
|
Fjör í Frakklandi
|
 Haldið þið ekki að mín hafi unnið verðlaun í tombólunni í spænska partýinu síðustu helgi - 12 flöskur af fínasta rauðvíni Spánar! Partýið var alveg brilliant og gamlir spænskir dansar teknir. 10 ár síðan ég dansaði Macarena og vonandi 10 ár þangað til ég endurtek það ;-) Ekki hægt að segja annað en Spánverjarnir kunni að skemmta manni. Vikan búin að vera snarbrjáluð að vanda, held ég hafi mætt á 8 fundi á 3 dögum, þ.á.m. fundur með rússneskum lögfræðingi - verjanda Yukos olíuauðjöfursins Kodorkovskí - og annar fundur með forseta Tjétjéníu. Ekkert smá áhugavert og fróðlegt (og sorglegt). Annars er veðrið hérna eitthvað grín, 20 stiga hiti og sól alla daga. Stundum er ég ekki alveg viss hvort það geti verið lok október!
Er á leiðinni til Beautiful Wurzburg á morgun að heimsækja Önnu Heiðu, enda er frí í vinnunni á mánudag og þriðjudag þannig að stúlkan fær að hafa mig alveg fram á þriðjudagskvöld! Hún á svei mér eftir að fá nóg af mér ;-) Það verður heldur betur fagnað af því ritgerðin er nánast búin, fæ vonandi loka-komment frá leiðbeinandanum eftir helgi og get svo skilað ef hann tætir hana ekki í sundur. Gleðin hefst strax í lestinni þegar það verður loksins leyfilegt að taka upp Harry Potter bókina sem ég keypti fyrir 3 mánuðum síðan en hef ekki mátt byrja á vegna ritgerðarinnar. Lööööng bið eftir einni bók.
Grétar ég sakna þín!! Hvað langar þig í jólagjöf - fjólabláa peysu? |
|
Góða helgi
|
 Góðan daginn daginn daginn. Það hefur sko ekki verið nein bloggleti hér á ferð heldur bara brjálað að gera, bæði í vinnunni, utan vinnu og utanskóla úff. Síðasta helgi var BRILLIANT. Ég og Anna Heiða brölluðum allt sem hægt var að bralla hér í borg, versluðum mikið, fórum mikið á kaffihús og mikið út að borða. Enda ekki þekktar fyrir hófsemi. Kokktailpartýið á laugardaginn var æðislegt, dansað og tjúttað alla nóttina og m.a. farið í limbó! Ég þarf greinilega að halda áfram í jóga þar sem ég varð óþægilega vör við að bakið hefur borið mig í 25 ár en ekki í 15 ár eins og síðast þegar ég fór í limbó. Ég og Heidung vorum líka alvöru túristar og fórum m.a.s í bátssiglingu í kringum bæinn, alveg meiriháttar. Eins og ég segi - it’s not a city without a river ;-) Takk fyrir frábæra heimsókn elskan mín!
Vikan samanstóð annars af mörgum fundum, frönskutíma, jóga, írskum bar en tékkneskum bjór. Í kvöld er spænskt partý í Evrópuráðinu og ætla ég að uppgötva mína innri senjorítu, það verður tapas, sangria og salsa! Annað kvöld ætlum við Guðrún svo að hafa cozykvöld enda þörf á afslöppun eftir svona viku. Meirihluti helgarinnar fer samt í ritgerðina, á eftir inngang, lokaorð, yfirlestur, leiðréttingar og nokkrar bls. í lok síðasta kaflans. Styttist óðum í að fröken ritgerð yfirgefi landið mér til mikillar ánægju. Fullt af myndum frá síðustu helgi eru á leiðinni, læt ykkur vita um leið og þær eru tilbúnar. Bon weekend snúllur.
PS. Á morgun eru mínar kæru Rannveig og Ragnhildur að útskrifast úr Háskóla Íslands -innilega til hamingju með þennan flotta áfanga elsku vinkonur! Eigið frábæran dag :-) |
|
Gleði gleði
|
 Ég og Heidi vinkona fórum í yoga í gærkvöldi – það var æðislegt en vá hvað ég er með óvirka vöðva. Sumar æfingar ætluðu að gera út af við mig, held ég þurfi að æfa mig heima áður en ég fer næst ;-) En þetta var rosalega gaman, held ég fari einu sinni í viku og nái tökum á minni innri orku tíhíhí. Annars er þessi vika ekki af verri endanum þar sem Anna Heiða mín kemur á morgun, ég get ekki beðið! Ætlum heldur betur að skemmta okkur og hafa það gott. Gat að sjálfsögðu treyst á dönsku vini mína hér að halda partý – kokktailapartý! Það verður mikið stuð =) Svo ég kvóti sjálfa stúlkuna – Mohito og mjóir franskir menn, here I come!
Það er komið nýtt albúm, frá djammi í lok sept. |
|
|
Hvis du ængster
Hvis du ængster tiden bort, gør du livet tomt og kort. Hvis du glæder dig ved mangt, gør du nuet rigt og langt.
Piet Hein. Geniale gruk & andre kloge ord, 2001. |
|
Fleiri myndir
|
 Bonjour! Skyndilega komin október, tíminn flýgur áfram. Þessi vika búin að vera uppbókuð eins og venjulega, matarboð, út að borða og kokktailboð ;-) Kannski ágætt að það hafi verið mikið útstáelsi þar sem helgin fer öll í ritgerðarskrif. Búin að bíta það í mig að ég ætli ekki út fyrir hússins dyr alla helgina! Þannig að öll símtöl sem létta mér lund verða vel þegin ;-) Einnig er planið að borða mikið nammi og horfa á Lost. Haldið þið ekki að ég hafi fundið uppáhalds nammið, Haribo hlaup! Ég bý í gyðingahverfi þannig að búðin og bakaríið í götunni minni eru rekin af gyðingum. Í búðinni fann ég Haribo hlaup á hebresku ;-) Allt fólk sem ég sé í hverfinu eru gyðingar, nokkuð magnað stundum að sjá háu hattana og síða skeggið. Mér líður stundum eins og ég sé dottin niður í einhverja Amish sveit! A Gezunt Dir in Pupik (ég óska ykkur góðrar heilsu).
TIL HAMINGJU MEÐ STÓRAFMÆLIÐ ELSKU BESTI MARTEINN! VONA AÐ ÞÚ EIGIR YNDISLEGAN DAG UMKRINGDUR ÁSTVINUM. STÓRT OG MIKIÐ KNÚS FRÁ STRASSBORG.
PS. Komið nýtt albúm frá 23.-24. sept. Læt fylgja með mynd af mikið betri helmingnum mínum tíhíhí ;-) |
|
|
|