 Haldið þið ekki bara að ég hafi vaknað fyrir kl.8 í morgun og farið út að skokka! Ég skokkaði út í Skejby Center og festi kaup á nýjustu Harry Potter bókinni, fékk hana m.a.s. á þvílíku tilboði. Já ég er heldur betur orðin dönsk, að hugsa sér að tiltölulega heilvita stelpa skuli leggja þetta á sig einungis til að fá bókina á tilboði. Danir eru tilboða-óðir ;-) Reyndar fór hún beint upp í hillu af því það færi nákvæmlega ekkert fyrir ritgerðarskrifum ef ég myndi leyfa mér að kíkja í hana. Hún fer með mér til Strassborg og ég get ekki beðið að lesa meistaraverkið. Er annars í óða önn að sanka að mér lesefni svo ég hafi eitthvað að gera í frönsku einverunni. Ef fólk á skemmtilegar kiljur sem það vill lána mér þá væri það vel þegið. Ég gekk m.a.s. svo langt að kaupa nokkrar danskar ástarvellur (líka á tilboði, 10 kr. stykkið), að sjálfsögðu einungis í þeim tilgangi að viðhalda aðeins dönskunni næsta vetur. Yfir og út til ykkar. |