 Helgin í París var æðisleg, en að sama skapi mjög skrítin. Ótrúlega undarlegt að koma svona aftur eftir langan tíma. En yndislegt að sjá fólkið mitt og rölta um borgina, það jafnast ekkert á við París :-) En nú er kátt á hjalla heima hjá Karenínu, pabbi kom í gær og við komum svo saman heim í næstu viku. Ætlum að hafa það gott á jólamarkaðnum og túristast um Strasbourg. Það er kannski kominn tími til að BYRJA að kaupa jólagjafir og senda út jólakortin. Þessir litlu kettlingar bíða svo eftir okkur á Íslandinu, jiminn hvað þeir eru dúddóttir. Það eru komnar nýjar myndir, frá fyrstu helginni í des og frá París. Góða helgi og ekki jólast yfir ykkur ;-) |