My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

sunnudagur, mars 28, 2004
Æi ég er alveg ekki að nenna því að helgin sé búin, þarf að læra svo mikið í næstu viku, úffpúff. Eins gott að vera dugleg að lesa áður en gestirnir streyma að. Enda verður gott frí frá námsbókum á meðan maður "entertainar" fólkið í páskafríinu og borðar páskaegg frá Nóa. Helgin búin að vera mjög fín. Skruppum yfir til Tótu og Gumma í bjór og chill í gærkvöldi. Mjög gaman. Í hádeginu í dag hristum við fram úr erminni CV á dönsku, ekki mikið mál c"*) Töpuðum svo einum klukkutíma þegar við föttuðum að sumartíminn kom á í nótt. Þannig að áður en við vissum af var dagurinn nánast búinn! Ákváðum því að hjóla í bíó, hjóluðum meðfram sjónum, mér leið eins og í bíómynd, svona ung stelpa sem býr í strandbæ. Fórum á Mystic River, alveg meiriháttar og Sean Penn átti þessi óskarsverðlaun alveg skilið.

Til hamingju með afmælið elsku Gummi minn! Vonandi áttir þú brilliant afmælisdag.
Afmælisbarn dagsins: Þú ert sjálfstæður og heiðarlegur. Þú býrð yfir dugnaði og vinnusemi og átt erfitt með að standast hvers konar áskoranir. Þú átt spennandi ár framundan.

 
fimmtudagur, mars 25, 2004
Góðan fimmtudag og góðir 2 dagar fram að helgi. Ekki margt krassandi að frétta og ekkert planað næstu helgi. Held svei mér þá að þetta sé fyrsta helgin síðan við kláruðum prófin sem ekkert er planað að gera. Í dag eiga tvær kjarnakonur afmæli. Til hamingju með afmælið elsku besta Íris frænka, njóttu dagsins í botn! Einnig langar mig að óska Dröfn innilega til hamingju með daginn, vona að þú eigir góðan dag í Washington, eflaust mikið hlýrra hjá þér heldur en hér í Arhus, brrr.

Er búin að bæta við link á litlu mágkonu mínu, hana Áslaugu Hörpu, sem er byrjuð að blogga. Einnig getið þið fylgst með hvort mér sé heitt eða kalt með því að kíkja á veðrið hér í Arhus :c)

Over & out

 
þriðjudagur, mars 23, 2004
Jæja ætli sé ekki kominn tími til að láta heyra í sér. Allt gott að frétta héðan og við erum hress að vanda. Stebbi kíkti á okkur hjónaleysin í síðustu viku. Eftir að hafa farið og hitt vinkonurnar í lunch-saumaklúbbnum og átt frábæran lunch með þeim pæjum fór ég að sækja Stebba. Mikið var gaman að sjá drenginn koma labbandi á móti mér á lestarstöðinni. Hann gisti í eina nótt og það var alveg blússandi stemning hjá okkur. Takk fyrir komuna elsku Stebbi minn c"*)

Hey fréttir af Ugly Kid Joe = Pakistana psycho. Það á að reka hann úr skólanum!! Það var mikið að skólayfirvöld fengu nóg af honum. Hann hefur sem sagt ekki látið segjast eftir aðvörunina sem hann fékk frá skólayfirvöldum í desember. Hann hefur hins vegar gerst kræfari og farinn að vera enn meira creepy (ef það var hægt). Hann er farinn að bjóða stelpum pening til að fá að sofa hjá þeim og senda mail til stelpna þar sem hann segist elska þær og að hann vilji sofa hjá þeim. Algjört ógeð. Hann var greinilega bara ljúfur og rólegur hérna fyrir jól miðað við þetta. Hann er voða aktívur í fyrirlestrum núna, spyr kennarana spjörunum úr og alltaf mjög heimskulegar spurningar. Þegar einhver annar hefur spurt að einhverju heyrist í Paka "this question is ambiguous?". Svo hendir hann stundum pennum í fólk.

Blogg-heiðursverðlaun mánaðarins fá Tóta og Gummi fyrir að hafa boðið okkur í dýrindis kvöldverð sl. laugardagskvöld og dúkkað óvænt upp hjá okkur á sunnudaginn með pönnukökur! Þvílíkir meistarar! Það var æðislega gaman á laugardaginn og pönnukökurnar voru algjört nammi c") Takk takk!

Jón Þór uppáhalds frændi minn fermdist síðustu helgi, til hamingju elsku frændi! Svo á hún mamma mín afmæli í dag, skvísan er 45 ára. Til hamingju með daginn elsku múttakrútta! Greyið mamma, helaum og marin á afmælisdeginum eftir karate-æfingu í gær - no ordinary mother he he.

 
mánudagur, mars 15, 2004
Chinese sweet and sour disaster! Já stundum er maður einfaldlega óheppinn. Ég fór í búðarferð áðan og kom heim með tvo poka, annar þeirra var stútfullur og níðþungur þar sem sá poki var í körfunni á hjólinu. Ég lagði þá frá mér á stéttina fyrir framan útidyrahurðina til að opna en þá úps, haldið þið ekki að krukka með sweet and sour sósu hafi rúllað útúr stútfullum pokanum og splash, sósa og grænmeti yfir alla stétt og tröppur! Í smá stund langaði mig bara til að hlaupa upp og þykjast ekkert kannast við þetta. En jæja, hefði svo sem ekki viljað láta komast upp um mig og vera kölluð Karen sweet and sour klaufi :-) Þannig að tuskan var tekin út og ég reyndi að ná mest öllu upp, ullabjakk. Þegar ég kom aftur niður eftir að hafa farið inn að skila pokunum og ná í tusku þá hafði einhver skrifað á töfluna "hvem har tabt Uncle Ben". Ótrúlega snögg samskipti á þessu kollegi.

Fékk óvænt sms á föstudaginn frá Stebba Karls, já minn bara mættur til Danmörku og á leiðinni til Holstebro. Er hérna út af vinnunni og að heimsækja fólk - þ.á.m. mig og Grétar! Þannig að Stebbi mætir hingað á morgun og ætlar að gista hjá okkur eina nótt. Hlakka alveg rosalega til að sjá strákinn! Reyndar ætluðu Arnar og Dröfn líka að koma í heimsókn til okkar í þessari viku en því miður breyttust aðeins ferðaplönin þeirra og þau komast ekki til Arhus í þetta sinn.

Jón, maðurinn hennar mömmu, átti afmæli í gær. Til hamingju til hamingju! Ég sló á þráðinn heim til að heyra í afmælisbarninu, múttu og litlu systur, alltaf jafn gaman að heyra í fólkinu heima. Reyndar eru bara 3 vikur þangað til að ég hitti alla fjölskylduna, maður er bara ekki látinn í friði hérna í útlandinu he he :-) Pabbi og amma Begga koma út 6. apríl og verða í 6 daga. Svo koma mamma, Jón og Harpa Rún á föstudaginn langa og verða í 5 daga. Mamma og co. gista reyndar hjá börnunum hans Jóns á meðan pabbi og amma eru líka, ekki pláss fyrir alla á Dybbølvej. Þannig að í 4 daga verða 5 manns í heimsókn hjá okkur = 5 páskaegg?

 
föstudagur, mars 12, 2004
Karenína er komin aftur á hjólið eftir smá pásu! Nú þeysist ég enn á ný samferða vindinum í átt að skólanum. Mjög gott að hrista loksins af sér strætó-slenið. Í dag fékk ég MP3 spilarann hans Grétars lánaðan og þvílíka endemis snilldin! Alls konar frábær tónlist ómaði í eyrunum- Tina Turner, Creed, Coldplay, Norah, 50 cent...... já þessi fjölbreytti tónlistarsmekkur Grétars er góður. Mér fannst ég mega cool þegar 50 rappaði "I don't know what you've heard about me, but you ain't gett'n a dollar out of me...jó jó dó" :-) Held samt að rappið hefði ekki platað marga, lille Karen með hvítu prjónahúfuna sem er bundin undir hökuna með slaufu, svooo kalt hérna!

Annars er búið að vera voða gaman þessa vikuna. Bjarki kíkti í mat til okkar á þriðjudaginn og svo horfðu þeir drengir á Manchester United-Porto (ég fylgdist með með öðru auganu). Greyið United! Svo á miðvikudaginn fórum við í mat til Helgu vinkonu og fengum dýrindis fiskrétt. Þar fékk ég nokkuð mörg vítamín sem mig hefur skort LENGI....ekki oft fiskur á þessu heimili. Mjög oft pasta með mexicano sósu...nammi namm. Í gær kom svo Tóta vinkona í heimsókn og fékk blogg-læknismeðferð hjá Neo/Grétari html-gúrú.

Félagslíf vikunnar er enn blússandi. Helgin átti að vera svo róleg og bara lærdómur og afslöppun. Neibbs, auðvitað verður kíkt út í kvöld og það að hlusta á kunningja okkar spila með hljómsveitinni sinni! Danskur strákur sem er með mér í skólanum, Torben, er sem sagt söngvari og gítaristi í rokk-hljómsveit og er að spila á einhverjum kollegi-bar í Suður-Árósum. Við, Tod og dönsk kærasta hans Louise ætlum að fara og fá okkur nokkra öllara og syngja með =) It's your birthday, it's your birthday....in da house, east coast jó. Pís át man.

 
mánudagur, mars 08, 2004
Eftir skemmtilega en jafnframt afkastalitla helgi byrjar ný lærdómsvika. Var svo ódugleg við að læra um helgina að samviskubitið nagar mig. En laugardagskvöldið var svo skemmtilegt að ég þarf ekki nema hugsa um það þá hverfur sammarinn eins og skot. Grétari var sem sagt boðið á strákakvöld með vinum MÍNUM úr skólanum, sveiattan! Ég er greinilega ekki orðinn nógu mikill strákur í mér til að vera boðið á "poker-boys-night-out". Ég fékk því vinkonur mínar í stelpu-kaffihúsaferð á Café Ris-Ras, mjög huggulegt lítið kaffihús niðrí bæ. Það var alveg frábært að hitta þær og mikið spjallað. Um kl. 1 fór ég að hitta strákana heima hjá Tod og spilaði smá póker, vann m.a.s. smá pening he he. Við röltum síðan í bæinn á írska barinn og fengum okkur bjór. Laugardagskvöld eru uppáhaldið mitt!

Gleymdi síðast þegar ég bloggaði að óska Bigga innilega til hamingju með útskriftina. Congratz elsku Biggi! Nauðsynlegt fyrir hvern vinahóp að eiga nokkra úrvals lyfjafræðinga á lager :-)

Að lokum langar mig að benda ykkur lesendum á blogg Maríu og Tótu Arhus-skvísur, verið velkomnar í hóp pæjanna hér til hægri.

 
miðvikudagur, mars 03, 2004
Vikan er hálfnuð hér í Arhus (og eflaust annars staðar líka) þannig að það styttist í helgina. I love the weekend! Síðasta helgi var gott dæmi um það hvað helgar geta verið frábærar =) Sú helgi var alveg einstök! Við skemmtum okkur konunglega með Rannveigu og sýndum henni hvað lífið er ljúft hér í Arhus. Á föstudaginn þurfti ég því miður að mæta í einn fyrirlestur þannig að Grétar passaði upp á að Rannveig færi sér ekki að voða og fór með hana í bæinn í búðarleiðangur. Það er alltaf langöruggast að fara bara í búðir :-) Eftir að þau voru búin að bralla ýmislegt skemmtilegt í bænum og gera grín að misfallegum klæðnaði hittu þau mig á Fredagsbarnum. Vinir okkar Bjarki og Tod fengu sér bjór með okkur og fengu að kynnast gestinum okkar. Við lágum síðan afvelta allt föstudagskvöldið eftir dýrindis hvítlaukspasta. Á laugardaginn gat ég nú farið með í búðir og tókst m.a.s. að kaupa mér peysu! Eftir mikið búðarráp tókst mér að draga þau verslunaróðu á kaffihús, uppáhaldið mitt! Um kvöldið var farið út að borða á "White Elephant" og síðan á Irish Pub. Held ég hafi hlegið mánaðarskammtinn á írska barnum, það var alveg meiriháttar gaman. Við gerðumst ekta túristar á sunnudaginn og fórum til Marselisborgar sem er sumarhöll drottningarinnar. Þar var mjög fallegt og ég á pottþétt eftir að fá Grétar með mér þangað í picnic og sólbað í vor. Eftir endalaust labb og við stelpurnar orðnar nánast bláar af kulda fórum við á krúttlegt kaffihús niðrí bæ, uppáhaldið mitt! Þaðan lá leiðin á Mackie's Pizza nammi namm góðir hamborgarar! Um kvöldið var afslöppun, pool, fótboltaspil og borðtennis. Ég var dolfallin yfir hæfileikum Rannveigar í pool, þar sem ég get varla hitt hvítu kúluna! Það munaði reyndar litlu að við skvísurnar sigruðum Grétar í fuzball vegna einstakra hæfileika minna í sókninni :-) Eftir frábæra helgi neyddumst við til að knúsa Rannveigu bless á mánudaginn. Takk fyrir komuna elskan mín, það var æðislegt að sjá þig!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009