My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, janúar 30, 2004
Gleði gleði og meiri gleði. Þessi skrif verða eflaust eilítið jákvæðari heldur en magaverkurinn í gær þar sem prófin eru búin og bara endalaus gleði framundan. Þessi munnlegi hryllingur sem ég hafði óttast í 3 mánuði var reyndar alveg jafn óþægilegur og ég hafði búist við. Prófið í morgun var frekar ósanngjarnt og ég er hér með alfarið á móti þessari aðferð til að prófa nemendur. Ég var inni í 15 mínútur og kennarinn kom ekki með eina spurningu um námsefnið heldur níðþungar spurningar varðandi heimaprófið sem við gerðum í desember. En þetta gekk sæmilega og er sem betur fer búið.

Í kvöld er "strákadjamm" þar sem Julie vinkona mín flutti aftur til Parísar í dag og ég sit því eftir með Bjarka og Tod í vinahópnum og verð víst að reyna að vera töffari í kvöld og tala um fótbolta og tölvur :c) Reyndar er ég svo handbolta-óð þessa dagana að það gæti nýst mér í kvöld. Á morgun er svo risapartý í Odense þar sem Binni átti afmæli í gær. Til hamingju elsku Binninn minn!

Í lokinn langar mig að þakka mínum ástkæra fyrir að vera besti prófkærasti sem um getur! Hann hugsaði svo vel um mig á meðan ég var ein í prófum, eldaði góðan mat handa mér og sá um búðarferðir, þvottaferðir og kók/nammi-ferðir. Tusind tak meine liebe! Vona að þið eigið öll frábæra helgi.

 
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Hnútur í maganum, fiðrildi í maganum, þungur steinn í maganum!! Já mér líður sem sagt ekki of vel í maganum. Er stöðugt að hugsa um muninn á skriflegum prófum og munnlegum prófum. Núna finnst mér skrifleg próf líkjast því að fara í bíó eða fá gott nudd á axlirnar. Þau eru einfaldlega algjör lúxus m.v. rússíbanann í maganum á mér! Eina manneskjan sem horfir á þig í skriflegum prófum er gömul og krúttleg yfirsetukona og hún ætlast ekki til þess að þú tjáir þig viturlega um námsefnið. Í þessu munnlega prófi munu tveir eldri, ryðgaðir prófessorar hins vegar stara á mig og bombardera spurningum á mig sem ég á víst að svara fljótlega eftir að þeir spyrja. Jæja nú er ég farin í háttinn...góðar stundir :c)

 
mánudagur, janúar 26, 2004
Ný og fersk vinnuvika hafin og verður þessi vika betri en margar aðrar þar sem ég klára prófin í lok hennar!! Þannig að vikan sjálf verður frekar dræm en endar með geysilegri gleði. Það verður svo sannarlega djammað næstu helgi, bæði hér í Arhus og í Odense. Eins og glöggir aðdáendur sjáið þá fékk "heimasíðan" andlitslyftingu. Þökk sé sæta HTML kærastanum mínum segum við skilið við fölbleiku- og gulu saklausu Karenínu og bjóðum velkomna eina eldrauða og ferska í staðinn :c)

 
föstudagur, janúar 23, 2004
Long time no blogg...en ég kenni prófum um þessa ritstíflu enda má kenna þeim um flest þessa dagana. En nú er bara vika eftir þar sem næstsíðasta prófið var í dag. Nú á ég sem sagt að vita allt um leikjafræði, uppboð og áhrif ósamhverfra upplýsinga. Já ég get sko sagt ykkur það að skemmtilegu uppboðin sem maður sér í sjónvarpinu þar sem fólk réttir upp hendi til að láta vita að það vilji vöruna á ákveðnu verði og svo segir gæjinn sem ræður "going once, going twice, gone to the lady with the red hat". Já þetta er sko ekki svona einfalt! Ég er búin að sjá svona 300 formúlur, jöfnur og útleiðslur á þessu, dí hvað það er gott að vera laus við þetta. Framundan er vika hagrannsókna sem endar með munnlegu prófi. Ærleg ástæða til að farast úr stressi....

Átti alltaf eftir að setja linka inn á nokkra vini hér í grenndinni, Svandísi í Horsens og þau Magga og Fríðu í Köben, en er sem sagt búin að því núna....miklir öðlingar þar á ferð, enda búa þau í Danmörku :-) Svo er ég búin að fleygja þessu handónýta kommentakerfi og nú er hægt að tjá skoðanir sínar hér enn á ný. Comment away!

Engin orð lýsa handboltaþjáningum mínum þessa dagana. Ekki nóg með það að ég get ekki horft á leikina í sjónvarpinu heldur þarf að hlusta á lýsinguna á Rás 2 hikstandi á veraldarvefnum en þá eru strákarnir okkar sjálfir hálf-hikstandi. En svona er heimur harðra handboltakeppna, you win some you lose some. Einn góðan veðurdag verðum við vonandi IDOL þjóðin í handbolta.

 
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Birthday boyfriend & birthday girlfriend! Já í dag eru ég og Grétar búin að vera saman í 3 ár. Gaman gaman að eiga afmæli! Þegar ég ákvað fyrir 3 árum að byrja með strák um miðjan janúar þá var það útpælt. Þetta var einfaldlega lang-sniðugasti tíminn til að eiga svona afmæli. Á þennan hátt hefur maður ennþá eitthvað til að hlakka til þegar jólaferlið er búið og þetta birtir upp á annars frekar dræman og kaldan mánuð. Þetta er líka prýðis-afsökun til að eyða peningum þó svo að þeir séu allir búnir á þessum tíma árs. En þetta skipulag mitt fyrir 3 árum kemur heldur betur í bakið á mér núna!! Backstabbing boyfriend plan! Já það er nefnilega alveg glatað að vera í prófum þegar afmæli ber að garði og nú skil ég betur erfðileika allra þeirra barna sem fæddust á prófdögum maí- og desembermánaðar.

En í tilefni dagsins fórum við sem sagt niður á höfn til að sækja nýja örbylgjuofninn okkar sem mágkonur mínar og svili voru svo yndisleg að gefa okkur í jólagjöf. Það verður því örbylgjupopp í afmælismatinn.

 
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Góðan eftirmiðdag kæru lesendur og velkomin aftur í veröld Karenínu-bloggs. Eftir jól, afmæli, áramót og jómfrúar-lokaprófið er kominn tími til að tjá sig á veraldarvefinn. Jólafríið á Íslandi heppnaðist vel og það var yndislegt að hitta alla á ný. Þetta var kannski ekki beint frí fyrir okkur útlendingana þar sem maður var á þönum að kyssa á kinnar allra sem urðu á vegi okkar. En það voru verðmætir kossar! Ég eignaðist eitt ár í viðbót þegar ég varð 23 ára þann 28.12 , alltaf svo gaman að eiga afmæli sérstaklega þegar maður er ekta jólastelpa hí hí :c) Ég vil þakka öllum heima fyrir frábærar samverustundir, gjafir og kort. Þið gáfuð okkur skötuhjúunum góðan skammt af orku fyrir prófmánuðinn mikla.

Hvað er það að hafa próf í janúar?? Þetta er nú mesta bull sem ég hef séð og skrifað. Janúar á að vera mánuður sem má réttilega fara í að aumka sér yfir því að jól og afmæli séu búin og visakortið brunnið en jafnframt mánuður rólyndis, letikasta og jólabókalesturs upp í rúmi. Danska menntakerfið snýr þessu öllu á hvolf! Skyndilega á þetta að vera mánuður afreka og árangurs þegar þetta óskiljanlega námsefni á loksins að síast inn í höfuðið. En það þýðir víst lítið að kvarta yfir þessu við ykkur kæru blogglesendur. Í staðinn tökum við á þessu með bros á vör og hugsum um betri tíð með rósir og sólblóm í haga. Ráðist var á jómfrúar-prófið við Háskólann í Árósum í morgun og held ég að það hafi gengið sæmilega. Hefði mátt ganga betur sökum tímahraks og fleira en það er bara "partur af programmet". Nú eru 2 vikur í næsta próf þannig að það verður slappað af í smástund (horft á Idol-upptökur) áður en lestur er hafinn á ný.

Stefnumót mitt við hringabera, kónga og álfa var held ég eitt af bestu stefnumótum fyrr og síðar! Já Lord of the Rings stóðst allar mínar væntingar og meira til. Veit einhver hvenær þetta meistaraverk kemur út á extended dvd? Er strax farin að hlakka til :-) Á þessu ári gæti meira en vel verið að ég byrji að lesa þríleikinn en fyrst bíður Harry Potter og Fönixreglan upp í hillu eftir því að 30.jan rennur upp, þegar prófmánuðurinn mikli endar. Þá verður sko gaman!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009