My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, júní 25, 2004
Bletzuð! Prófin greinilega að viðhalda blogg-duglegheitum, um leið og maður
tekur sér smá pásu þá er ekki kíkt á tölvuna. Enda svo gaman að segja ykkur
frá mínu meiriháttar skemmtilegu lífi þessa dagana c") eða bara láta
vorkenna sér hmmm haa. Annars hafa prófin gengið ágætlega en allra erfiðasta
prófið eftir. Samt gat ég ekki fengið mig til að læra fyrr en í dag,
ótrúlegt hvað duglegur skammtur af sjálfsblekkingu getur gert! Búin að fara
í bæinn, í mat til Tótu og Gumma, vinna á ellimannaheimilinu og glápa á
fótbolta.

Annars erum við bara mikið lukkuleg með nýju frænkuna, mikið er hún sæt og
krúttleg =) Til hamingju enn og aftur Hjalti Páll og Kiddý! Hlökkum
endalaust mikið til að koma heim og byrja strax að dekra hana eins og sönn
"uncle & aunt" eiga að gera.

Gleymi alltaf að segja frá nýjum myndum. Grétar setti inn myndirnar úr
páskafríinu fyrir löngu....finnst ykkur þær ekki fínar? =)

Þvílíkt sem ég var öflug hérna í byrjun júní að biðja um rigningu og vont
veður í próftímabilinu, vissi ekki að ég væri svona göldrótt. Búið að rigna
nánast á hverjum degi og vænar þrumur og eldingar inná milli. Danirnir
skilja ekkert í þessu og próflausu vinir okkar blóta mér eflaust í sand og
ösku. Sorry. Er strax byrjuð að beita reverse weather stjórntækjum svo
sumarið komi um leið og ég klára. Svona lærir maður á að lesa Harry Potter.

 
mánudagur, júní 21, 2004
Klukkan var að skríða yfir miðnætti og ég er sko grá og guggin. Próf á morgun (í dag), æfingavakt á elliheimilinu kl.7 á þriðjudaginn og æfinga-kvöldvakt á fimmtudaginn. Held ég fari yfir um af stressi og þreytu! Er alveg að fríka út á þessum munnlegu prófum, hvers konar próftækni byggist nánast eingöngu á heppni? Læt heyra í mér þegar ég hef jafnað mig, helv....álag á manni =)

Inga vinkona útskrifaðist um helgina með BA í sálfræði. Til hamingju skvís!! Þau skötuhjúin (soon to be married) eru eimnitt að flytja til Arhus í haust, vei vei.

Til hamingju með afmælið elsku Kiddý mágkona!! Vonum að bumbukrílið komi nú ekki á afmælisdaginn svo það steli ekki allri athyglinni frá afmælisbarninu! Vonandi áttu yndislegan dag =)

 
miðvikudagur, júní 16, 2004
1 down, 2 to go
Fór í fyrsta prófið í gær og gekk svona líka vel, fékk 9! Það er sama og 8 á íslenskum skala =) Mjög fegin. Var samt þvílíkt óheppin með spurninguna sem ég dró, týpískt. Bókin er 800 bls. og ég dró spurningu um líkan sem spannar 3 bls. í bókinni og er nánast ekkert útskýrt. Alveg var ég brjáluð. Kennarinn frekar fyndin týpa, eftir að hafa talað ensku í prófinu kom hann svo fram 5 mín. eftir prófið og tilkynnti mér á dönsku að ég hefði fengið 9 og útskýrði í löngu máli hvernig ég hefði staðið mig =)

Eftir prófið fékk ég Tótu með mér á kaffihús, alveg yndislegt að komast aðeins út og gera eitthvað skemmtilegt. Úff hvað er erfitt að byrja að læra undir næsta próf, finn mér allt annað til að gera áður. Verð t.d að monta mig af búðarferðinni okkar í gær, það er sko merkilegt hvað fátækir námsmenn geta komist af án bíls og bara á tveimur jafn-hringsnúandi dekkjum =) Fylltum 5 risastóra poka af mat, þar á meðal 6 lítrum af kóki og 6 lítrum af mjólk! Svo hjólar maður heim, 1 poki í körfunni og 2 á sitthvoru stýri og kassi með 3 pizzum á bögglaberanum. Frekar dugleg. Jæja nú er ég komin í ógöngur, hætt að blogga um veðrið og byrjuð að blogga um innkaupaferðir. Over and out.

 
laugardagur, júní 12, 2004
Heitt í prófum
Sjónvarpið
Haribo hlaup
Coke
Frosnar pizzur
Internetið
Kaffi
Frost+rigning
Grétar

Kalt í prófum
Uppvask
Eldamennska
Sól
Vekjaraklukkan
Fólk sem er ekki í prófum híhí;-)
Verðið á Coke út á bensó
Svefnleysi

Vinir okkar Sverrir og Árni voru að útskrifast með BS í tölvunarfræði frá HR í dag. Innilega til hamingju! Þeir stóðu sig ekkert smá vel, báðir með toppeinkunnir og hafa verið á forsetalista skólans. Einnig var uppáhalds frænka mín hún Íris að útskrifast sem kennari úr Kennaraháskólanum, congratz elsku frænkz :c)


 
miðvikudagur, júní 09, 2004
Heppin með veður!
Já við prófálfarnir erum nú bara frekar heppin með veður þessa dagana, rigning og kalt (14 stig). Maður er svo fljótur að aðlagast, nú finnst manni þetta skítkalt! Þegar ég bjó í París og það var 30 stiga hiti í maí og júní þá var mér farið að finnast 15-20 stig frekar hráslagalegt :c) En við erum mjög þakklát fyrir kuldann og regnið, thank you sungod RA for keeping the sun behind the clouds.

Ok nú er ég hætt að blogga um veðrið í bili, dí ég er orðin eins og eldgömul blogg-kona, tala bara um veðrið! Talandi um blogg þá erum við vinkonurnar komnar með sameiginlegt blogg, geðveikt gaman. Rannveigu minni datt þetta í hug og nafnið á okkur er The Pink Ladies. Ekkert annað viðeigandi fyrir svona sætar bleikar skvísur :-) Nú get ég fylgst betur með hvað skvísurnar mínar eru að bralla á Fróni. Check it out hér til vinstri.

Axel tengdapabbi átti afmæli í gær, til hamingju með daginn! Jæja best að snúa sér aftur að þjóðhagfræði þróunarlanda, bæjó spæjó.

 
sunnudagur, júní 06, 2004
Sunnudagur til sóma, ekki mikill sómi í því að drattast ekki framúr fyrr en hálf 11 þegar maður er í prófum, úps. Fyrsta prófið er 15.júní og ég bara hlakka svo til, uhumm. Ég hef sjaldan beðið jafn heitt og innilega fyrir rigningu og helst blindbyl í júní :c) Ef að veðurguðinn heyrir bænir mínar þá vitið þið sem eruð próflaus hér í Arhus hverjum það er að kenna ef veðrið er glatað he he. Ég hefði betur mátt kvarta aðeins meira yfir þessu eina munnlega prófi sem ég tók í lok janúar, því að nú eru öll þrjú prófin munnleg! Þar hafið þið það, ef þið kvartið yfir einhverju þá fáið þið það þrefalt í hausinn seinna.

Ég fór á tvær oplæring vaktir á elliheimilinu í síðustu viku. Það gekk sæmilega. Úff ekki auðvelt að vinna á dönsku! Eina fólkið sem ég hef bullað dönsku við í vetur eru krakkarnir á kolleginu. Núna þarf ég að gera mig skiljanlega við fólk sem í sumum tilfellum heyrir varla í mér og segir bara hva-ba!

Clarence fósturpabbi minn kom í heimsókn til okkar í fyrradag, var á smá flakki í Danmörku og gisti eina nótt hjá okkur. Það var alveg frábært að sjá hann. Við fórum út að borða og kíktum í bæinn þar sem var hálfgerð menningarnótt. Búðir opnar til miðnættis og hljómsveitir að spila. Voða stuð. Alltaf meiriháttar að fá gesti og alltaf jafn súrt að kveðja.

Chiao.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009