Síðasta helgi og þessi vika hafa verið mjög skrautlegar. Mikið djammað um helgina, þ.á.m. brilliant brúðarkjólapartý þar sem 8 hressar konur komu saman í brúðarkjólunum sínum. Mjög skemmtileg upplifun! Á mánudaginn fór ég í afmælis-matarboð hjá Lizu frá Danmörku og Juliu frá Þýskalandi. Rosalega gaman og ég kynntist enn fleiri hressum krökkum sem vinna hjá Evrópuráðinu. Á þriðjudaginn fór ég í fyrsta tímann á frönskunámskeiðinu sem ER býður uppá. Það var hrikalega gaman! Mér leið alveg eins og ég væri aftur 18 ára í frönskuskóla í París. Það lá við að ég sveiflaði hendinni og segði "PICK ME PICK ME" þegar kennarinn spurði bekkinn að einhverju múhahahaha.
Í gær keyrðum ég og Guðrún 100 km suður á bóginn, til Rouffach, og fórum á tónleika með Diddú sem voru haldnir í tilefni af ráðstefnu geðlækna sérhæfðir í geðklofa-sjúkdómum! Tónleikarnir voru geggjaðir, hef sjaldan vitað aðra eins útgeislun á einni manneskju og gæsahúð allan tímann. Eftir tónleikana var svo 6 rétta kvöldverður með öllu tilheyrandi. Meiriháttar kvöld og road-trip um sveitir Frakklands. Annars á ég 1.mánaðar Strassborg afmæli og í tilefni af því eru komin tvö ný albúm. Yfir og út til ykkar. |