My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, desember 31, 2004
Gleðilegan gamlársdag
Home again. Já svona leið nú tíminn hratt, skyndilega jólafríið á enda komið og við aftur orðnir baunar. Það var æðislegt að koma heim til Íslands og sjá allt þetta yndislega fólk. Ekki laust við að ég hafi verið oggupínu aum í gærkvöldi ;) Takk fyrir frábærar samverustundir, jóla- og afmæliskveðjur og allar gjafirnar. En það er að sjálfsögðu gott að vera komin aftur "heim" í litlu íbúðina okkar. Kollegið tók að sjálfsögðu vel á móti okkur, stuttu eftir að við komum var okkur boðið í gamlársdags-frokost hjá Morten. Við vorum rétt í þessu að koma þaðan, Danirnir voru sko byrjaðir að drekka rammsterka kokkteil-drykki og klukkan bara 1!

Okkur hlakkar annars mikið til að upplifa áramótin hér í Arósum með okkar uppáhalds Tótu og Gumma. Í fyrsta og eflaust eina skiptið sem við hjólum í áramótadressinu :c)

Ég vona að þið hafið öll átt yndisleg jól í faðmi ástvina. Gleðilegt nýtt ár og ástarþakkir fyrir liðin ár.

 
föstudagur, desember 17, 2004
Ísland góða Ísland
Ég sit hér á Frakkastígnum með sætu kettlingana mína sem eru algjörir glæpakettir ;c) Frekar mikið hressir og bíta mann í puttann þegar maður er að stríða þeim. Er að spá í að smygla einum eða tveimur ofan í jólahúfu sem færi ofan í ferðatöskuna mína. Alveg frábært að vera komin til landsins og hitta allar snúllurnar mínar. Á reyndar eftir að hitta marga, enda þónokkrir ekki ennþá komnir til landsins. Næsta vika verður held ég alveg brjúluð, þetta verður spurning um að nýta hvern klukkutíma! Er einhver sem er laus að hitta mig milli 7-8 þriðjudagsmorgun he he he grín.

Jólasveinarnir sem ég og Grétar gerðum díl við hafa verið óvenju örlátir síðustu nætur, ég fékk dvd myndina About a Boy í morgun!! Yey. Dvd myndir greinilega vinsælar hjá Jóla þetta árið þar sem Grétar fékk Spiderman nóttina þar áður. Held svei mér þá að Jóli þurfi að gefa okkur nýja hillu undir þetta allt saman.

Annars er bara verið að föndra jólakort, kaupa jólagjafir, hitta jólafjölskyldur- og vini. Mikið fjör og mikið gaman. Að lokum: jólaknús

 
föstudagur, desember 10, 2004
Jólin nálgast
So sorry man, bloggið hefur alveg verið neðst á to-do listanum mínum síðustu vikur. Vá hvað maður hefur verið busy. Ritgerð, lestur, hitta vini, undirbúa jólin, hlusta á jólalög, kveikja á kertum. Ég er nánast búin að gera allt nema að elda matinn, thank god fyrir frosnar pizzur ;c) Ég fór sl. þriðjudag að öllum líkindum í minn síðasta fyrirlestur í háskóla. Ég held allavega að það hafi pottþétt verið í síðasta skipti sem ég hjóla í fyrirlestur í háskóla! Mikið var það ljúft. Það eina sem ég hef fengið meira nóg af en frosnar pizzur er háskólanám! En þetta er reyndar ekki nálægt því að vera búið, próf í janúar og mastersrannsókn næstu 6 mánuði þar á eftir. Versta uppfinning Dana er án efa að hafa próf í janúar. En Pollýanna minnti mig samt á að þetta er svo sem ágætis nýting á janúar mánuði-sem oftast fer í að eiga engan pening og pirrast yfir því að jólin, afmælið mitt og áramótin séu BÚIN - allt í senn! Einnig nær maður að njóta jólanna allan desember mánuð og fær nógan tíma í að undirbúa =)

En pabbi minn er kominn til okkar, sem er það besta og skemmtilegasta í heimi. Við jólumst saman í bænum og kaupum fullt af glingri! Hlaupum út á bensínstöð kl. 23.15 til að kaupa kók og nammi og horfum á dvd fram á miðja nótt. Förum á jólamarkaði og drekkum jólaglögg og skrifum jólakort.

Annars er heimferð eftir 3 daga og við þurfum að vakna svona hálf 5 mánudagsmorgun, ó men! Hlökkum mikið til að koma heim og ætla ég að knúsa alla svona 10 sinnum í hvert skipti sem ég hitti þau. Ég verð með sama símanúmer og ég hef alltaf verið með. Hafið það gott og please - ekki fara yfir um fyrir jólin.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009