Svei mér þá mín bara þvílíkt busy þessa dagana, einhvern veginn tekst mér alltaf að fylla dagskránna! Ritgerðin komin aftur í gang, en þessa dagana er hún í smá dvala. Ég SKAL samt klára hana í október, fékk símtal frá París í gær þar sem franska "fjölskyldan" mín spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að drífa mig í heimsókn :c)Komin með 75 bls. þannig bara rúmar 15 bls. eftir. Í gærkvöldi hitti ég hina starfsnemana á kaffihúsi, sátum úti á báti á sýkinu með þvílíkt útsýni, risastóra kirkju fyrir framan okkur og gosbrunn fyrir aftan okkur. Meiriháttar flott! Í kvöld kemur svo Hjalti Páll svili minn í heimsókn en hann er á ráðstefnu í Þýskalandi. Það verður frábært að sjá kappann =) Annað kvöld er back to work partý á vegum Evrópuráðsins. Á laugardaginn ætlum við Guðrún sem vinnur með mér í klippingu og litun - það verður fróðlegt hvar það endar? Hef aldrei látið Frakka lita á mér hárið. Spennó! Búin að kaupa miða heim um jólin, kem 22.des og fer aftur út 4.jan yibbee =)
Annars er Grétar í þessum skrifuðu orðum í bílakaups-hugleiðingum. Mig langar í fjólubláan bíl Grétar! |