðeins með þessu hérna Hækkið í hátölurunum. :c) Ha'r det godt alle sammen.

 
föstudagur, október 15, 2004
KAREN VS. ANNA HEIÐA
Anna Heiða: Det var brennevin i flasken da jeg kom... og er enn i flasken...
Karen: Þó svo að Heidung reyndi oft að tæma hana! nei grín, flaskan er stútfull.
Anna Heiða: Er í góðu yfirlæti hjá hjónaleysunum sem hafa í nógu að snúast í kringum mig :)
Karen: Byrjaði nú á því að Anna Heiða ákvað að segja mér ekkert hvenær hún myndi mæta á lestarstöðina! En hún sendir svo öflug hugskeyti að ég mætti á lestarstöðina kl. 17 upp á von og óvon að finna hana, hún kom með lestinni 17:08 =)
Anna Heiða: Þetta var ekki yfirveguð ákvörðun, ég var upptekin við að daðra við miðasölustrákinn þegar ég fattaði að ég hefði ekki tíma til að taka út pening og hringja í Karenínu áður en lestin kæmi. Svo ég kvaddi miðasölustrákinn og vonaði að Karen myndi hvað ég væri óáreiðanleg sem hún og gerði... og allir glaðir.
Karen: Anna er búin að drekka ógrynni af kaffi og bjór á meðan ég drekk ógrynni af hvítvíni og Pepsi Max.
Anna Heiða: Svo var ég nörruð á túristaslóðir í Sumarhöll drottningar á fölskum forsendum. Mér var sagt að konungsfjölskyldan væri þar í fríum og þar sem ég er í fríi gerði ég ráð fyrir að hitta hinn nýskilda prins Jóakim sem hefur einmitt sömu áhugamál og ég: hraðskreyða bíla og áfengisdrykkju. Það er hins vegar ekki von á konungsfjölskyldunni til Árósa fyrr en um jólin svo ég grét bitrum tárum í hallargarðinum :(
Karen: Ásamt því að standa við garðhliðið og kalla hástöfum "Jóaaaakiiiim, Jóaaakiiim, ég er líka siiingle". En fyrir utan að heimsækja kóngafólkið höfum við farið þrisvar á kaffihús, einu sinni út að borða og fimmtán sinnum í Bestseller. Fórum líka í mat til Ingu & Árna, agalega gaman & góður matur, takk fyrir okkur!
Anna Heiða: Ég sagði ekki að ég væri single, ég ætlaði að vera svona "hard to get", ég hefði aldrei sagst vera einhleyp! En mikið afskaplega eru danir fallegt og töff fólk. Ég á eftir að veslast upp í Þýskalandi eftir þessa heimsókn.
Karen: Og við eigum eftir að veslast upp í Árósum þegar Anna Heiða (og allt hennar drasl) yfirgefur okkur, erum búin að hlæja svo mikið að við verðum með harðsperrur í maganum næstu vikuna. Reyndar verður svo sem ágætt að losna við hana, hún er að drekka okkur út á gaddinn :c)
Anna Heiða: Det er ikke sandt! Men min dansk er meget bedre når jeg drikker lidt øl. Og det har været meget sjovt at være her hos mine venner som har uendilig øl i køleskabet. Men Karen og Grétar er meget bedre end øl...
Karen: By the way, Anna Heiða hélt æsiræðu þar sem hún gagnrýndi harkalega hvað Íslendingar væru sjónvarpssjúkir og búnir að selja sig raunveruleikaþáttum!
Anna Heiða: Það er allt að fara til sjónvarpsfjandans! Ég er brjáluð!
Karen: Takk fyrir komuna Heidung mín, þú ert best! En ég má alls ekki vera væmin af því Anna Heiða er svo cool ;c)
Anna Heiða: Det var meget dejligt at være hos jer. Þetta er búin að vera æðisleg ferð, það eru engir þjóðverjar sem komast með tærnar þar sem þau skötuhjúin hafa hælana. Og þjóðverjar eru 83 milljónir! Frábærir gestgjafar og miklu betri gestir en ég (þau komu tvisvar í heimsókn til mín) en samt tel ég mig vera velkomna aftur. Ástarþakkir fyrir mig...

 
mánudagur, október 11, 2004
I'm the only gay eskimo.....
....in my tribe dadara. Þetta er um það bil fyndnasta lag sem ég hef heyrt ;c) Nú er maður auðvitað stöðugt að hlusta á skemmtileg lög í henni Birtu (já og líka inn á milli nokkur vel valin looooove songs). Birta syngur svo vel. Allavega mánudagar alltaf frekar syfjaðir dagar, úff gat varla opnað augun í morgun. Helgin var mjög skemmtileg, skvísupartýið hjá Tótu algjör snilld. Mikið spjallað & hlegið. Takk fyrir frábært kvöld! Við kíktum nokkrar í bæinn og varð ég vitni að áhugaverðu rifrildi þar sem stelpan æpti nokkrum sinnum á strákinn "er du færdig med at klappe min røv?!" Strákurinn átti ekkert sérlega gáfuleg svör við þessu :c) Í gær kíktu svo Odense-skötuhjúin í heimsókn, þau Binni & Fríða, frábært að sjá þau as always. Vonandi byrjar vikan vel hjá ykkur snúllurnar mínar.

 
þriðjudagur, október 05, 2004
Birta....bíddu eftir mér
Bloggstund er hafin :c) Síðasta helgi var alveg brilliant, byrjaði nú rólega með Startsemesterfest á kolleginu. Mjög slæm mæting, þannig að aðaldjammarar kollegisins héldu uppi stemningunni. Laugardagurinn var enn brilliant-aðri þar sem Árni kom og setti saman nýju tölvuna hana Birtu. Birta var skírð Birta þar sem hún fór fram úr okkar BJÖRTUSTU vonum og hleypir endalaust mikilli BIRTU inní líf okkar :c) Greyið Magnea magnaða er nú skyndilega orðin inferior, ljúfan búin að standa sig vel, skrifaði m.a. tvær B.S. ritgerðir fyrir okkur. Birta er alveg ótrúleg, skjárinn svo stór að Karenína.is fær alveg nýjar víddir. Svo blöstum við nýju THX hátalarana til að hefna okkar á bassa-crazy nágranna okkar múhaha you asked for it. Svo um kvöldið sameinuðum við matarboð og tölvupælingar, elduðum handa þeim hjónakornum, og höfðum það rosa gott og gaman. Árni á allan heiðurinn að henni Birtu (heitir líka Birta Árný), hefðum aldrei getað þetta án hans og munum seint geta þakkað greiðann. Súperþúsund takk fyrir alla hjálpina!!!

Annars er bara social lífið í toppi þessa dagana, matarboð hjá Bigga Stefáns annað kvöld, Tjörvi og Anna koma í mat á fimmtudaginn og svo Girls Partei hjá Tótu á laugardaginn. Eins gott að ég er komin í haustfrí því nú er allsherjar lærdómur á næstunni, eða þangað til Anna Heiðung mín kemur í næstu viku. Hlökkum svoooo til að sjá hana. Jæja, Idol er að byrja, pízát snúllurnar mínar.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009