My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

mánudagur, apríl 26, 2004
Múhahaha aftur kominn mánudagur. Helgin var róleg, bara lærdómur og sjónvarpsgláp, mjög nice. Monday-news I: ég er komin með vinnu í sumar! Fékk vinnu á elliheimili hér í grenndinni (er 4 mín að hjóla þangað). Verð að viðurkenna að ég var mjög stolt og montin þegar yfirmaðurinn hringdi í mig þar sem þetta var fyrsta atvinnuviðtalið sem ég fór í hérna og bara fyrsta sinn sem ég fer í atvinnuviðtal á erlendu tungumáli :c) Þetta er reyndar ekki mjög mikil vinna en það er akkúrat það sem ég vildi, geta unnið aðeins og líka tekið sumarfrí til að njóta góða veðursins á ströndinni. Ströndin er einmitt rétt hjá okkur ;-) Ég gæti reyndar þurft að vinna meira ef það verða veikindi og svoleiðis, þá er hringt í mig og ég fer ef ég get. Svo get ég líka unnið þarna með skólanum næsta vetur ef ég hef tíma. En ég er mjög ánægð með þetta, held þetta verði krefjandi þar sem ég hef aldrei unnið við þetta áður, gefandi og alveg brilliant upp á dönskuna. Kvíði samt aðeins fyrir líka, úff gamalt fólk að reyna að skilja dönskuna mína....

Monday news II: þetta er ótrúlega lítill heimur! Ég horfði á þátt í "America's Next Top Model 2" í síðustu viku og viti menn, ein af stelpunum sem voru valdar til að taka þátt er gömul vinkona mín síðan ég bjó í Bandaríkjunum. April Wilkins var með mér í bekk fyrir 12-13 árum síðan og við vorum í sama vinahópi. Ég fékk áfall þegar ég sá hana á skjánum! Mjög skemmtilegt og frekar ótrúlegt miðað við mannfjöldann í USA og fjölda stelpna sem sækja um að fara í þennan þátt.

Þeir sem eru í prófum eða verkefnum, gangi ykkur vel að læra! Gleðilegt sumar allir og takk fyrir veturinn c"*)

 
mánudagur, apríl 19, 2004
Mánudagur til mæðu. Nei nei hvaða neikvæðni er þetta, bara 4 dagar fram að helgi, he he. Helgin var mjög fín, var ekki nógu dugleg að læra. Það er allt of erfitt að koma sér af stað aftur eftir allan gauraganginn um páskana. En nú verður maður bara að spýta í lófana, mikill lestur og verkefnavinna framundan. Prófin byrja reyndar ekki fyrr en um miðjan júní. Ég og Tjörvi bekkjarbróðir minn þurfum samt að skila langri ritgerð í lok maí, úff púff.

Fór í stelpupartý hjá Sölku á laugardaginn, alveg frábært. Gaman að hitta svona margar hressar stelpur og æðislegar veitingar, takk fyrir mig! Eftir partýið fór ég heim en þar var bretinn okkar á kolleginu með afmæli niðrí fællesrumi. Kíkti þangað og bullaði aðeins í strákunum á dönsku, ble ble. Sagði þeim m.a. Tiger söguna hans Grétars. Holger sagði að hún væri "årets bedste historie". Það vildi líka svo vel til að Grétar var einmitt í Tiger sokkunum sínum og gat sýnt þeim klærnar ha ha.

Ég er að fara að skipta um símafyrirtæki og símanúmer. Aðallega út af því að hjá Telmore kostar 40 ISK að senda sms til Íslands en hjá Sonofon kostar það sama og að senda í dönsk númer, þvílíkur lúxus. Nú get ég loksins farið að dæla sms-um á heimafólkið. Hvernig þrífst þessi verðmunur á samkeppnismarkaði??!! Önnur ástæða er sú að ég hef verið að fá undarleg sms frá einhverjum dönskum strákum, veit ekkert hverjir þeir eru. Hvað er með áreitið hérna í Baunalandi, kræst! Þeir eru samt kannski bara með skakkt númer. Einn þeirra talaði inn á talhólfið mitt um helgina, hljómaði eins og 15 ára smápeyji. Þegar vinir okkar á kolleginu fréttu af þessu brjáluðust þeir og byrjuðu allir að kreppa hnefana, mjög fyndið. Þeir tóku niður númerin og ætluðu að hafa upp á þessum gæjum og "banka" aðeins á þá. Ég vona nú að þeir hafi ekki gert neitt heimskulegt :-) Adios mes amigos.

 
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Vá það eru 2 vikur síðan ég bloggaði! En ég er ekki af baki bloggsins dottin, ónei bara búin að vera fröken gestgjafi síðustu vikur. En það má með sanni segja að þetta var skemmtilegasta páskafrí af þeim 23 páskum sem ég hef lifað. Sigþór og Aðalheiður gistu eina nótt hjá okkur helgina fyrir páska. Það var mikið stuð á okkur, endalaust verið að grrrííínast! Frábært að sjá þau og fínu bumbuna þar sem Sigþórsdóttir dvelur fram í júlí. 15 mínútum eftir að þau kvöddu birtust Binni og Fríða. Þau kíktu í stutta heimsókn og var líka meiriháttar að sjá þau.

Jæja svo komu pabbi og amma Begga á þriðjudeginum fyrir páska, Begga frænka og hennar gæji Pétur komu á miðvikudaginn og mamma, Jón og Harpa Rún komu á föstudaginn langa. Wow man hvað var gaman! Í stuttu máli fórum við (mismunandi samsetningar af fólki) í Den Gamle By, Aros myndlistasafnið, tvisvar í Tivolíið, í bæinn, í mollið, út að borða, á kaffihús, í heimsóknir og borðuðum góðan MAT! Páskamaturinn var snæddur niðrí fællesrummi, 11 fullorðnir og 2 börn. Vó hef aldrei haft svona marga í mat, uhumm enda eldaði ég ekki :0) Þetta heppnaðist allt svo vel og var yndislegt. Nú eru allir farnir og þvílíkt tómlegt í kotinu, sniff sniff. En ört hlýnandi veður, sól á hverjum degi, nóg af lærdómi og Arhus-vinir koma manni fljótt í gang aftur eftir fríið. Ástarþakkir til allra fyrir komuna og fyrir okkur!

PS. Stelpurnar unnu kvikmyndagetraunina á Tour des Chambres sem var alveg geggjað partý. Danskan mín fór ört versnandi eftir því sem prómílmagnið í blóðinu jókst...."jeg har små bener" þýðir ekki "ég er smábeinótt" og "jeg har en samvittighed" þýðir ekki "ég er með samviskubit". Man þetta næst.

PSS. Í tívolíinu hittum við Jóakim prins og Alexöndru prinsessu, stukkum næstum því úr einu tækinu til að hlaupa á eftir kóngafólkinu! Varð fyrir þvílíkum vonbrigðum þegar ég sá hvergi krónprinsinn og Mary.... ;)

 
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Í gær hjólaði ég niður í bæ. Brunaði niður bröttu brekkuna með dúndrandi tónlist í eyrunum, sólina í hnakkanum og hlýjan vindinn í vanganum, á leið í klippingu og strípur. Er ég einföld sál að gleðjast þvílíkt yfir slíkri hjólaferð? Anna Heiða vinkona þyrfti eiginlega að svara þessari spurningu þar sem það hefur verið mikil ádeila okkar á milli undanfarin ár um hvort ég sé einfaldur eða flókinn karakter. Ég vil sem sagt meina að ég sé einstaklega flókin og óútreiknanleg persóna.

Næsta laugardag er Tour des Chambres=herbergjaflakkpartý. Við hlökkum mikið til og erum að spá í að gefa Dönunum smá innsýn inn í skemmtanagleði Kóps og hafa kvikmyndagetraun. Einhverjar hugmyndir að góðum setningum? Verður að vera eitthvað einfalt, þessir Danir ekki nógu duglegir að glápa á bíómyndir.

Á sunnudaginn koma síðan Sigþór og Aðalheiður vinir okkar og vígja þar með páskaheimsóknirnar miklu. Þau gista reyndar bara í eina nótt hjá okkur en það verður frábært að sjá þau. Ég er reyndar ekki komin í páskafrí eins og Grétar, skóli á morgun og mánudag, demit!

Búin að vera pínu slöpp í dag þannig að ég ákvað að hita mér kaffi með kakó og rjóma útí. Nammi namm, er að spá í að opna kaffihúsið "Karenína í ögri - swiss mokka á 100 kr."

Datt í hug að hætta að blogga. Fæ svo sjaldan e-mail að það er orðið hálfneyðarlegt að fara inn á póstinn minn. Finnst inboxið nánast hlæja að mér öll þessi skipti sem ég sé "0 new mails". Flest e-mail eru ljóðin frá pabba og frá fólki sem les ekki bloggið. Svo eru auðvitað einhverjar undantekningar, þið takið það til ykkar sem eigið :-). Email-killer þetta blogg.

Góða helgi og knús frá Arhus c"*)

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009