Héðan er allt frekar myglað að frétta en við auðvitað hress samt sem áður, orðin vön þessu ástandi held ég bara. Reyndar hefur gott fólk átt þátt í því að birta upp ritgerðarlíf okkar þessa dagana. Ívar og Auður kíktu óvænt í heimsókn í síðustu viku en þau voru á flakki um Danmörku. Meiriháttar að sjá þau og við vildum varla sleppa af þeim takinu ;-) svo gaman að fá skemmtilega gesti. Við kíktum svo í heimsókn á fimm manna Flintebakken fjölskylduna í gær, æðislegt að sjá þau og sæta krílið hann Jón Gauta. Ég er búin með ca. 65% af mastersritgerðinni, nú er bara að spýta í lófana og vona að restin gangi upp og ég fái juicy niðurstöður. Rúmlega 2 vikur í heimkomu og 5 vikur í Strassborg. Mér er svona hálf órótt að vera að fara tvisvar í gegnum Köben/Kastrup í ágúst eftir ástandið í London, allt of paranoid týpa! Vonandi eigið þið yndislega helgi. |