Þar sem ég hef verið "klukkuð" af fjórum blogg-aðilum þá er eins gott að láta slag standa og setja fram fimm tilgangslausar staðreyndir um mig. Reyndar finnst mér staðreyndir almennt ekki vera tilgangslausar, hins vegar eru staðreyndir á alnetinu um sjálfan sig fremur sjálfhverfar. En það er líka allt í lagi að vera sjálfhverfur endrum og eins ;-)
1. Ég get verið óhemju mikil tilfinninga-sprengja og get m.a.s. fengið tár í augun þegar ég horfi á raunveruleikaþætti - how pathetic. 2. Ég hef búið í útlöndum þriðjung ævi minnar og finnst sú reynsla hafa veitt mér ómælda gleði, ánægju, þroska og innri ró. Ísland er samt alltaf "heima". 3. Mér finnst fátt skemmtilegra en að kynnast nýju fólki og gæti alveg hugsað mér að eiga 100 vini, en þá þyrfti ég líka svona 15 vikur í viðbót á hverju ári til að ná að hitta alla reglulega! 4. Ég er algjör mathákur og borða allt nema grænar baunir og sósulausar soðnar kartöflur. Hins vegar finnst mér fátt leiðinlegra en að elda matinn sem ég borða. 5. Let's face it ég er enginn sportisti og hef aldrei verið. Hins vegar ætla ég að byrja að æfa jóga í næstu viku :-)
Þar sem flestir hafa hingað til klukkað flesta ætla ég ekki að klukka neinn. Ég sendi samt sem áður stórt knús til ykkar! |