My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Happy Thursday

Síðasta helgi í Brussel var meiriháttar, oh hvað var yndislegt að hitta stelpurnar og Sheer. Við héldum upp á afmælið hennar Hönnu með pomp og prakt - auðvitað með því að gera lítið annað en að borða góðan mat, drekka gott vín og dansa við góða tónlist. Ég og Hanna gerðumst m.a.s. svo frægar að syngja "Can't take my eyes off of you" fyrir framan lítinn hóp af krökkum í miðbæ Brussel (long story! og ekki okkar hugmynd! ;-) Takk fyrir æðislega helgi elskurnar :-)

Í dag eru nákvæmlega 11 vikur síðan ég kvaddi Grétar á flugvellinum með kökk í hálsinum og tár í augunum. Í þessum skrifuðu orðum situr hann sofandi uppí háloftunum á leið til Frankfurt, 7 tímar þangað til ég sæki hann niðrí bæ. Orð Tori Amos lýsa þessum degi og allri helginni vel ;o)

It's a happy day
we are here to gather to stay
not a person will keep us away
our life is the greatest today.

 
föstudagur, nóvember 18, 2005
Myndir komnar frá Swiss
Ohhh m.a.s. skrítin próf sanna að ég sé hagfræðingur :-/ tíhíhí Góða helgi elskurnar!



Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.



Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.



Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

 
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Surreal Life

Margt sem hefur á daga mína drifið síðan síðast. Ferðin til Sviss var æðisleg, við vorum í fjallakofa í 2000 metra hæð í einni fjallshlíð Alpanna og útsýnið á svölunum to die for flott. Það mætti halda að ég komi frá Danmörku en ekki Íslandi - mér leið eins og Heidi sem elskaði fjöllin þar sem afi hennar bjó hahaha. Það var ekki hægt að slíta augun af þeim. Skemmtunin náði samt sem áður að yfirbuga útsýnið, endalaust borðað, sötrað gott hvítvín, dansað og farið í leiki og labbitúra. Mér tókst m.a.s að láta uppáhalds lagið mitt verða lag helgarinnar! Já maður hefur ýmis áhrif tíhíhí.

Svona til að milda áfallið við að byrja erfiða vinnuviku eftir helgina var bónus kvöld á mánudaginn í tilefni af kveðjupartý þýsks starfsnema, Juliu. Í tilefni af því að veturinn er nýkominn til Strasbourg var sumarþema, allir mættu í sumarfötum og hitinn í íbúðinni var hækkaður uppúr öllu valdi. Margir sumardansar teknir :o) Jæja til að tryggja að dagskráin mín verði yfirfull af skemmtilegum ferðalögum þá ætla ég til Brussel um helgina, ég og Anna Heiða ætlum að heimsækja Hönnu okkar og vill svo skemmtilega til að Hanna á afmæli á laugardaginn. Hlakka mikið til að sjá stelpurnar mínar og hina einu sönnu höfuðborg Evrópu ;-). Það eru komnar myndir frá Wurzburg ferðinni og fleiri myndir á leiðinni. Getið smellt á þessa mynd til að stækka hana. Yfir og út til ykkar mín kæru.

 
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Fjallaloftið tæra

Hæhó hæhó. Hvað segja bændur? Ég er hress og líka mjög hress. Síðustu helgi var djammað fyrir allan peninginn, partýið hjá mér var þó ég segi sjálf frá meiriháttar! Mikið dansað og urðu allir frekar hressir af spænska rauðvíninu og þýska hvítvíninu. Er mjög hissa að konan á neðri hæðinni hafi ekki sprengt dekkin á hjólinu mínu. Ég er að fara til Sviss í fyrramálið :o) Við erum átta manns búin að leigja okkur fjallakofa í Ölpunum og keyrum þangað á morgun og verðum alla helgina. Úff hvað það verður gaman. Ég hef heldur aldrei komið til Sviss og er því extra spennt. Í dag eru 2 vikur þangað til Grétar kemur, ég og Strasbourg getum ekki beðið að sjá drenginn. Bring on the love tíhíhí :o) Í lokinn - chiao & bon weekend.

 
föstudagur, nóvember 04, 2005
Gleðin góða-lukkan ljósa

Loksins kom að því að ég gat sett mér deadline sem virkaði – ég ákvað einfaldlega að halda partý – af hverju datt mér þetta ekki fyrr í hug? Það virkaði ekki einu sinni að nota flutning milli landa og að byrja í nýrri vinnu sem deadline! Get ekki haldið partý með einhverja ritgerð hangandi yfir mér. Lokaritgerðin góða er á leið norður í litlum bláum kassa, fallegasti kassi sem ég hef nokkurn tíma séð. Mér fannst m.a.s. gaman að bíða í 20 manna röð á pósthúsinu og brosti svo mikið að Frökkunum varð ómótt. Jább það verður heldur betur slegið upp partýi í kvöld og á ég von á 20 manns :-) Annað kvöld er svo annað partý - jiminn eini, ég hef ekki djammað svona mikið síðan ég var unglingur og vissi ekki muninn á rauðvíni og hvítvíni bwhahaha.

Síðasta helgi í Wurzburg var eins og við mátti búast alveg geggjuð. Ég og Heidung endurtókum Strassborg-taktíkina að gera ekkert nema versla, fara á kaffihús, út að borða og hlæja okkur máttlausar. Það mætti halda að við þurfum ekki á neinu nema kaffi, hvítvíni og kokkteilum að halda – sérlega hollt hehe. Bætum upp óhollustuna með öllum hlátrinum :-) Myndir koma von bráðar. Vona að þið eigið öll virkilega góða og óholla helgi framundan.

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009