...eftir nokkra daga. Mikið hlakka ég til að sjá alla =) Á örugglega eftir að fá skyndilegt overdose af félagsskap eftir að hafa eytt mestum tíma mínum síðasta hálfa árið með ritgerðinni minni. Talandi um ritgerð þá er ég farin að sjá fram á að ná að klára hana, en bara ef ég næ að halda vel á spöðunum alveg fram til 26.ágúst. Oh hvað það verður mikil snilld að vera laus við skríflið og skólann. Ætla að halda partý á hverjum degi þegar þetta er búið - ein með sjálfri mér og franskri eðalmenningu í Strassborg. Jú og Önnu Heiðu sem verður hinum megin við brúna ;-) Annars hefur veðrið leikið við okkur innipúkana, búið að vera rigning og skýjað í 3 vikur, ég er með sérstök sambönd upp til veðurguðanna, það er á hreinu! Það er alltaf leiðindaveður þegar ég kemst ekki í sólbað. En fyrir vikið mæti ég glær-hvít og freknulaus til Íslands. |