 Þegar soðhausinn minn ræður ekki við frekari ritgerðarskrif á kvöldin þá er ágætt að hafa eitthvað annað að dunda sér við rétt fyrir svefninn, ég virðist vera komin með eitthvað óútskýranlegt antipat á að kveikja á sjónvarpinu þannig að í staðinn bjó ég til yfirlits-albúm með myndum frá fyrsta árinu okkar hér í Danmörku. Myndir frá seinna árinu koma svo síðar. Þarna er að finna ýmislegt sem aldrei hefur sést áður, óritskoðað með öllu ;-) Enjoy my friends. |