Kveðjustund og fagnaðarfundir í sömu vikunni. Liza vinkona er flutt frá Strassborg og var skrítið að sjá á eftir henni. Nú geri ég lítið annað en kveðja fólkið sem ég hef kynnst hér. Minnir mann líka á hvað er stutt eftir af minni dvöl úbbasí. En mamma og Jón eru í þessum skrifuðu orðum að renna í hlað og ætla að vera hjá mér yfir helgina. Hlakka mikið til að sjá þau :-) Helgarplönin eru ekki flókin, afslöppun, kaffihús, út að borða, versla og túristast. Kannski ég sýni þeim Evrópuráðið. Eins mikið og hægt er í þessu frosti brrr. Góða helgi elskurnar. |