My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

sunnudagur, maí 30, 2004
Víhú jíhú búin að bóka ferð til Keflavíkur 22.ágúst :c) Þið megið byrja að plana djamm og meira djamm,kaffihúsaferðir og fleiri kaffihúsaferðir.

Læri læri kæri færi, já nú er bara lesið allan daginn og þannig verður það næstu 30 daga. Mjög spennandi eða hitt þó heldur, þið megið því vænta þess að bloggið verði þunglamalegt. Karenína furðar sig á þeirri þjóð sem hefur próftímabil í júní, þetta eru bara plebbar sem skilja ekki nógu vel dásemdir sumarhitans. En Pollýannan í henni Karenínu tók sig samt til og framkvæmdi stutta útreikninga. Maður finnur sér auðvitað anything til að líta uppúr skruddunni í nokkrar mínútur. Ég sem sagt taldi dagana frá því ég klára prófin og þangað til við komum heim eftir Íslandsferð 5.sept = 66 dagar. Svo taldi ég fjölda daga sem ég er með fastar vaktir, fjölda daga sem ég er í fríi og ligg á ströndinni og fjölda daga sem ég verð á Íslandi. Niðurstöðurnar vöktu mikla lukku á þessu heimili => 22% af sumrinu fer í að sinna gamla fólkinu, 19% fer í að sinna fósturjörðinni og 59% fer í að verða sólbrún á ströndinni. Þetta eru reyndar bjagaðir útreikningar þar sem hver vakt er oftast bara frá kl.7-13 en ekki heill dagur. Svo ef veikindi herja á starfsmönnum elliheimilisins vinn ég meira og sólbrúnkan minnkar. Þá fæ ég aftur á móti meiri pening til að kaupa mér kokkteila á ströndinni. Þetta var hagfræði sumarsins í boði Karenínu:c)

PS. Bætti við link á hana Hrund skáfrænku mína og Verzló-skvísu.

 
þriðjudagur, maí 25, 2004
Hej hej. Hvað segið þið? Ég er mjög hress, þar sem ég og Tjörvi erum búin með ritgerðina! Alveg frábært að hún sé búin, náði m.a.s. 40 bls; búin að vera að vinna í þessu síðan eftir páska. Hinar bækurnar orðnar nokkuð rykfallnar upp í hillu. Kominn tími til að snúa sér aftur að þróunarhagfræði og hagrannsóknum, úffpúff.

Ég var svo upptekin að tala um royal wedding í síðustu bloggum að ég gleymdi alveg að segja frá hvað við gerðum Eurovision kvöldið. Fórum sem sagt í mat til Tjörva og Önnu þar sem þau buðu upp á hamborgara-hrygg (eins og ég sagði þegar ég var en små pige), namm hvað þetta var ljúffengur matur. Það var rosalega gaman og ekkert nýtt að Evrópa gleymir Íslandinu kalda.

Í fyrradag skrapp ég í afmæli til Einars Kára, 4 ára töffari sem Tóta og Gummi eiga. Alltaf fjör í barnaafmælum og alveg nammi góðar kökur, takk fyrir mig! Við látum nú Tótu og Gumma ekki vera þessa dagana, þau eru svo skemmtileg. Fengum þau með okkur á Sunset Boulevard (Subway wannabe) og í bíó að sjá Troy í gærkvöldi. Súper gaman og wow man hvað ég fékk ekki illt í augun af því að horfa á þá félagana, Akkiles, Hektor og Paris =)

By the way setti nýja linka inn, á hana Ástu Björk vinkonu, krúttleg email kort (sem þið megið vera dugleg að senda mér tíhí) og hinn frábæra Bubble leik - check it out. Leiter hómís.

 
miðvikudagur, maí 19, 2004
Æi þið eruð svo yndisleg og mér þykir svo vænt um ykkur. Oj! Ég skil ekki hvað hefur gerst, er alveg hætt að fá útrás fyrir mína einstöku og eðlislægu væmni! Þarf að fara bæta mig. Þetta gerðist eftir að ég byrjaði með Grétari, hann er bara búin að gera mig alveg stone-cold! =) Missi mig reyndar stundum í vel völdum email kortum til vina og vandamanna. En jæja var nú allavega nógu væmin til að gefa krónprinsparinu brúðkaupsgjöf. Við vinirnir í hagfræðinni tókum sem sagt þessa mynd, römmuðum hana inn og sendum þeim ásamt brúðkaupskorti ;-) Erum við ekki sniðug? Nú eiga Frederik og Mary sæta mynd af sér í picnic ásamt góðkunningjum í Arhus og ég á vonandi eftir að fá þakkarskeyti frá konungsfjölskyldunni.

Ég og Grétar skiptum með okkur verkum í að rífast við þjónustufólk. Hann tók þjónustufulltrúann í Nordea fyrir og ég sá um verkstæðiskallana og Magneu greyið. Þetta gekk allt vel enda hefur hann vit á bankamálunum og ég auðvitað á tölvumálunum. Nordea bakfærði sektargreiðslu og Magnea er komin heim. Reyndar braut tölvukallinn stykki í tölvunni en var svo hræddur við mig að hann var fljótur að panta nýjan varahlut múhaha. Hej hej snúllurnar mínar c"*)
”Brúðkaupsgjöfin”

 
föstudagur, maí 14, 2004
Danmörk fagnar í dag enda er stóri dagurinn runninn upp. Hans kongelige højhed kronprins Frederik gengur að eiga áströlsku þokkadísina Mary Donaldson. Ég verð nú að segja að ég er svo ánægð að þetta á sér stað þegar ég bý í Danmörku því það er búið að vera hin skemmtilegasta upplifun að fylgjast með dönsku þjóðinni snúa sér á hvolf út af þessu brúðkaupi hvað varðar spenning og undirbúning. Fólkið elskar konungsfjölskylduna! Sem dæmi má nefna að ég sá frétt um eitt bakarí hérna í Arhus sem býst við að selja 4.000 sérhannaðar brúðkaupstertur sem fólk ætlar að gæða sér á þegar horft er á brúðkaupið. Ég hlakka mikið til að horfa á þetta í dag, ekki á hverjum degi sem maður horfir á brúðkaup sem kostar 2 milljarða ISK. Ég fer til Maríu í smá stelpu-brúðkaups-gathering, verður voða gaman. Vonandi helst þurrt í Kaupmannahöfn!

Til lykke med det royale bryllup!

 
mánudagur, maí 10, 2004
Best að blogga áður en Magnea fer á verkstæði, this time for good! Þetta er orðið eins og "úlfur úlfur" hjá okkur þegar við hótum því að tölvan sé farin á verkstæði og við sambandslaus við umheiminn. Ég sem sagt fór með hana síðasta þriðjudag þar sem Grétar þorir ekki aftur inn fyrir dyrnar á þessu verkstæði. En þá var svo mikið að gera hjá köllunum að ég gat alveg eins komið með hana í dag, annars hefði hún bara setið ónotuð þar.

Freknurnar eru komnar úr dvala! Þvílíka blíðviðrið í gær, ég hef ekki verið brún og útitekin í 4 ár og ætla sem sagt að bæta fyrir það í sumar =) Það verður bara ég, ströndin og hafið!

Gleymdi alltaf að segja frá því að við settum inn fullt af nýjum myndum, ég treysti bara á að þið lesið öll bloggið hans Grétars.

Já og ég er loksins komin með nýtt gsm númer, ef einhverjum vantar það þá sendu mér bara mail, ætla ekkert að vera birta það á netinu. Aldrei að vita hvaða pakistanar eru að skoða síðuna ;-) Vonandi eigið þið góða viku! Til hamingju þið sem eruð búin í prófum og gangi hinum vel að þrauka fram að endalokum.

 
miðvikudagur, maí 05, 2004
Uppáhaldið mitt hann pabbi minn á afmæli í dag. Til hamingju til hamingju elsku pabbi. Já það er margt um merkisfólk í byrjun maí, ekkert nema öðlingar. Alveg óþolandi að geta ekki verið á klakanum akkúrat núna til að ná öllum þessum afmælisveislum ho ho c"*). Eftir daginn í dag fer ég ekki aftur í skólann fyrr en næsta miðvikudag, mjög fínt. En í staðinn þarf ég bara að halda áfram að lesa heimildir fyrir ritgerðina og byrja að skrifa. Eftir skólann á eftir ætla ég að skreppa í bæinn og vera allra leiðinlegasti kúnni sem fyrirfinnst, er alveg komin með nóg af danskri þjónustulund og gölluðum vörum. Þarf að fara að skila dvd myndinni Pirates of the Caribbean en þetta er annað eintakið sem er gallað. Grétar fór með fyrra eintakið í gær. Svo þarf ég helst að brjálast yfir því að nýja símakortið mitt virkar ekki ennþá og ég fæ engin svör frá Sonofon Customer Service. Fínt að æfa sig í að brjálast við afgreiðslufólk á dönsku hmmm :c) Over & out.

 
mánudagur, maí 03, 2004
Voðalega er ég alltaf dugleg að blogga á mánudögum! Jæja rétt næ að láta vita af mér, er á leið í fyrirlestur í hagrannsóknum, alveg frábært. Magnea fer á nýtt verkstæði í dag þar sem hitt verkstæðið var ekkert að standa sig og bara með stæla við okkur. Grétar bað því bara um að fá tölvuna aftur, þannig að það verður enn langt í að Magnea komist heim :-( En við vonum bara það besta.

Til hamingju með afmælið ástin mín. Já drengurinn er bara orðinn 25 ára gæji. Af því tilefni fékk hann kanilsturtu í morgun þegar 10 miskunnarlausir Danir ruddust inn til okkar og sturtuðu yfir hann kanil. Mjög fyndið. Gaman að sjá hvernig Grétar lítur út með kanilbrúnt hár. Þá er þetta víst hefð hjá þeim að ógift 25 ára afmælisbörn fá kanil yfir sig og ógift 30 ára afmælisbörn fá pipar yfir sig. Krakkarnir komu með rúnstykki og bjór (what?) og við helltum upp á kaffi. Yndisleg þessi kollegi-stemning.

Annars héldum við smá samkvæmi um helgina til að fagna áfanganum, það var mjög gaman og góð stemning. Frábært að geta notað þetta fællesrum til að halda partý. Takk fyrir komuna allir, vona að þið hafið skemmt ykkur vel :c)

Það eru fleiri mikilvæg afmælisbörn í dag, hún Ingibjörg vinkona er nefnilega jafnaldri Grétars. Til hamingju með daginn elskan mín! Vonandi áttu frábæran dag.

Svo átti Begga amma mín afmæli 1.maí, til hamingju! Afmælisgjöfin hennar fyrir 23 árum var einmitt Begga frænka, congratz Begs! Vó þvílíkt mikið af hamingju í dag =) Ég gat því miður ekki óskað ykkur til hamingju 1.maí vegna Magneu-leysis.

Vonandi eigið þið öll góða viku framundan. Takk fyrir allar kveðjurnar á síðasta bloggi dúllurnar mínar.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009