 Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd eins og Ljósálfur segir...og nú byrjar mín grasekkju-reynsla ;-) Það var heldur betur erfitt að kveðja betri helminginn í gær eftir yndislega viku hér í Strassborg. Það var auðvitað túristast, verslað, farið út að borða og á kaffihús. Borgin er meiriháttar og þvílík útlanda stemning. Að mínu mati er meginlandsloftslagið hérna mjög þægilegt og er Grétar ekki sammála mér í þeim efnum! Ég vil helst hafa sem heitast og rakast (hlýt að hafa gert eitthvað þvílíkt af mér í fyrra lífi víst ég endaði á Íslandi ;-) Hanna vinkona kom líka til Strassborg í vinnuferð og gisti hjá okkur 2 nætur, æðislegt að sjá mína.
Vinnan gengur vel og umhverfið hér í Evrópuráðinu mjög spennandi. Í þeim tilgangi að velta mér ekki mikið uppúr einverunni hef ég boðað mig í 3 kokktailboð og 1 partý á næstu 2 vikum! Já og lokasprettur ritgerðarinnar er líka á dagskrá. Allt að gerast! Eigið góða helgi og ef einhver á eftir að fá nýju símanúmerin látið vita. Þeir sem eru duglegir að hafa samband fá örugglega nokkur prik á himnum =)
PS. Á myndinni sést Notre Dame dómkirkjan sem er svakalega flott. |