Hver hefði haldið að Grétar gæti verið duglegri að blogga en ég! Skil-etta ekki. Héðan er allt gott að frétta. Veðrið síðastliðna daga hefur aðeins bitnað á ritgerðinni :-/ Fórum í fyrradag að skoða Mols Bjergene með Kresten vini okkar, það var alveg meiriháttar. Fórum í nokkrar "fjallgöngur" og á hjólabát. Ótrúlega fallegt þarna og margt flott að skoða. Við vorum reyndar svo miklir lúðar að gleyma sólarvörninni, ææææ hvað ég er brunnin. Hefði betur mátt taka til greina mínar eigin ráðleggingar í lok síðustu færslu. Í gær komu svo Tóta, Gummi og co. í grill til okkar, borðað úti í garði og haft það rigtig hyggeligt. Það verður nú það skrítnasta við að flytja héðan í haust að hitta þau ekki tvisvar í viku. Til að kóróna svo vikuna er sommerfest á kolleginu í kvöld jei jei. Já já við ritgerðarsmiðirnir eigum nú alveg skilið að upplifa smá sumarstemningu inná milli *hóst* ;-) Góða helgi! |