My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Alveg brilliant að vera "heima" í gömlu góðu Smokey Bay. Eftir langt ferðalag heim þar sem mín svaf í hægindastól á Kastrup og svaf svo í lúxus suite á Hilton var mikið ljúft að koma samt sem áður ofurþreyttur heim í faðm fjölskyldnanna. Líka búin að hitta mínar yndislegu pink ladies og á sem betur fer eftir að hitta þær meira. Búin að torga uppáhalds Dominos Pizzunni og bragðarefnum. Verzló reunion á morgun, hlakka ekkert smá til að sjá framan í gömlu bekkjarfélagana úr 6-F og auðvitað alla hina. Líka gaman að sjá hvað vináttuböndin hafa haldist, maður er í raun bara að fara á djammið með same old vinahópnum. Sjaldan slitna sönn vináttubönd eins og þeir segja í Árósum. Aðalnýunginn í Smokey Bay var þó auðvitað litla frænka Hjaltadóttir, hið allra sætasta barn sem ég hef séð :c) Hlökkum mikið til að fara í skírnina næsta sunnudag. Chiao og góða helgi.

 
laugardagur, ágúst 21, 2004
Á morgun
Á morgun er stóri dagurinn, og hann verður bókstaflega stór. Vinna frá 7-13, lestarferð til Köben frá 15-18 og svo flug um kvöldið. Til þess að þurfa ekki að pakka einhvers staðar þarna á milli ætti ég kannski að fara byrja á því =) Fór nánast í bakinu í vinnunni í morgun, held það hafi eitthvað snappað :-/ Hef ekki mjög mikla krafta þegar kemur að því að færa fólk til, þyrfti að fara lyfta lóðum. Vona að bakið verði komið í lag fyrir átökin á morgun. Þarf líka að vera orðið gott þar sem ég þarf að knúsa svo marga í næstu viku!! Verð með sama gamla símanúmerið 896-2812. Hey vorum að setja inn myndir, svona ýmislegt frá sumrinu.

Jæja, ætla að setja Crazy In Love með Beyonce á fóninn, dansa inní stofu (eins mikið og bakið leyfir!) og pakka í tösku. Hlakka til að sjá ykkur....og góða skemmtun á menningarnótt!

 
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Stutt í heimferð
Jæja nú er mjög stutt í heimferð...trúi bara varla að sumarið í Arhus sé senn á enda, sniff sniff. Búið að vera svo gaman. Ég er svo að vinna bæði laugardag og sunnudag, greyið gamla fólkið, ég á eflaust eftir að vera með hugann við Íslandsferðina og allt sem maður ætlar að afreka á Fróni =)

Inga og Árni eru mætt galvösk til Baunalands og hafa gist hjá okkur síðustu daga. Við höfum verið á miklu flakki með þeim til að sýna þeim þetta helsta, aðallega búðir auðvitað. Mjög gaman að sjá þau og geta ausið úr viskubrunni okkar hehe

God weekend og vi ses snart...

 
mánudagur, ágúst 16, 2004
God Mandag
Í gær komu Binni og Fríða til Arhus og við keyrðum í Djurs Sommerland sem er skemmtigarður hérna rétt hjá. Loksins komst ég í sund vei vei. Ekki bara sund heldur heilan vatnsrennibrautagarð, mikið var gaman. Reyndar var vatnið ískalt, glætan að Danir tími að hita vatnið, en við erum svo miklir víkingar að við bara bitum á jaxlinn og stukkum út í ;c) Vorum þar allan daginn, fórum í rússibana, gocart, hjólabáta og fleira. Slógumst líka af og til við geitungana, svona þegar þeir vildu borða með okkur. Einn dó í Fanta drykknum mínum úps. Um kvöldið fórum við svo á Jerry's Pizzeria. Takk fyrir frábæran dag!

Litla systir mín Harpa Rún á afmæli í dag, til hamingju með daginn! Orðin hrikalega gömul, alveg 15 ára, alveg að ná stóru systur.

Inga og Árni koma svo seint í kvöld, hlökkum mikið til að sjá þau. Góða ferð!

Annars fer vikan í að undirbúa heimferð jei jei hlakka mikið til, og klára að lesa Da Vinci lykilinn....agalega spennandi.

 
föstudagur, ágúst 13, 2004
Det er så dejligt at være i Danmark, men på vej til Island
Við erum gestalaus en glöð eftir geggjað góðan gestagang. Veðrið var alveg meiriháttar á meðan pabbi og Marteinn voru hérna, yfir 30 stig og heiðskírt. I love it. Nú hefur aðeins kólnað, hitinn horfinn til Íslands :c) og bara rúm 24 stig hér brrrr hehe. Við brölluðum margt með þeim peyjum, aðallega út að borða og á kaffihús. I love it more. Fórum líka í sveitina og heimsóttum Kresten vin þeirra. Kresten er með huge stóran garð þar sem eru kalkúnar, gæsir, hanar og endur. Ég sat í sólbaði undir eplatréi og var að lesa Da Vinci lykilinn þegar stór kalkúnn labbaði framhjá mér og andamamma með 3 andarunga. Geðveikt! Gerðist alveg barn náttúrunnar. Týndum fersk hindber og gular plómur af trjánum til að hafa í eftirrétt, mmm nammi namm. Daginn eftir keyrðum við aftur út á land og “klifum” þrjá hæstu tinda Danmerkur : Himmelbjerget, Yding Skovhøj og Ejer Baunehof, hæsti er 173 metrar. Littla flata landið okkar ;c) Takk fyrir komuna og takk fyrir okkur!

Nú eru bara 9 dagar þangað til við komum heim, hlakka ekkert smá mikið til. Hlakka mest til að knúsa fjölskyldumeðlimi og mínar yndislegu vinkonur. Vona bara að maður nái að nýta tímann vel, svo marga að hitta og margt að gera. Þangað til verð ég á ströndinni hér ef veðrið helst svona gott, annars fölna ég bara hehe. Maður er sko ekki búin að ganga í buxum eða sokkum síðustu 3 vikur! Gæti hugsað mér að vera sokkalaus með bleikt naglalakk á tánum allt árið ;-)

Í kvöld á þessum þrettánda föstudegi eru Ólympíuleikarnir í Trivial hjá Gumma og Tótu, stelpur á móti strákum. Uh oh, ég er ekki mjög öflug í svona almennri þekkingu, hagfræðin búin að henda öllu út! Fæ mér bara nógu mikið hvítvín, hlýt að verða klárari við það! En áfram Ísland í Aþenu, strákarnir okkar :c) Þið eigið samt varla séns í þessum riðli, so sorry. Já og til hamingju með afmælið elsku Aron 1 árs ofurtöffari. Góða skemmtun í veislunni á morgun. Go’ weekend alle sammen.

 
laugardagur, ágúst 07, 2004
Heldur betur komin tími til að blogga, biðst afsökunar á þessari þögn, bara allt of heitt til að sitja við tölvuna! Já hér er sko heldur betur komið sumar, rúm 28 stig og glampandi sól alla daga. Algjör grillpottur! Enda erum við búin að fara eins oft niður á strönd og mögulegt er, geðveikt afslappelse. Bæði búin að grilla okkur, grilla kjöt með Tótu, Gumma, Einari Kári og Guðna Þór, borða brunch með Maríu, Pálmari og Tótu, og grilla okkur enn meira. Gaman gaman og litafrumurnar mínar heldur betur að taka við sér, komin tími til! Fórum í mat til Tjörva og Önnu á miðvikudaginn í nýju íbúðina í Lystrup, takk fyrir okkur, það var frábært :c) Einnig hjóluðum við í Tivolíið í góða veðrinu um daginn og hittum þar Maríu, Pálmar og Emilíu litlu prinsessu.

Gestagangurinn hefur líka tekið við sér, en um síðustu helgi voru Axel tengdapabbi og Þórdís hjá okkur. Það var rosalega gaman og brölluðum við ýmislegt skemmtilegt. Leigðum bíl og keyrðum út um allt, æðislegt að vera á bíl! Keyrðum til Randers og fórum í Randers Regnskov, frábær dýragarður þar sem er líkt eftir Afríku, Asíu og S-Ameríku. Mörg dýrin bara laus, þar á meðal snákar, og þvílíkt heitt og rakt inni. Svo keyrðum við til Ry og fórum upp á Himmelbjerget. Heimsóttum líka Silkeborg. Virkilega fallegir staðir. Fórum út að borða og oft á kaffihús....(sem er einmitt mælikvarði á gæði gesta haha :c)

Í gær kom svo uppáhaldið mitt hann pabbi, æðislegt að sjá hann. Ég þarf reyndar að vinna flesta daga á meðan hann er í heimsókn en sem betur fer bara til kl. 13. Svo kemur Marteinn aðfaranótt mánudags yey yey.

Birkir Snær einn sætasti peyji í bænum átti afmæli á miðvikudaginn og varð 1 árs, til hamingju aftur litla fjölskylda!

Svo er stóri dagurinn í dag hjá Ingu og Árna sem verða ekki lengur hjónaleysi þegar degi lýkur. Til hamingju elskurnar og eigið yndislegan dag. Hlökkum til að sjá ykkur í Arhus eftir viku =)

PS. Komnar myndir frá Þýskalandsferðinni og var að bæta við link á lítinn vin okkar hér í Arhus hann Magnús Erni Tjörvason.

PSS. Mikið var ég glöð að heyra af Verzló reunion 27.ágúst, ekkert smá heppin að vera akkúrat á landinu :c).... http://verzlo1999.blogspot.com/

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009