Þá er bara strax komið að fyrsta ferðalagi ársins, flýg til Köben í fyrramálið og fer þaðan til Árósa ásamt Grétari. Ekki verra að byrja 2006 svona :-) Það verður yndislegt að koma aftur enda höfum við saknað Árósa ansi mikið. Tóta og Gummi ætla að vera svo yndisleg að hýsa okkur :-) Hittum líka m.a. Ingu og Árna & Danina á Grenavejkolleginu. Hlakka svo til að sjá alla... Annars segi ég bara góða helgi elskurnar þegar þar að kemur. Verið góð við hvort annað. |