 Það er kannski orðið of seint að segja frá síðustu helgi, bara aftur komin helgi! Búið að vera brjálað að gera í vikunni. Mikil vinna, ritgerð, kokktailboð, matarboð..allt voða gaman. Um helgina er mikið djamm á dagskrá vúhú. Í kvöld ætla ég að kíkja út á lífið með öðrum starfsnemum frá Norðurlöndunum og annað kvöld ætla ég með Guðrúnu í wedding dress party. Það ætti að vera mikil stemning :-) Einnig verður ritgerðarvinna, ég á bara eftir einn kafla þannig þetta ætti að vera búið í október vonandi! Það verður ansi brjálað næstu vikurnar, vinna, ritgerð, félagslíf og frönskukúrs. Heilasellurnar mínar fá alveg að vinna fyrir kaupinu sínu held ég.
Annars hefur verið frekar fyndið stundum að vera í kokktailboði og segjast koma frá Íslandi, fólki finnst ég nefnilega svo fjarri því að vera Skandinavísk í útliti hahaha. Einn sendiherra sagði við mig að ég gæti sko alveg verið frá Albaníu, jahá =)
Á meðan ég hef ekki tæmt myndavélina held ég bara áfram að láta fylgja með myndir af dómkirkjunni, hér glittir í jólamarkaðinn sem byrjar í nóvember. Ég ætla svo að setja fullt af myndum á netið þegar ég finn tíma til þess. Já og eitt í lokin, nýji bíllinn heitir Múfasa og hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að það sé vel hægt að keyra hann ;c) Bon weekend elskurnar. |