 Það var æðislegt að fá mömmu og Jón í heimsókn, alltaf svo notalegt að hafa gesti. Sérstaklega gesti sem dekra við mann ;-) tíhí. Líka svo fínt að hafa góða afsökun til að fara oft út að borða og borða yfir sig af sætindum. Svo gott - að ég ætla að endurtaka leikinn en í þetta sinn verð ég gesturinn, ætla að skreppa til Önnu Heiðu næstu helgi. Enda hún búin að heimsækja mig tvisvar í vetur og eins gott að ég jafni metin :-) Svo eru bara 9 dagar í Amsterdam, ár liðið frá Milanó ferðinni, og í þetta sinn ætlum við stelpurnar að heimsækja Hönnu Valdísi og Sheer. Mikil tilhlökkun í gangi! Ég og Anna Heiða hitum aðeins upp um helgina, æfum okkur í að "þurfa" kjafta mikið heila helgi hehe. Vona að þið hafið það gott! |