Mætt til Frakklands, land ástar, rauðvíns, osta og þjóðernishyggjunnar. Búin að vera mjög afkastamikil í vikunni: búin að opna bankareikning, fá mér GSM símanúmer, röfla í France Telecom um að endurstofna heimasímann, leigja mér hjól, finna þvottahúsið niðrí bæ þar sem ég þvæ fötin ;-) Já og auðvitað byrjuð að vinna! Hjólið sem ég leigði er eins og flest annað hérna sniðið fyrir aðeins smávaxnara fólk en mig. Frakkar eru svo petite. Ég er hrikalega fyndin á því, lærin eru nánast lárétt og þegar ég hjóla fara hnéin upp fyrir maga. Mér finnst ég samt þvílíkt cool og þeysist um göturnar. Er enn sem fyrr hugfangin af franskri tungu, voða gaman að gerast frönsk á 5 ára fresti ;c) Ég reyni líka að vera eins frönsk og ég get, set stút á munninn og yppti öxlum ef ég veit ekki eitthvað, og segi "OH LA LAA" þegar einhver svínar fyrir mig á hjólinu.
Íbúðin er alveg frábær, mjög rúmgóð kannski fyrir utan baðherbergið og baðkarið, enda er ég ekki eins petite og Frakkarnir og rek hausinn reglulega í loftið. Grétar mætir á svæðið eftir 5 tíma og er í þessum skrifuðu orðum að skipta um lest í Kaupmannahöfn. Oh my word, hvað ég hlakka til að sjá minn. Ætlum að hafa það alveg meiriháttar! Bon weekend! |