 Lífið í Strassborg ansi janúarlegt þessa dagana, það er svo kalt úti að ég horfi illilega á hjólið mitt þegar ég sest á það á morgnana. Mjög dugleg þ.a.l. að gera cozy hluti eins og fara í bíó og horfa á dvd, myndi taka sængina mína með mér í bíó ef það væri hægt. En það verður nú eitthvað kíkt út á lífið um helgina til að láta ekki veturinn alveg hafa yfirhöndina. Ég er svo á leiðinni til Árósa í næstu viku, tek m.a.s. á móti Grétari þegar hann lendir á Kastrup. Get ekki beðið að koma aftur á heimaslóðir og hitta yndislega fólkið okkar þar :-) Komnar myndir frá jólunum og læt eina fylgja með af þessum myndarlegu tengdafeðgum. |