 Mikið er ég glöð að það sé föstudagur, síðasta vika hefur verið crazy. Ég er að spá í fara aldrei út á vinnumarkaðinn, maður hefur ekki einu sinni tíma til að eyða peningunum sem maður vinnur sér inn!! tíhíhí ;-) Síðasta helgi (eina sem ég geri á þessu bloggi er að vitna í helgarnar!) var eins og við mátti búast meiriháttar, ef ég ætti eina ósk sem yrði að vera eigingjörn, myndi ég vilja geta stoppað tímann af og til. Hefði alveg verið til í að helgin myndi aldrei enda. Við brölluðum margt skemmtilegt, auðvitað var aðallega jólast í bænum enda Strassborg búin að breytast í jólaborg. Við höfðum aldrei séð annað eins! Þvílík ljósadýrð og jólamarkaðir út um allan bæ.
Ég á svo von á Önnu Heiðu minni í kvöld :-)Hún ætlar að vera alla helgina og auðvitað verður djammað og jólast. Gummi, Hildur og Brynjar Örn koma líka á morgun. Ekki verra að hafa sinn eigin jólamarkað sem laðar að yndislega gesti! Það eru komnar myndir frá Brussel - make your way here. Gleðilega aðventu og jólaglöggist eins og þið getið =) |