My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

þriðjudagur, febrúar 22, 2005
MILANO

Á morgun hefst ferðalagið, tek lestina til Köben og hitti þar Beggu og Pétur, þau eru svo yndisleg að leyfa mér að gista hjá þeim eina nótt. Verður frábært að sjá þau skötuhjú. Svo er það bara -prego prego- og -bella bella- og -bonjourno Italiano fuzball drenge- :c) Við mætum hver af annarri á fimmtudaginn, fyrst Anna Heiða, svo Karenína, Hanna Valdís og Sara. Það verður ansi líflegt í íbúðinni hennar Drafnar! Nú er bara að byrja að pakka við undirleik Beyoncé & Britney (ómissandi þegar maður pakkar ofan í tösku tíhí). Hlakka til að sjá ykkur skvísur og góða ferð =)

Síðasta helgi var frábær. Stelpupartý hjá Helgu Björt á föstudaginn sem var meiriháttar, takk fyrir mig Helga mín =)Mikið chattað og hlegið. Svo var bara afslöppun og cozyheit það sem eftir lifði helgarinnar. Er alveg niðursokkin í Angels&Demons eftir Dan Brown, alveg svakaleg bók, varla hægt að leggja hana frá sér! Posted by Hello

 
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Vika í bella Italia

Já bara vika í Milano, er ekki að trúa að það fari að koma að þessu. Er byrjuð að dreyma svona stress drauma af mér að missa af lestinni eða flugvélinni. Dreymi alltaf svona þegar ég hlakka úbermikið til einhvers. Fyrir tvítugsafmælið mitt t.d. dreymdi mig stöðugt drauma eins og ég hefði mætt í gatslitnum kjól, eða mætt 3 klst of seint í mitt eigið afmæli, eða einfaldlega gleymt yfirhöfuð að mæta af því ég hefði gefið fólki ranga dagsetningu. Æi þið þekkið þessar paranoid týpur ;c)

Í vikunni höfum við annars aðallega verið að njóta þess að hafa bíl, heimsóttum Maríu og Pálmar á mánudag. Frábært að sjá þau og sæta prinsinn Þorberg Frey. Í gær kíktum við svo til Tjörva og Önnu, alveg meiriháttar gaman. Annað kvöld er ég á leiðinni í stelpugeim hjá Helgu Björt.....bíllinn mun alveg örugglega hvergi koma við sögu þar ;c) Enn og aftur takk fyrir lánið á bílnum Tóta&Gummi!!

Læt annars fylgja með mynd af Jedúddamíu sætu sem er flutt á Hlemm ásamt pabba og Marteini. Mikið ætla ég að knúsa hana þegar við komum heim um páskana, held hún sé búin að sakna mín þvílíkt hehe. By the way við settum lykilorð á myndaalbúmin, hef örugglega gleymt að segja einhverjum frá því, sendið bara mail eða kommentið ef ykkur vantar það. Góða helgi og knúúúzzz til ykkar. Posted by Hello

 
mánudagur, febrúar 14, 2005
Fríið búið
Nú er eins gott að maður drattist upp af afturendanum og fari að gera eitthvað af viti. Það er alveg stórhættulegt að það sé ekkert deadline á þessari mastersritgerð - engin tímapressa! Aldrei að vanmeta tímapressu, nauðsynleg til að stressa mann af stað. Annars ekki hægt að segja annað en að við höfum nýtt tímann að undanförnu til að hitta vini - sem er auðvitað langskemmtilegasti tímaþjófurinn ;c) Biggi eyjapeyjinn okkar kom í mat í síðustu viku, frábært kvöld þar sem nokkur round í Friends spilinu voru tekin. Svo buðu Inga og Árni okkur í brunch á föstudaginn, alveg meiriháttar! Namm hvað var margt gómsætt á boðstólnum, takk fyrir okkur! Við skötuhjúin kíktum svo í stuttan Fredagsbar seinna um daginn með bekkjarbræðrum mínum.

Helgin var svo frekar róleg, kíktum til Ingu og Árna og horfðum á dönsku forkeppnina fyrir Eurovision. Mjög gaman og langbesta lagið komst áfram (reyndar voru flest lögin glötuð). Annars erum við með bíl Tótu og Gumma í láni þessa dagana á meðan þau eru á Íslandi, algjört æði að vera á bíl:c) Týpískt samt um leið og við fengum bílinn þá kom heavy snjókoma! Aldrei verið svona mikill vetur hérna síðan við fluttum hingað. Mikið er ég heppin að Grétari finnst svona gaman að skafa hehe ;-)

 
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Myndir

Komnar inn myndir frá síðustu helgi - enjoy kids. Svo er hérna smá glaðningur frá mér til ykkar, smellið hérna :c) Muna að kveikja á hátölurum. Over and out. Posted by Hello

 
mánudagur, febrúar 07, 2005
Helgin

Frábær helgi liðin þar sem við vorum stríðshetjur annan daginn og kóngafólk hinn daginn. Fórum í paint ball með hópi af fólki á föstudaginn í tilefni af afmælinu hans Tods. Það var meiriháttar gaman. Um kvöldið var svo farið út að borða á Ítalíu. Á laugardaginn var svo prinsessupartý á kolleginu, svaka stemning. Setjum inn myndir frá helginni fljótlega. Erum sem stendur að reyna að kaupa miða á U2 tónleika - gjörsamlega vonlaust case.

Nú eru bara 17 dagar þangað til ég fer til Milano að hitta stelpurnar mínar :c) Ætlum fjórar skvísur að heimsækja Dröfn, get bara ekki beðið. Þá mun ég í alvörunni fara "út að borða á Ítalíu". Posted by Hello

 
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Smoochie smooch

Já ég er löt í dag og alla aðra daga. Hvað gerist eiginlega í heilanum þegar maður klárar próf - allt í einu hef ég ekki einu sinni orku til að búa um rúmið man o man. Ég er ekki einu sinni byrjuð á Angels & Demons bókinni og öllum Economist blöðunum sem bíða eftir mér. Jæja ætli ég verði ekki að bíða eftir að fá algjört ógeð á aðgerðaleysinu, sjónvarpsglápinu og svefni hinna saklausu áður en ég kemst aftur í gírinn.

Síðasta helgi var alveg brilliant. Þvílík handbolta-og-matarveisla hjá Tjörva & Önnu á föstudaginn, takk fyrir okkur! Á laugardaginn hittum við Bigga & Dagbjörtu í bænum - fengum okkur kaffi og dýrindis belgískar vöfflur nammi namm. Um kvöldið var mexikano matarboð hjá Tótu & Gumma, mmmmm kærar þakkir fyrir okkur! Þetta var nú meira lostætið. Svo var að sjálfsögðu tekið Friends spil og ég þurfti m.a. að leika Phoebe að kyssa Gunther! :c)

Í gær kíktum við aðeins á útsölur, verslunaróði kærasti minn keypti 6 boli og eina peysu! Hittum svo Ingu og Árna og kíktum glorhungruð á Pizza Hut. Ákváðum svo að kíkja á Café Karenína (þar sem Grétar sæti þjónninn býr til kaffi og Karen býður uppá karamellu síróp). Að sjálfsögðu var líka tekið eitt Friends round - rosa gaman.

Tvær spurningar fyrir ykkur snúllurnar mínar:
1) Hvernig á prinsessu búningurinn minn að vera fyrir grímupartýið næstu helgi? Ætlaði mögulega að leigja búning en nei...það kostar bara morðfjár! Stelpurnar eiga sem sagt að vera prinsessur af því að Mary krónprinsessa á afmæli á laugardaginn hehe
2) Um hvað á ég að skrifa í mastersritgerðinni? Komið nú með nokkur juicy viðfangsefni takk ;c) Posted by Hello

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009