 Haldið þið ekki að mín hafi unnið verðlaun í tombólunni í spænska partýinu síðustu helgi - 12 flöskur af fínasta rauðvíni Spánar! Partýið var alveg brilliant og gamlir spænskir dansar teknir. 10 ár síðan ég dansaði Macarena og vonandi 10 ár þangað til ég endurtek það ;-) Ekki hægt að segja annað en Spánverjarnir kunni að skemmta manni. Vikan búin að vera snarbrjáluð að vanda, held ég hafi mætt á 8 fundi á 3 dögum, þ.á.m. fundur með rússneskum lögfræðingi - verjanda Yukos olíuauðjöfursins Kodorkovskí - og annar fundur með forseta Tjétjéníu. Ekkert smá áhugavert og fróðlegt (og sorglegt). Annars er veðrið hérna eitthvað grín, 20 stiga hiti og sól alla daga. Stundum er ég ekki alveg viss hvort það geti verið lok október!
Er á leiðinni til Beautiful Wurzburg á morgun að heimsækja Önnu Heiðu, enda er frí í vinnunni á mánudag og þriðjudag þannig að stúlkan fær að hafa mig alveg fram á þriðjudagskvöld! Hún á svei mér eftir að fá nóg af mér ;-) Það verður heldur betur fagnað af því ritgerðin er nánast búin, fæ vonandi loka-komment frá leiðbeinandanum eftir helgi og get svo skilað ef hann tætir hana ekki í sundur. Gleðin hefst strax í lestinni þegar það verður loksins leyfilegt að taka upp Harry Potter bókina sem ég keypti fyrir 3 mánuðum síðan en hef ekki mátt byrja á vegna ritgerðarinnar. Lööööng bið eftir einni bók.
Grétar ég sakna þín!! Hvað langar þig í jólagjöf - fjólabláa peysu? |