 Síðasta helgi í Brussel var meiriháttar, oh hvað var yndislegt að hitta stelpurnar og Sheer. Við héldum upp á afmælið hennar Hönnu með pomp og prakt - auðvitað með því að gera lítið annað en að borða góðan mat, drekka gott vín og dansa við góða tónlist. Ég og Hanna gerðumst m.a.s. svo frægar að syngja "Can't take my eyes off of you" fyrir framan lítinn hóp af krökkum í miðbæ Brussel (long story! og ekki okkar hugmynd! ;-) Takk fyrir æðislega helgi elskurnar :-)
Í dag eru nákvæmlega 11 vikur síðan ég kvaddi Grétar á flugvellinum með kökk í hálsinum og tár í augunum. Í þessum skrifuðu orðum situr hann sofandi uppí háloftunum á leið til Frankfurt, 7 tímar þangað til ég sæki hann niðrí bæ. Orð Tori Amos lýsa þessum degi og allri helginni vel ;o)
It's a happy day we are here to gather to stay not a person will keep us away our life is the greatest today. |