 Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Bloggið fór í jólafrí líkt og eigandinn, ágætt að hvíla aðeins pennann (fingurgómana). Síðustu vikur búnar að vera viðburðarríkar:
1. Haldin voru gleðileg jól, takk fyrir öll flottu jólakortin! 2. Ég útskrifaðist (mjög óformlega) og Grétar skilaði ritgerðinni. 3. Jólaboð og kaffihús og matarboð og saumaklúbbar. 4. Ég átti hálf-stórafmæli og hélt partý sem var hápunktur ferðarinnar, mikið dansað og knúsað yndislega vini. Ástarþakkir fyrir mig! 5. Áramótin gengu í garð, árið 2005 kvatt með söknuði enda eitt viðburðaríkasta ár sem ég hef upplifað en jafnframt mikil tilhlökkun eftir 2006 :-) Life can only ever get better & better (Karenína getur bara orðið væmnari með árunum tíhí) 6. Komin aftur til Strætisborgar og strax búin að fara á kaffihús og í bíó. Út að borða og í bíó í kvöld & matarboð ásamt einhverju skralli á morgun. Áramótaheitið í ár var sem sagt ekki að slappa mikið af frekar en fyrri daginn. Góða helgi og njótið þrettánda-föstudagsins. PS. Við systurnar hér að ofan á hinni klassísku jólamyndatöku fyrir framan jólatréið. |