My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, september 29, 2005
1 mánuður
Síðasta helgi og þessi vika hafa verið mjög skrautlegar. Mikið djammað um helgina, þ.á.m. brilliant brúðarkjólapartý þar sem 8 hressar konur komu saman í brúðarkjólunum sínum. Mjög skemmtileg upplifun! Á mánudaginn fór ég í afmælis-matarboð hjá Lizu frá Danmörku og Juliu frá Þýskalandi. Rosalega gaman og ég kynntist enn fleiri hressum krökkum sem vinna hjá Evrópuráðinu. Á þriðjudaginn fór ég í fyrsta tímann á frönskunámskeiðinu sem ER býður uppá. Það var hrikalega gaman! Mér leið alveg eins og ég væri aftur 18 ára í frönskuskóla í París. Það lá við að ég sveiflaði hendinni og segði "PICK ME PICK ME" þegar kennarinn spurði bekkinn að einhverju múhahahaha.

Í gær keyrðum ég og Guðrún 100 km suður á bóginn, til Rouffach, og fórum á tónleika með Diddú sem voru haldnir í tilefni af ráðstefnu geðlækna sérhæfðir í geðklofa-sjúkdómum! Tónleikarnir voru geggjaðir, hef sjaldan vitað aðra eins útgeislun á einni manneskju og gæsahúð allan tímann. Eftir tónleikana var svo 6 rétta kvöldverður með öllu tilheyrandi. Meiriháttar kvöld og road-trip um sveitir Frakklands. Annars á ég 1.mánaðar Strassborg afmæli og í tilefni af því eru komin tvö ný albúm. Yfir og út til ykkar.

 
þriðjudagur, september 27, 2005
Klukk
Þar sem ég hef verið "klukkuð" af fjórum blogg-aðilum þá er eins gott að láta slag standa og setja fram fimm tilgangslausar staðreyndir um mig. Reyndar finnst mér staðreyndir almennt ekki vera tilgangslausar, hins vegar eru staðreyndir á alnetinu um sjálfan sig fremur sjálfhverfar. En það er líka allt í lagi að vera sjálfhverfur endrum og eins ;-)

1. Ég get verið óhemju mikil tilfinninga-sprengja og get m.a.s. fengið tár í augun þegar ég horfi á raunveruleikaþætti - how pathetic.
2. Ég hef búið í útlöndum þriðjung ævi minnar og finnst sú reynsla hafa veitt mér ómælda gleði, ánægju, þroska og innri ró. Ísland er samt alltaf "heima".
3. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kynnast nýju fólki og gæti alveg hugsað mér að eiga 100 vini, en þá þyrfti ég líka svona 15 vikur í viðbót á hverju ári til að ná að hitta alla reglulega!
4. Ég er algjör mathákur og borða allt nema grænar baunir og sósulausar soðnar kartöflur. Hins vegar finnst mér fátt leiðinlegra en að elda matinn sem ég borða.
5. Let's face it ég er enginn sportisti og hef aldrei verið. Hins vegar ætla ég að byrja að æfa jóga í næstu viku :-)

Þar sem flestir hafa hingað til klukkað flesta ætla ég ekki að klukka neinn. Ég sendi samt sem áður stórt knús til ykkar!

 
föstudagur, september 23, 2005
Busy bee

Það er kannski orðið of seint að segja frá síðustu helgi, bara aftur komin helgi! Búið að vera brjálað að gera í vikunni. Mikil vinna, ritgerð, kokktailboð, matarboð..allt voða gaman. Um helgina er mikið djamm á dagskrá vúhú. Í kvöld ætla ég að kíkja út á lífið með öðrum starfsnemum frá Norðurlöndunum og annað kvöld ætla ég með Guðrúnu í wedding dress party. Það ætti að vera mikil stemning :-) Einnig verður ritgerðarvinna, ég á bara eftir einn kafla þannig þetta ætti að vera búið í október vonandi! Það verður ansi brjálað næstu vikurnar, vinna, ritgerð, félagslíf og frönskukúrs. Heilasellurnar mínar fá alveg að vinna fyrir kaupinu sínu held ég.

Annars hefur verið frekar fyndið stundum að vera í kokktailboði og segjast koma frá Íslandi, fólki finnst ég nefnilega svo fjarri því að vera Skandinavísk í útliti hahaha. Einn sendiherra sagði við mig að ég gæti sko alveg verið frá Albaníu, jahá =)

Á meðan ég hef ekki tæmt myndavélina held ég bara áfram að láta fylgja með myndir af dómkirkjunni, hér glittir í jólamarkaðinn sem byrjar í nóvember. Ég ætla svo að setja fullt af myndum á netið þegar ég finn tíma til þess. Já og eitt í lokin, nýji bíllinn heitir Múfasa og hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að það sé vel hægt að keyra hann ;c) Bon weekend elskurnar.

 
fimmtudagur, september 15, 2005
Hóhóhó who would have known
Svei mér þá mín bara þvílíkt busy þessa dagana, einhvern veginn tekst mér alltaf að fylla dagskránna! Ritgerðin komin aftur í gang, en þessa dagana er hún í smá dvala. Ég SKAL samt klára hana í október, fékk símtal frá París í gær þar sem franska "fjölskyldan" mín spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að drífa mig í heimsókn :c)Komin með 75 bls. þannig bara rúmar 15 bls. eftir. Í gærkvöldi hitti ég hina starfsnemana á kaffihúsi, sátum úti á báti á sýkinu með þvílíkt útsýni, risastóra kirkju fyrir framan okkur og gosbrunn fyrir aftan okkur. Meiriháttar flott! Í kvöld kemur svo Hjalti Páll svili minn í heimsókn en hann er á ráðstefnu í Þýskalandi. Það verður frábært að sjá kappann =) Annað kvöld er back to work partý á vegum Evrópuráðsins. Á laugardaginn ætlum við Guðrún sem vinnur með mér í klippingu og litun - það verður fróðlegt hvar það endar? Hef aldrei látið Frakka lita á mér hárið. Spennó! Búin að kaupa miða heim um jólin, kem 22.des og fer aftur út 4.jan yibbee =)

Annars er Grétar í þessum skrifuðu orðum í bílakaups-hugleiðingum. Mig langar í fjólubláan bíl Grétar!

 
föstudagur, september 09, 2005
C'est la vie

Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd eins og Ljósálfur segir...og nú byrjar mín grasekkju-reynsla ;-) Það var heldur betur erfitt að kveðja betri helminginn í gær eftir yndislega viku hér í Strassborg. Það var auðvitað túristast, verslað, farið út að borða og á kaffihús. Borgin er meiriháttar og þvílík útlanda stemning. Að mínu mati er meginlandsloftslagið hérna mjög þægilegt og er Grétar ekki sammála mér í þeim efnum! Ég vil helst hafa sem heitast og rakast (hlýt að hafa gert eitthvað þvílíkt af mér í fyrra lífi víst ég endaði á Íslandi ;-) Hanna vinkona kom líka til Strassborg í vinnuferð og gisti hjá okkur 2 nætur, æðislegt að sjá mína.

Vinnan gengur vel og umhverfið hér í Evrópuráðinu mjög spennandi. Í þeim tilgangi að velta mér ekki mikið uppúr einverunni hef ég boðað mig í 3 kokktailboð og 1 partý á næstu 2 vikum! Já og lokasprettur ritgerðarinnar er líka á dagskrá. Allt að gerast! Eigið góða helgi og ef einhver á eftir að fá nýju símanúmerin látið vita. Þeir sem eru duglegir að hafa samband fá örugglega nokkur prik á himnum =)

PS. Á myndinni sést Notre Dame dómkirkjan sem er svakalega flott.

 
föstudagur, september 02, 2005
Salut Strasbourg
Mætt til Frakklands, land ástar, rauðvíns, osta og þjóðernishyggjunnar. Búin að vera mjög afkastamikil í vikunni: búin að opna bankareikning, fá mér GSM símanúmer, röfla í France Telecom um að endurstofna heimasímann, leigja mér hjól, finna þvottahúsið niðrí bæ þar sem ég þvæ fötin ;-) Já og auðvitað byrjuð að vinna! Hjólið sem ég leigði er eins og flest annað hérna sniðið fyrir aðeins smávaxnara fólk en mig. Frakkar eru svo petite. Ég er hrikalega fyndin á því, lærin eru nánast lárétt og þegar ég hjóla fara hnéin upp fyrir maga. Mér finnst ég samt þvílíkt cool og þeysist um göturnar. Er enn sem fyrr hugfangin af franskri tungu, voða gaman að gerast frönsk á 5 ára fresti ;c) Ég reyni líka að vera eins frönsk og ég get, set stút á munninn og yppti öxlum ef ég veit ekki eitthvað, og segi "OH LA LAA" þegar einhver svínar fyrir mig á hjólinu.

Íbúðin er alveg frábær, mjög rúmgóð kannski fyrir utan baðherbergið og baðkarið, enda er ég ekki eins petite og Frakkarnir og rek hausinn reglulega í loftið. Grétar mætir á svæðið eftir 5 tíma og er í þessum skrifuðu orðum að skipta um lest í Kaupmannahöfn. Oh my word, hvað ég hlakka til að sjá minn. Ætlum að hafa það alveg meiriháttar! Bon weekend!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009