
|
Föstudagur til frétta
|
 Amsterdam var eins og við mátti búast ólýsanleg. Yndislegt að sjá stelpurnar mínar og Sheer, herramaðurinn sem stjanaði við okkur alla helgina :-) Tíminn leið auðvitað allt of hratt enda bara lúxus að geta farið af einu kaffihúsi á annað, rölt um í fallegri borg, borðað góðan mat, sungið, dansað, kjaftað, hlegið, u name it. Takk fyrir frábæra helgi :-) Framundan er síðasta helgin í Strassborg, kveðjudjamm, kveðju-út-að-borða, flutningur til Íslands, ný vinna í Seðlabankanum og fleira spennandi. Hlakka til að sjá ykkur :-) Komnar myndir frá Amsterdam HÉR. |
|
Amsterdam
|
 Was ist los? Það var mikil afslöppun í Wurzburg síðustu helgi, kaffihúsast, verslað, besti "mexican" matur sem ég hef smakkað smakkaður og fleira. Næst á dagskrá er stelpuhelgi í Amsterdam :-) Úff hvað verður gaman. Ég hef heldur aldrei komið til Hollands. Við ætlum að skemmta okkur gríðarlega, láta hasskökur og jónur samt alveg eiga sig ;-) Það fer annars að verða síðasti séns að láta í ykkur heyra á þessari síðu *hinthint*. Nú styttist í að dvöl mín erlendis ljúki og þar með mínu svokallaða blogg-lífi. Já og það eru komnar myndir. |
|
Heimsóknir og ferðalög
|
 Það var æðislegt að fá mömmu og Jón í heimsókn, alltaf svo notalegt að hafa gesti. Sérstaklega gesti sem dekra við mann ;-) tíhí. Líka svo fínt að hafa góða afsökun til að fara oft út að borða og borða yfir sig af sætindum. Svo gott - að ég ætla að endurtaka leikinn en í þetta sinn verð ég gesturinn, ætla að skreppa til Önnu Heiðu næstu helgi. Enda hún búin að heimsækja mig tvisvar í vetur og eins gott að ég jafni metin :-) Svo eru bara 9 dagar í Amsterdam, ár liðið frá Milanó ferðinni, og í þetta sinn ætlum við stelpurnar að heimsækja Hönnu Valdísi og Sheer. Mikil tilhlökkun í gangi! Ég og Anna Heiða hitum aðeins upp um helgina, æfum okkur í að "þurfa" kjafta mikið heila helgi hehe. Vona að þið hafið það gott! |
|
Hæ og bæ
|
Kveðjustund og fagnaðarfundir í sömu vikunni. Liza vinkona er flutt frá Strassborg og var skrítið að sjá á eftir henni. Nú geri ég lítið annað en kveðja fólkið sem ég hef kynnst hér. Minnir mann líka á hvað er stutt eftir af minni dvöl úbbasí. En mamma og Jón eru í þessum skrifuðu orðum að renna í hlað og ætla að vera hjá mér yfir helgina. Hlakka mikið til að sjá þau :-) Helgarplönin eru ekki flókin, afslöppun, kaffihús, út að borða, versla og túristast. Kannski ég sýni þeim Evrópuráðið. Eins mikið og hægt er í þessu frosti brrr. Góða helgi elskurnar. |
|
|
|