My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, febrúar 27, 2004
Þessi vika getur nú varla orðið betri. Við erum búin að vera að bíða spennt eftir því að fá Rannveigu til okkar og nú er biðin loks á enda. Á þriðjudaginn fór ég reyndar og hitti lunch saumaklúbbinn minn. Það var frábært að hitta þær stöllur og mikið kjaftað og hlegið. Svo í gær eftir mjög mikið óhappakvöld þar sem Grétar brenndi sig allsvakalega á bökunarplötu og ég flaug á hausinn í hálkunni birtist Rannveig á lestarstöðinni, mikil gleði að sjá mína! Við vorum frekar lurkum lamin að taka á móti henni, Grétar með tvöfaldan lófa og ég aum í bakinu eftir að hafa steinlegið í götunni. Það var frábært að sjá skvísuna og hún búin að bralla ýmislegt með okkur í dag. Góða helgi!

 
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Jæja er milli fyrirlestra í skólanum...best að hanga á netinu og gera nokkrar kannanir :-)

HASH(0x8924fe0)
Protector


The ULTIMATE personality test
brought to you by Quizilla


You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizillacreate your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Jæja þar hafið þið það, niðurstöður dagsins. Chiao mes amigos!

 
mánudagur, febrúar 23, 2004
Er líf eftir Harry Potter og Fönixregluna? Ólíkt svarinu við sömu Lord of the Rings spurningu þá eru svo sannarlega tvær bækur eftir. Þær ættu að vera samtals rúmlega 2000 bls. miðað við hvað hún vinkona mín J.K. Rowling hefur verið dugleg að lengja bækurnar. Strákurinn lifði af í þetta sinn, svo sem ekki við öðru að búast, annars væri nú frekar erfitt að skrifa síðustu 2 bækurnar :-) Þannig að nú er víst bara að einbeita sér að náminu fram að næstu galdratörn.

Helgin var súpergóð. Bæði partý og rólegheit. Það var rosalega gaman í afmælinu hennar Helgu, mikið spjallað, borðað og drukkið. Til hamingju með afmælið Helga mín og takk fyrir okkur! Svo var bara afslöppun fyrir framan 2 fínar bíómyndir á laugardagskvöldið. I love my TV!

Nú styttist heldur betur í Rannveigu mína. Hún mætir galvösk til Arhus næsta fimmtudag og hlökkum við mikið til að sjá skvísuna. Hún er fyrsti skilgreindi vinurinn/vinkonan sem mætir til okkar og á mikinn heiður skilið fyrir það. Það verður heldur betur gaman um helgina, mikil afslöppun, mikið búðarráp og mikið chat á kaffihúsum. Enda er ég að endurheimta yndislega íslenska kaffihúsavinkonu. Það má því búast við að met verði sett í kaffihúsaferðum, 10 sinnum á dag!

Jæja nú er ég farin að sofa....knús til ykkar allra!

 
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Það er heldur betur búið að vera mikið um að vera á síðustu dögum. Félagslífið í Árósum ákvað skyndilega að taka heljarstökk og allt í sömu vikunni. Síðastliðin fimmtudag fór ég bæði út að borða og í matarboð, það er ekki oft sem það gerist sama dag. Í hádeginu fór ég á Ítalíu með Eddu, Maríu og Tótu. María (unnusta Pálmars sem er með Grétari í skólanum) hringdi í mig og bauð mér með í þennan lunch-saumaklúbb. Það var alveg frábært að hitta þær og geta loksins stelpu-chattað almennilega hér í Arhus :c) Um kvöldið fóru síðan ég og Bjarki í kínverskan mat til Kínverjans Zhu sem var með okkur krökkunum í hóp í hagrannsóknum fyrir jól. Málið er að Zhu talar ekki mjög góða ensku og gat því tekið mjög takmarkaðan þátt í heimaprófinu í desember. Hann vildi endilega bæta okkur þetta upp með því að bjóða okkur í mat. Þetta var hið bráðskemmtilegasta kvöld og ekki verra að fá ekta kínverskan mat en ekki alltaf hina vestrænu útgáfu af honum.

Helgin hófst síðan á afmælispartý hjá Sverri (vinur Grétars úr skólanum). Það var mjög gaman í partýinu og hægt að skeggræða málin við Íslendinga, Bandaríkjamenn, Rússa og fleiri þjóðerni. Þetta var nefnilega double partý og hitt afmælisbarnið ákaflega hress Bandaríkjamaður sem átti fullt af rússneskum vinum. Laugardagskvöldið var svo startsemesterfest hér á kolleginu. Það var alveg rífandi snilld og skemmtilegasta djamm ársins so far. Í annað skiptið í röð á þessu ári mættum við Grétar í grímupartý án þess að vera í grímubúningi en í þetta skipti var það af því við vissum ekki að þetta var grímupartý!! Ég meina það sko....þið hefðuð átt að sjá svipinn á okkur þegar við mættum sjóræninga, lækni og viðgerðarmanni er við komum í partýið. Karenína var nú fljót að stökkva upp og klæða sig í fótboltabúning af Grétari! Danska landsliðsbolinn, hvítar stuttbuxur og hnéháa sokka....mega flott! Ég þóttist bara vera kven-útgáfan af Jóni Dahl Tómassyni :c) Partýið var alveg frábært og þar sem Breti og japönsk kærasta hans eru nýflutt á kollegið var enska og danska töluð í bland. Ég var orðin svo ringluð undir lokin að ein setning innihélt allt í senn, dönsku íslensku og ensku. Eins og sannri fótboltakonu sæmir spilaði ég nokkra leiki í fótboltaspilinu and kicked ass (Grétar's ass) he he. Get ekki sagt hið sama um borðtennisleikina enda vorum við 5 að spila og hlupum í kringum borðtennisborðið á meðan á leiknum stóð.

Í lokinn langar mig að benda á að elsku frænka mín hún Erla Dögg er komin í hóp bloggara og mæli ég eindregið með að fólk kíki á glæsilegu síðuna hennar. Vonandi eigið þið súper viku!

 
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Eftir vægast sagt meiriháttar og stórskemmtilega helgi neyðist maður víst til að taka upp nýkeyptar/lánaðar skruddur. Strax komin eftir á um nokkur hundruð bls. og bara ein vika liðin af skólanum. Þannig að nú verð ég einfaldlega að lesa einn kafla í hagrannsóknum, einn kafla í Harry Potter, einn kafla í þróunarhagfræði, einn kafla í Harry Potter...o.s.frv. Annars er febrúar alveg að slá í gegn :c) Næstu helgar eru fullbókaðar af skemmtilegu djammi og nú eru bara rúmar 2 vikur í að Rannveig komi til okkar. Talandi um þá merkiskonu þá á hún Rannveig einmitt afmæli í dag. Til hamingju elsku krúsin mín! Vonandi áttu yndislegan dag og gangi þér vel að undirbúa veisluna næstu helgi. Svo er aðalafmælishátíðin í Árósum í lok mánaðarins! Stjörnuspá dagsins á vel við Rannveigu mína þó ég viti ekki alveg hvað hún á að binda enda á þetta árið....híhí

Afmælisbarn dagsins: Þú hefur sjálfstraust og það er öðrum hvatning til að treysta þér. Þú hefur sterka ábyrgðartilfinningu. Á árinu, sem er í vændum, munt þú binda enda á mikilvægan kafla í lífi þínu.

Vorum að setja inn myndir frá jólafríinu og heimsókn síðustu helgar.

 
laugardagur, febrúar 07, 2004
Hér í Árósum er bara gaman gaman!! Það er alveg frábært að hafa svona skemmtilega gesti. Mig langar einmitt að nota tækifærið og óska Áslaugu Hörpu innilega til hamingju með afmælið. Það vill svo til að Áslaug situr við hliðina á mér og finnst voða gaman að eiga afmæli í Árósum hjá stóra bróður og stóru mágkonu. Hér höfum við haft það hyggeligt og verslað út í eitt. Ég er alltaf að verða betri og betri í að versla og er alveg að venjast þessu :-) Nú erum við á leiðinni út að borða og á eitthvað útstáelsi til að halda meira upp á daginn. Vona að allir séu að njóta helgarinnar.

PS. Var að bæta við link inn á heimasíðuna hennar Hörpu litlu systur sem by the way sigraði í ræðukeppni um daginn og var valinn ræðumaður kvöldsins. Til hamingju!

 
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Um síðustu helgi var próflokum heldur betur fagnað. Föstudagskvöldið var alveg meiriháttar og ég hef ekki skemmt mér svona ærlega lengi. Eftir dýrindis kvöldverð og nóg af bjór heima hjá Bjarka fórum við "strákarnir" á Social Club og þar var Tequila staupað fram á nótt. Ég endurheimti stauptitilinn sem leiddi til þess að ég varð alveg crazzzzzy á dansgólfinu m.a. við lag Whitney Houston's "I wanna dance with somebody" !! Þetta var frekar fyndið, ég og Whitney bara áttum dansgólfið :-) Á laugardaginn var haldið til Odense í afmælið hans Binna. Þar voru fyndnar fígúrur þar sem þetta var grímu-afmæli. Ég var reyndar bara "normal Karenína" þar sem ég hafði engan tíma til að huga að grímubúningi vegna prófa. Afmælið var skemmtilegt, sérstaklega þar sem ég hélt áfram minni ágætis iðju að skora á mann og annan í Fuzball. Þar stóð Karen alveg brjáluð í hvert skipti sem boltinn skoppaðist framhjá dóta-markverðinum.

Ég byrjaði á Harry Potter og Fönixreglunni fyrir nokkrum dögum síðan og var hún að sjálfsögðu orðin ofur-spennandi á bls. 3. Ekki við öðru að búast af Rowling vinkonu minni. Eini gallinn er að ég var að byrja í draumakúrsinum mínum, námskeið sem ég hef beðið eftir í 4 ár, þróunarhagfræði! Ég keypti bókina í dag og hún er nákvæmlega jafnlöng og Potter, 800 bls. Nú get ég engan veginn ákveðið hvora ég á að lesa. Ha ha loksins orðin hagfræðinörd :c)

Á morgun fáum við gesti og þessa líka yndislegu gesti, Axelsdætur og Ingólfsson mæta á svæðið og hlökkum við AGALEGA mikið til að sjá þau. Alltaf gaman að sýna fólki litla sæta kotið okkar. Jæja ungi galdramaðurinn kallar á mig. Farvel !!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009