 Á jólunum er gleði og gaman, fúmm fúmm fúmm. Ég og Ljósálfur höfum haft það gott undanfarna daga, verslað jólagjafir, föndrað kort, farið í bátsferð og á safn, og labbað bæinn þveran og endilangan. Það er verra að pabbi hefur helmingi meira úthald en ég í að skoða búðir og labba, ég heimta kaffihús mjög svo reglulega ;-) Ég ætla að opna kaffihús þegar ég er orðin stór til að fá einhvern tímann allan þann pening sem ég hef sett í kaffihús til baka, gæti heitið Kaffi Karenína - uhumm mjög frumlegt.
Í gær kvaddi ég Camillu vinkonu en hún er að flytja aftur til Svíþjóðar, ótrúlega erfitt að sjá á eftir henni. Alltaf jafn skrítið að eignast yndislega vini en hafa þá nálægt sér í svona stuttan tíma, en ég þakka fyrir að hún er "mín megin" á jörðinni, ætti ekki að vera mikið mál að skreppa til Svíaríkis af og til. Heimkoma eftir 2 daga, hlakka svo til að sjá ykkur =) |