 Bonjour! Skyndilega komin október, tíminn flýgur áfram. Þessi vika búin að vera uppbókuð eins og venjulega, matarboð, út að borða og kokktailboð ;-) Kannski ágætt að það hafi verið mikið útstáelsi þar sem helgin fer öll í ritgerðarskrif. Búin að bíta það í mig að ég ætli ekki út fyrir hússins dyr alla helgina! Þannig að öll símtöl sem létta mér lund verða vel þegin ;-) Einnig er planið að borða mikið nammi og horfa á Lost. Haldið þið ekki að ég hafi fundið uppáhalds nammið, Haribo hlaup! Ég bý í gyðingahverfi þannig að búðin og bakaríið í götunni minni eru rekin af gyðingum. Í búðinni fann ég Haribo hlaup á hebresku ;-) Allt fólk sem ég sé í hverfinu eru gyðingar, nokkuð magnað stundum að sjá háu hattana og síða skeggið. Mér líður stundum eins og ég sé dottin niður í einhverja Amish sveit! A Gezunt Dir in Pupik (ég óska ykkur góðrar heilsu).
TIL HAMINGJU MEÐ STÓRAFMÆLIÐ ELSKU BESTI MARTEINN! VONA AÐ ÞÚ EIGIR YNDISLEGAN DAG UMKRINGDUR ÁSTVINUM. STÓRT OG MIKIÐ KNÚS FRÁ STRASSBORG.
PS. Komið nýtt albúm frá 23.-24. sept. Læt fylgja með mynd af mikið betri helmingnum mínum tíhíhí ;-) |