 Loksins kom að því að ég gat sett mér deadline sem virkaði – ég ákvað einfaldlega að halda partý – af hverju datt mér þetta ekki fyrr í hug? Það virkaði ekki einu sinni að nota flutning milli landa og að byrja í nýrri vinnu sem deadline! Get ekki haldið partý með einhverja ritgerð hangandi yfir mér. Lokaritgerðin góða er á leið norður í litlum bláum kassa, fallegasti kassi sem ég hef nokkurn tíma séð. Mér fannst m.a.s. gaman að bíða í 20 manna röð á pósthúsinu og brosti svo mikið að Frökkunum varð ómótt. Jább það verður heldur betur slegið upp partýi í kvöld og á ég von á 20 manns :-) Annað kvöld er svo annað partý - jiminn eini, ég hef ekki djammað svona mikið síðan ég var unglingur og vissi ekki muninn á rauðvíni og hvítvíni bwhahaha.
Síðasta helgi í Wurzburg var eins og við mátti búast alveg geggjuð. Ég og Heidung endurtókum Strassborg-taktíkina að gera ekkert nema versla, fara á kaffihús, út að borða og hlæja okkur máttlausar. Það mætti halda að við þurfum ekki á neinu nema kaffi, hvítvíni og kokkteilum að halda – sérlega hollt hehe. Bætum upp óhollustuna með öllum hlátrinum :-) Myndir koma von bráðar. Vona að þið eigið öll virkilega góða og óholla helgi framundan. |