My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, október 30, 2003
Hej hej! Vikan næstum á enda komin og því enn og aftur komin helgi. Þessi helgi mun einkennast af mjög andstæðum viðburðum sem eru ekki stuðningsviðburðir því annar þeirra mun reyna að koma í veg fyrir hinn. Um helgina er nefnilega Tour des Chambres þar sem íbúðin okkar mun í einn hálftíma vera full af kátum og ölvuðum Dönum sem munu eflaust rífast um síðasta dropann af íslenska brennivíninu. Hinir hálftímarnir fara í að flakka um allar hinar íbúðirnar á kolleginu þar sem manni verður boðið upp á misjafna gleðidrykki :-) Enn og aftur hlakka ég til að tala bjór-dönskuna mína en vona að hún dugi aðeins lengur heldur en síðast. Hinn viðburðurinn felst í því að slá öll met hvað varðar lærdóm um helgar þar sem pabbi og Marteinn koma hingað á mánudaginn, bækurnar mínar fara upp í hillu og dvelja þar í rúmar 2 vikur. Það er því eins gott að danskan dugi án of margra gleðidrykkja svo ég komi einhverju í verk á sunnudaginn. En getið þið gefið okkur nokkrar góðar hugmyndir um hvernig þema við getum haft í íbúðinni?

Eins og kemur fram að ofan þá redduðu verkfallsenglarnir málunum þar sem verkfalli flugvirkja var frestað um 10 daga. Held samt að við höfum fengið smá hjálp frá Írisi frænku minni þar sem hún hefur gott lag á ýmsum handhægum englum (bílastæða- og verkfallsenglum). Hættan er samt ekki liðin hjá þar sem þeir þurfa að samþykkja einhverja tillögu en mér þykir það álitlegur kostur að pabbi minn strandi hjá mér :-)

Ég er búin að komast að því að það er helmingi auðveldara að hjóla með tónlist í eyrunum! Ég er líka búin að finna mína very own Létt 96.7 (Radio2 98.3) og nú þýt ég um göturnar í mínum eigin heimi ástarsöngva þar sem vindurinn og 18.gírinn eru annaðhvort með mér eða á móti :-) Þetta er reyndar semi-sniðugt þar sem ég heyri ekki jafn vel í flautandi bílum og öllum þeim fjölda sem tekur fram úr mér en þá er bara að halda sér vel hægra megin á hjólastígnum. Ég féll næstum því um koll um daginn þegar skooter þaut allt í einu framúr mér á ofsahraða!!

1.lota kortasamkeppninar er á enda komin og var hún æsispennandi allt fram á lokamínútu. Sá sem sigraði á það fyllilega skilið og fær að verðlaunum út að borða. Lokastaðan var 19-18 og ég tapaði!!! Það var samt alveg þess virði þar sem 19. stjörnukortið var það allra frumlegasta. 19 krakkar í 1.-3. bekk í Laugarnesskóla teiknuðu hver sína stjörnu og er nafnið þeirra ritað fyrir neðan stjörnuna :-) Til hamingju pabbi!

Fyrir helgina mæli ég með laginu Bring me to life með Evanescence sem er titillag myndarinnar Daredevil. Njótið helgarinnar.

 
sunnudagur, október 26, 2003
Þetta hefur verið hinn allra ljúfasti sunnudagur. Í staðinn fyrir að nýta sér það að við græddum einn klukkutíma í nótt og læra þennan aukaklukkutíma þá erum við bara búin að liggja í leti. Horfðum á The Fellowship of the Ring og er ég þá búin að sjá hana 6 sinnum held ég :-) Annars var rosalega gaman í partýinu í gær. Reyndar fékk ég nokkur súper-sterk staup hjá henni Svandísi sem fóru aðeins illa með mig. Það sýndi sig kannski að við erum til í að leggja mikið á okkur til að komast í partý þar sem við vorum 2 tíma á leiðinni í partýið!! Við héldum að lestin til Horsens færi kl. hálf 8 og vorum mætt niður á lestarstöð rétt eftir 7. Þá kom í ljós að lestin fór ekki fyrr en kl. 8. Við vorum því komin til þeirra nákvæmlega 2 tímum eftir að við yfirgáfum Dybbolvej :-)

Á föstudagskvöldið horfðum við á dvd-mynd sem við vorum að kaupa og er þetta ein besta kvikmynd allra tíma. Ég er þá búin að horfa á hana 4 sinnum. Kvikmyndagetraun dagsins felst í því að giska hvaða mynd þetta er, hvað heita aðalleikararnir og nefnið tvær aðrar myndir sem þeir hafa leikið í. Aðalsetning myndarinnar ætti helst að vera einkunnarorð allra en hún hljómar svo "The best thing you'll ever learn is just to love and be loved in return". Þar sem þetta er mjög einfalt eru því miður engin verðlaun í boði nema titillinn "sigurvegari kvikmyndagetraunar Karenínu" :-)

Dröfn vinkona hljóp maraþonið í Washington í dag (eða er kannski að hlaupa núna). Áfram Dröfn! Fyrir þá sem ekki vita þá er maraþon 42 km. þannig að þetta er mikið afrek hjá stelpunni. Þið getið kíkt hér til að sjá hvernig gekk og myndir af dömunni þegar hún kemur í mark.

Flugvirkjar eru ekki vinir mínir og þykjast vera í einhverri pattstöðu.

 
laugardagur, október 25, 2003
Heitt: Pokinn af Þristum sem pabbi Clarence sendi okkur....nammi namm!
Horfa á góða bíómynd undir flísteppi.
Vakna við ilminn af kaffinu sem Grétar er að hella upp á....alveg eins og í auglýsingum!
Bara vika í að ég hitti pabba og Martein og 2 vikur þangað til ég hitti mömmu og Jón.
Bráðspennandi kortasamkeppni.
Partý í kvöld hjá Svandísi og Snorra.
Harry Potter & Lord of the Rings

Kalt: Flugvirkjar sem þykjast ætla að fara í verkfall á þriðjudaginn.
Verkfall flugvirkja sem myndi valda því að pabbi minn kæmist ekki til mín :-(
Grenjandi rigning þegar ég er að hjóla.
Kvef og hor!
Vikuleg verkefni í hagrannsóknum.
Heill laugardagur sem fer í að læra hagrannsóknir.
Þegar ég opna hotmailið og sé að það er enginn póstur.

Í dag útskrifast Ragnhildur vinkona úr Háskóla Íslands með B.Sc. próf í hagfræði. Innilega til hamingju elsku Ragnhildur með áfangann og árangurinn! Góða skemmtun í kvöld :-)

 
mánudagur, október 20, 2003
Skólinn er byrjaður á ný eftir frábært haustfrí. En mikið ofboðslega var erfitt að rífa sig á lappir í morgun til að fara í hagrannsóknir kl.8, þetta var algjör pína! Þó svo að haustfrí eigi eflaust að hafa þau áhrif að maður mæti endurnærður til baka þá finnst mér bara helmingi erfiðara að byrja á öllu aftur, hefur alveg öfug áhrif á mig :-) Æi maður getur verið svo latur stundum! En nú er samt mikilvægt að lesa yfir sig þar sem pabbi og Marteinn koma eftir 2 vikur!! Þegar þeir fara koma mamma og Jón í heimsókn. Yibbee og aftur yibbee! Þá verður sko ekki lært heldur bara knúsast út í eitt :o)

Annars var seinni helmingur frívikunnar mjög þægilegur. Það var bara sofið út alla daga og haft það cozy. Eftir þetta ofurdjamm sem var tekið í Köben ákváðum við hjónaleysin að taka því rólega um helgina. Reyndar fórum við í matarboð til Helgu vinkonu hans Grétars. Það var meiriháttar gaman og kann sú stelpa að elda mun betri mat heldur en ég. Ég kann sko sannarlega að viðurkenna mína veikleika!

Ég er bara full af kvebba! Úff hvað það er vont að vera nebbmæltur :c) Hvað er málið með þessar skyndilegu kvefárásir á mig? Ég fæ ekki kvef í 3 ár og núna herjar það á mig annan hvern mánuð! Það gæti reyndar verið að þetta tengist eitthvað því að ég er farin að hjóla núna við frostmark! Það sem maður leggur á sig til að hreyfa sig og spara strætópening! Mér finnst ég bara vera duglegasta stelpan í Árósum. Reyndar er eins gott að maður hreyfi sig almennilega þessa daga þar sem eldhússkápurinn er sæmilega fullur af íslensku nammi.....

Staðan í hinni geysivinsælu kortasamkeppni hefur heldur betur breyst síðan ég sagði frá síðast. Ég hef sett 14 kort í póstkassann og inn um lúguna mína hafa komið 14 kort! Þannig að pabbi hefur pínulitla yfirburði, demit! Það má hins vegar kenna dönsku póstþjónustunni um hluta af þessari staðreynd þar sem kortin eru greinilega lengur að fara norður heldur en suður =) Það verður samt sem áður ekki alslæmt þó ég tapi samkeppninni þar sem Grétar fékk þá snilldarhugmynd að hengja upp kortin frá pabba inn í svefnherbergi. Hann er nefnilega með mjög flott stjörnuþema þar sem fjöldi stjarna á kortinu segir til um fjölda korta. Ef ég tapa og verð að bjóða pabba út að borða má líta á það sem fjárfestingu í fallegu málverki. Stjörnurnar lýsa upp svefnherbergið líkt og þær gera við næturhúmið á vetrarnóttu.

 
miðvikudagur, október 15, 2003
Í tilefni af því að það er fimmtudagur á morgun og ég hef ekki lesið eina blaðsíðu síðan Kartöflufríið byrjaði er best að blogga um bestu Köben-helgi í heimi! Fyrst vil ég óska öllum þeim sem tóku litaprófið hér að neðan til hamingju með hversu frábærir persónuleikar þau eru, ég þekki greinilega bara yndislegt fólk :-)

Föstudagur: Við mættum til Köben í hádeginu á föstudaginn og fórum auðvitað strax á Strikið og settumst á kaffihús. Þetta var frekar fyndið þar sem við sátum í glugga þannig að við gátum horft út á mannlífið á Strikinu og fólk starði til baka á okkur eins og við værum gínur! Við ætluðum að sitja þarna þangað til að Íris, Axel og co. myndu labba framhjá. Við hugsuðum sem svo að þau hlytu bara að vera á Strikinu eins og sönnum túristum sæmir þannig að ef við myndum stara nógu lengi á fólkið þá myndum við finna þau. Eftir smá stund vorum við búin að steingleyma planinu vegna þess hvað við töluðum mikið saman (gátum ekkert talað í lestinni). Allt í einu litum við út um gluggann og þar stóðu Axel og Gylfi og vinkuðu okkur og hlógu. Þeir fundu þá okkur sitjandi í einhverjum glugga! Við hittum síðan allan hópinn á Dubliner. Það var meiriháttar að hitta þau! Við kíktum upp á Plaza hótel þar sem þau gistu og gaf Íris okkur íslenskt nammi og íslenskt brennivín (ætlum að gefa Dönunum á kolleginu að smakka í Tour de Chambres 1. nóv!) Einnig fékk ég pakka frá ömmu Beggu sem innihélt rosalega flottan svartan bol með íslenska skjaldarmerkinu. Takk elsku besta amma og elsku besta Íris og Gylfi. Um kvöldið voru þau svo yndisleg að bjóða okkur út að borða á grand franskan veitingastað. Ástarþakkir fyrir okkur, kvöldið var meiriháttar! Eftir matinn var litið inn á málverkasýningu hjá Sossu og nú veit ég hvað mig langar í jólagjöf :-) Ásamt Beggu frænku var stefnan tekin á geggjaðan kokkteilbar þar sem við hittum Odense-skötuhjúin Fríðu og Binna. Súper-dejligt að hitta þau. Eftir ljúffengan Strawberry-Daiquiri kokkteil og erfiðleika við að feta okkur um á þessum undarlega stað (það voru fjalir og sandur á gólfinu!) fórum við á annan stað og síðan heim á leið í næturstrætó.

Laugardagur: Eftir óralanga leit að stað til að horfa á landsleikinn enduðum við ásamt Írisi og co. á kollegi í Herlef ásamt hundrað Íslendingum að horfa á leikinn. Helvítis heimadómari!! Það skemmtilegasta við leikinn var að þar hittum við Magga og Fríðu!! Þetta er svo lítið land :-) Eftir leikinn fórum við með Magga og Fríðu út að borða á ítalska veitingastaðinn hennar Beggu....ofurcozy staður! Síðan var Köben-djammið tekið. Við hittum Beggu og Önnu vinkonu hennar eftir matinn og byrjuðum á nokkrum kokkteilum á strandstaðnum. Síðan fórum við á Sítrónuclub (staðurinn hét Lemon) þar sem við létum freistast af auglýsingu þar sem á stóð "gratis øl" og "fri entré". Það vildi svo vel til að staðurinn var alveg meiriháttar! Það var nefnilega hægt að kaupa 12 skot á 100 kr.!! Þvílík snilld fyrir Karenínu! Ég kom því að sjálfsögðu til leiðar að það yrði staupkeppni (6 skot á mann) þar sem við frænkurnar rústuðum keppninni!! Það var drukkið, hlegið, drukkið og dansað alveg fram á rauða nótt. Ég hef ekki skemmt sér svona vel í háa herrans tíð. Ég hló mig máttlausa að því hvað litla frænka mín getur verið létt-bilalin á djamminu (biluð og galin í einu orði) :-) Kvöldið var sem sagt ofurskemmtilegt og get ég ekki beðið eftir því að djamma aftur með Önnu, Beggu, Magga og Fríðu.....Takk fyrir okkur!

Sunnudagur: Úff hvað við vöknuðum kát í dag he he. Drösluðum okkur niður á Strik og beint á kaffihús að sjálfsögðu, hvað annað? Eftir að hafa kvatt Írisi, Axel og friends með tárum hittum við Beggu, Önnu, Binna og Fríðu og fengum við okkur Burger King sem var viðbjóðslegur! Um kvöldið fórum við á Bad Boys 2 sem var fín en aðeins of mikið af einhverju ógeði takk fyrir. Ætli siðferðiskenndin hafi eitthvað aukist með aldrinum?

Mánudagur: Eftir að hafa sofið forever hittum við Birgi og Önnu í bænum og fórum að sjálfsögðu beint á kaffihús á Strikinu :-) Síðan var farið á McDonalds þar sem we said good-bye eftir yndislega helgi. Um kvöldið var síðan lestin tekin heim, enn og aftur í hvileplads! Mig langar að þakka Láru Kristínu og Palla fyrir gistinguna í Köben, það fór rosalega vel um okkur :o)

Til hamingju elsku Biggi, Ingibjörg og Birkir Snær með skírnina! Litli prinsinn fékk hið fallega nafn Birkir Snær Brynleifsson og getið þið kíkt á sætasta strákinn í Vesturbænum hér til hægri. Ég hef einnig bætt við linkum á bloggið hans Gumma Björns UK-peyja, blogg Önnu Keflavíkurpíu og heimasíðu Írisar bestu frænku. Njótið nú lok vikunnar gott fólk og eigið frábæra helgi.... ;)

 
fimmtudagur, október 09, 2003
Góðan fimmtudag gott fólk! Hér er helgarkveðja í boði Karenar. Ég á eftir að fara í einn tíma í hagrannsóknum og svo er komið vikufrí yoohoo! Fríið byrjar mjög skemmtilega þar sem við Grétar erum að fara hitta Birgi Stefáns og Önnu kærustu hans í kvöld. Ég og Biggi unnum saman í Búnaðarbankanum sumarið 2001 og hann var einnig með Grétari í viðskiptafræði heima. Þannig að við ætlum að hittast og bralla eitthvað skemmtilegt saman í kvöld. Svo gæti verið að við hittumst aftur í Köben um helgina þar sem Anna er mjög góð vinkona Beggu frænku! Litla Ísland er svei mér lítið land! Svo er bara lestin til Köben kl. 8 í fyrramálið. Til þess að fá sæti á reyklausu svæði í lestinni þá þurftum við að panta sæti í svokölluðu "hvileplads" þar sem má ekki tala saman! Frekar fyndið.....en ég get vel sloppið við að tala við Grétar í 3 tíma. Úff loksins smá þögn! :-) Nei grín, held þetta verði mjög erfitt fyrir málglöðu Karenínu og ég er því búin að plana að vera með skrifblokk og skrifa allt sem ég þarf að segja við hann. Guð hvað mín verður orðin þreytt í hendinni eftir 3 tíma skrif-samtal ;-)

Í tilefni þess að helgin er að koma læt ég fylgja með smá persónuleikapróf fyrir ykkur góðir lesendur. Þetta er mjög sniðugt LITAPRÓFsem svarar öllum ykkur spurningum um ykkur sjálf! Niðurstöður um mig eru svohljóðandi :-)

You make sure that your financial decisions are safe and secure. You are wary of taking risks and are overly cautious that tends to let golden opportunities slip from your grasp!
Preferring a more casual appearance, you are more comfortable in jeans and a t-shirt than in a suit. You don't like over dressing for any occasion, although you never look scruffy.
You are aggressive in business, but tend to take the backseat when it comes to your personal life. You are more comfortable talking about work than relationships.
You are a very practical person. It's more important to you that the things you own are useful, rather than nice to look at.
You are very sociable! You are the center of attention and have great stories to tell. But this often prevents from establishing deep relationships.
You are a good listener, a generous and sympathetic person. You are an important part of your circle of friends, and offer a bright outlook to any situation. However, you can be easily persuaded by others.

Bara nokkuð nákvæmt! Hvað segir prófið um ykkur? Góða helgi og passið ykkur á bílunum!

 
mánudagur, október 06, 2003
Þvílíkur kraftur í manni á mánudagsmorgni! Hjólaði í skólann rétt fyrir kl.8 í morgun í 5 stiga hita, brrr! Hjólaði svo heim eftir tímann og mun hjóla aftur í tíma kl.2. Uss hvað maður er á leiðinni að fá kvef. Annars var helgin alveg fín enda var fyrsta partýið hér á kolleginu. Það borðuðu allir saman áður en partýið hófst og síðan var bjórinn teigaður! Þetta var mjög gaman og maður reyndi eftir bestu getu að babla einhverja vitleysu á dönsku. Ég drakk bjórinn hins vegar aðeins of hratt í þeirri von að áfengismagnið myndi liðka aðeins um danska málbeinið mitt. Endaði hins vegar ekki svo vel þar sem mín er greinilega ekki með of mikið úthald hérna í Arhus :-/ En það eru alveg frábærir krakkar sem búa hérna með okkur og nokkrir alveg nett ruglaðir. Grétar búin að finna sér sína líka :-)

Gleðifréttirnar í dag eru þær að haustfríið byrjar næsta fimmtudag. Ég verð í fríi frá 10.-20. október, þvílíkur lúxus! Við ætlum að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn og verðum þar yfir helgina. Rúmlega þriðjungur föðurfjölskyldu minnar (Axel, Þórunn, Íris og Gylfi) verða í Köben um helgina og hlakka ég endalaust mikið til að hitta þau, enda algjörir meistarar þar á ferð. Svo er hún Begga frænka að stúdera tannlækninn þar þannig að það verður bara allsherjar family reunion næstu helgi, júhú!

Elsku Marteinn skápabbi minn á afmæli í dag og er hann hinn mesti og besti snillingur. MBL hefur hárrétt fyrir sér þar sem Marteinn bætir líf okkar Grétars á hverjum degi og oft á dag! Til hamingju með afmælið og vonandi áttu frábæran dag ;c)

Afmælisbarn dagsins: Þú hefur háleit markmið og vilt bæta líf þitt og þinna nánustu. Um leið ert þú með báða fætur á jörðinni. Þú munt ávallt eiga góða vini. Næsta ár býður upp á ýmsa möguleika, sem leiða munu í nýjar áttir.

Ég vona að vikan byrji dásamlega hjá ykkur öllum :-)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009