My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

laugardagur, ágúst 27, 2005
Farvel Danmark

Daninn á myndinni virðist nokkuð fegin að vera losna við mig og Frakkinn ansi súr yfir því að ég sé á leiðinni! Múhahahahaha ;-) Nú eru bara 2 dagar í brottför og öll helgin fer í að pakka og ganga frá. Þetta er undarleg tilfinning. Þessi 2 ár í Danmörku búin að vera mögnuð og það besta við þau eru vinirnir sem við höfum eignast hér. Mikið eigum við eftir að sakna þeirra. It’s an end of an era! Til allrar lukku eigum við eflaust eftir að hitta alla aftur. En ‘My so called life’ heldur áfram í Frakklandi. Stay tuned.

 
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
6 dagar í brottför
Nú fara að koma síðustu bloggfærslurnar héðan frá Danmörku, hvað er að ske?! Mjög skrítið að eftir viku verð ég byrjuð að VINNA og skyndilega flutt EIN til Frakklands. Er ekki að átta mig á þessu. En óhætt að segja að þetta sé spennandi! Er samt furðu róleg og ótrúlega lítið stressuð, fæ svona mini-panic-köst af og til sem Grétar blæs í burtu með því að ljúga einhverju að mér hehehe eins og t.d. að hann heimsæki mig með 2 vikna millibili. Je ræt. Þessi vika er yfirstöppuð af alls kyns sorglegum kveðjustundum *sniff sniff*. Pakka ofan í kassa, þrífa íbúðina og vinna aðeins í ritgerðinni - allt ákaflega tregablandið. Hver nennir að kalkhreinsa baðherbergi? Ég held að Grétar hljóti að nenna því =)

Setti inn myndir frá Íslandsferðinni fyrir forvitna mynda-aðdáendur ;)

 
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Myndafjör

Setti inn fullt af myndum frá seinna árinu okkar hér í Arhus, af þessu helsta sem við höfum verið að bralla skemmtilegt =)Margar hafa ekki sést áður. Set svo fljótlega inn myndir frá Íslandsferðinni, var reyndar hrikalega löt að beita myndavélinni. Grétar er mikið duglegri að festa á filmu þessi kodak-móment. Hér fylgir sýnishorn frá afmælisdegi húsbóndans í maí. Go crazy folks.

 
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Plönin breytast

Yndislega systir mín hún Harpa Rún er sweet sixteen í dag, til hamingju með daginn esskan =) Knús kram og þúsund kossar!

Annars er mikið ljúft að vera komin aftur til DK til Grétars minns. Nú er bara að koma sér í ritgerðargírinn aftur, klára sem mest hér þangað til ég fer til Frakklands sem er eftir 13 daga. Síðustu blaðsíðurnar og lokafrágangur verður svo í Strasbourg, svo ég hafi nú einhvern tíma til að kveðja fólkið í Árósum. Grétar ætlar svo að kíkja í heimsókn til mín í rúma viku áður en hann heldur til Íslands. Mikið verður það gaman, ætlum að vera túristar í Strasbourg í nokkra daga og hafa það gott áður en 6 mánaða aðskilnaður hefst =( En að lokum, takk þið öll heima á Klakanum fyrir meiriháttar samverustundir í síðustu viku. Þið eruð best!

 
laugardagur, ágúst 13, 2005
1 dagur í brottför
Síðustu dagar hafa verið æðislegir. Ég er búin að fá skemmtilegar heimsóknir hingað í Breiðholtið, Inga og Árni komu á þriðjudag og Begga og Pétur á miðvikudag. Alveg meiriháttar að sjá þau =) Um kvöldið var svo matarboð hjá tengdafólkinu mínu, yndislegt að sjá þau öll. Ég er búin að kíkja í heimsókn til Önnu og Tjörva sem var æðislegt, við skötuhjúin mikið búin að sakna þeirra í sumar. Truflaði aðeins Rannveigu ritgerðarsmið, mjög gaman að sjá hana og ef einhver skilur ritgerðar-álag þá er það ég! Keflavíkurferðin með Erlu Dögg frænku var mjög vel heppnuð, hitti m.a. sætu nýju frændsystkinin mín Þórunni og Ívar. Áttum líka yndislegt kvöld hjá Írisi uppáhalds frænku. :c)

Í gær var svo dúndur dagur - byrjaði snemma í smá sýnikennslu í ráðuneytinu, fór svo í lunch með Önnu Heiðu og Dröfn. Ég og Anna ákváðum svo að vera svolítið menningarlegar og rölta af einu kaffihúsi á annað og skáluðum í smá hvítvíni ;-) Þaðan lá leiðin í afmælið hans Arons sæta, frábært afmæli og miklar góðar veitingar. Um kvöldið kíktu svo Ingibjörg, Inga og Helga í heimsókn, vá hvað var mikið spjallað! Æðislegt að sjá þær skvísurnar. Í dag er svo STÓRI síðasti dagurinn, á von á Hönnu Valdísi, Söru og Dröfn í hádegis-heimsókn og svo er það brúðkaup Gumma og Hildar yibbee. Á morgun er svo ferðalag, mikið óskaplega get ég ekki beðið að komast heim til Grétars míns, þrátt fyrir yndislega Íslandsferð. Það er sko ekki eins gaman neins staðar án hans ;-) Afsakið fjöldann af lýsingarorðum í þessu pósti hehe ;c)

 
þriðjudagur, ágúst 09, 2005
Hjemme
Stödd á skerinu góða þessa dagana, 9 daga Íslands-ekkja. Mjög skrítið að vera hérna án Grétars sem er greyið ekki í alveg eins góðu yfirlæti og ég, með frosnar pizzur, Carlsberg og ritgerðina sína ;-)Þraukaðu drengur! Ég hef annars brallað ýmislegt, m.a. búin að fara í gay pride göngu, yndislegt brúðkaup Ragnhildar og Tryggva, matarboð hjá Clarence, vinkonuferð á café París og fleira. Ég er m.a.s. búin að taka strætó frá Hlemmi og uppí Breiðholt með nýja strætókerfinu! Geri aðrir betur. Annars eru fleiri matarboð, heimsóknir, kaffihúsaferðir, Subway, afmæli, Keflavíkur-leiðangur og brúðkaup á dagskrá. Að ofannefndu er ljóst að ritgerðin er í smá dvala! Ef ég næ að skrifa 1-2 bls. þá verð ég yfirmáta stolt ;-)

 
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Destination Iceland...
...eftir nokkra daga. Mikið hlakka ég til að sjá alla =) Á örugglega eftir að fá skyndilegt overdose af félagsskap eftir að hafa eytt mestum tíma mínum síðasta hálfa árið með ritgerðinni minni. Talandi um ritgerð þá er ég farin að sjá fram á að ná að klára hana, en bara ef ég næ að halda vel á spöðunum alveg fram til 26.ágúst. Oh hvað það verður mikil snilld að vera laus við skríflið og skólann. Ætla að halda partý á hverjum degi þegar þetta er búið - ein með sjálfri mér og franskri eðalmenningu í Strassborg. Jú og Önnu Heiðu sem verður hinum megin við brúna ;-) Annars hefur veðrið leikið við okkur innipúkana, búið að vera rigning og skýjað í 3 vikur, ég er með sérstök sambönd upp til veðurguðanna, það er á hreinu! Það er alltaf leiðindaveður þegar ég kemst ekki í sólbað. En fyrir vikið mæti ég glær-hvít og freknulaus til Íslands.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009