 Búin að kaupa flugmiða til Íslands í byrjun ágúst :-) Mikið er ég glöð að ná tveimur brúðkaupum og knúsa aðeins fólkið mitt á Fróni áður en ég flyt til La France. Reyndar verð ég að vinna fullt í ritgerðinni líka þannig að ég mun eflaust ekki vera dugleg í heimsóknum (haha byrja strax að slá varnagla) – verð niðurnjörvuð á heimili foreldra minna með augun á skjánum. Mun hins vegar ekki segja nei við heimsóknum og mun hella upp á kaffi fyrir fólk sem truflar mig ;-)
Í tilefni af flugmiðanum er ég búin að taka nokkur panic köst yfir því hvað það er stutt eftir af sumrinu, dreymi núna ritgerðina flestar nætur. Er í óða önn alla nóttina að endurskipuleggja kaflaskiptinguna og segja skoðun mína á markaðshagkerfum Austantjaldslandanna og hrekk upp með andfælum kl. 5 á morgnana. Já ég tek mér ekki einu sinni frí á næturnar!
Í tilefni af því að ég blogga akkúrat í dag þá er ekki úr vegi að óska henni Önnu minni Heiðu innilega til hamingju með afmælið. Bráðum verðum við nágrannar sitt hvorum megin við landamæri Frakklands og Þýskalands, mikið hlakka ég til =) Í lokin: komnar nýjar myndir frá síðustu helgi, getið lesið um hana á síðu Skrattakollsins. |