 Góðan daginn daginn daginn. Það hefur sko ekki verið nein bloggleti hér á ferð heldur bara brjálað að gera, bæði í vinnunni, utan vinnu og utanskóla úff. Síðasta helgi var BRILLIANT. Ég og Anna Heiða brölluðum allt sem hægt var að bralla hér í borg, versluðum mikið, fórum mikið á kaffihús og mikið út að borða. Enda ekki þekktar fyrir hófsemi. Kokktailpartýið á laugardaginn var æðislegt, dansað og tjúttað alla nóttina og m.a. farið í limbó! Ég þarf greinilega að halda áfram í jóga þar sem ég varð óþægilega vör við að bakið hefur borið mig í 25 ár en ekki í 15 ár eins og síðast þegar ég fór í limbó. Ég og Heidung vorum líka alvöru túristar og fórum m.a.s í bátssiglingu í kringum bæinn, alveg meiriháttar. Eins og ég segi - it’s not a city without a river ;-) Takk fyrir frábæra heimsókn elskan mín!
Vikan samanstóð annars af mörgum fundum, frönskutíma, jóga, írskum bar en tékkneskum bjór. Í kvöld er spænskt partý í Evrópuráðinu og ætla ég að uppgötva mína innri senjorítu, það verður tapas, sangria og salsa! Annað kvöld ætlum við Guðrún svo að hafa cozykvöld enda þörf á afslöppun eftir svona viku. Meirihluti helgarinnar fer samt í ritgerðina, á eftir inngang, lokaorð, yfirlestur, leiðréttingar og nokkrar bls. í lok síðasta kaflans. Styttist óðum í að fröken ritgerð yfirgefi landið mér til mikillar ánægju. Fullt af myndum frá síðustu helgi eru á leiðinni, læt ykkur vita um leið og þær eru tilbúnar. Bon weekend snúllur.
PS. Á morgun eru mínar kæru Rannveig og Ragnhildur að útskrifast úr Háskóla Íslands -innilega til hamingju með þennan flotta áfanga elsku vinkonur! Eigið frábæran dag :-) |