My so called life

- | - MYNDIR - | - E-MAIL - | - MSN - | - SKYPE - | - GESTABÓK - | -

Peyjar og pæjur

Alda Lilja
Aldís
Anna Ósk
Anna Þorbjörg
Atli Már
Árni
Áslaug Harpa
Ásta Björk
Begga
Birgir
Daniel
Eiríkur
Erla Dögg
Grétar minn
Harpa Rún
Helga Björt
Helga Rún
Herdís
Hrund
Inga
Íris
Ljósálfur
María
Pink Ladies
Rannveig
Sverrir
Tóta
Þóra

föstudagur, júlí 29, 2005
Góða skemmtun um helgina

Ég væri alveg til í að vera á leiðinni á þjóðhátíð eða jafnvel í sumarbústað í góðra vina hópi - draumórar draumórar ;-) Í staðinn ætla ég í bæinn í dag og eyða öllum peningnum sem ég fékk frá skattinum - heilum 700 kr! Ég er einmitt svo 'wild' eyðslukló. Hafið það sem allra best um helgina og umfram allt keyrið varlega.

 
laugardagur, júlí 23, 2005
Update
Héðan er allt frekar myglað að frétta en við auðvitað hress samt sem áður, orðin vön þessu ástandi held ég bara. Reyndar hefur gott fólk átt þátt í því að birta upp ritgerðarlíf okkar þessa dagana. Ívar og Auður kíktu óvænt í heimsókn í síðustu viku en þau voru á flakki um Danmörku. Meiriháttar að sjá þau og við vildum varla sleppa af þeim takinu ;-) svo gaman að fá skemmtilega gesti. Við kíktum svo í heimsókn á fimm manna Flintebakken fjölskylduna í gær, æðislegt að sjá þau og sæta krílið hann Jón Gauta. Ég er búin með ca. 65% af mastersritgerðinni, nú er bara að spýta í lófana og vona að restin gangi upp og ég fái juicy niðurstöður. Rúmlega 2 vikur í heimkomu og 5 vikur í Strassborg. Mér er svona hálf órótt að vera að fara tvisvar í gegnum Köben/Kastrup í ágúst eftir ástandið í London, allt of paranoid týpa! Vonandi eigið þið yndislega helgi.

 
þriðjudagur, júlí 19, 2005
Nýjar myndir

Þegar soðhausinn minn ræður ekki við frekari ritgerðarskrif á kvöldin þá er ágætt að hafa eitthvað annað að dunda sér við rétt fyrir svefninn, ég virðist vera komin með eitthvað óútskýranlegt antipat á að kveikja á sjónvarpinu þannig að í staðinn bjó ég til yfirlits-albúm með myndum frá fyrsta árinu okkar hér í Danmörku. Myndir frá seinna árinu koma svo síðar. Þarna er að finna ýmislegt sem aldrei hefur sést áður, óritskoðað með öllu ;-) Enjoy my friends.

 
laugardagur, júlí 16, 2005
Harry Potter í mínum muggahöndum

Haldið þið ekki bara að ég hafi vaknað fyrir kl.8 í morgun og farið út að skokka! Ég skokkaði út í Skejby Center og festi kaup á nýjustu Harry Potter bókinni, fékk hana m.a.s. á þvílíku tilboði. Já ég er heldur betur orðin dönsk, að hugsa sér að tiltölulega heilvita stelpa skuli leggja þetta á sig einungis til að fá bókina á tilboði. Danir eru tilboða-óðir ;-) Reyndar fór hún beint upp í hillu af því það færi nákvæmlega ekkert fyrir ritgerðarskrifum ef ég myndi leyfa mér að kíkja í hana. Hún fer með mér til Strassborg og ég get ekki beðið að lesa meistaraverkið. Er annars í óða önn að sanka að mér lesefni svo ég hafi eitthvað að gera í frönsku einverunni. Ef fólk á skemmtilegar kiljur sem það vill lána mér þá væri það vel þegið. Ég gekk m.a.s. svo langt að kaupa nokkrar danskar ástarvellur (líka á tilboði, 10 kr. stykkið), að sjálfsögðu einungis í þeim tilgangi að viðhalda aðeins dönskunni næsta vetur. Yfir og út til ykkar.

 
föstudagur, júlí 15, 2005
Gleðidagur

Elsku bestu Tóta, Gummi, Einar og Guðni, innilega til hamingju með litla prinsinn hann Jón Gauta! Mikið hlökkum við til að hitta hann og knúsa ykkur öll :-)

Annars segi ég bara góða helgi til allra nær og fjær og gangið hress inn um allar dyr.

 
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Miðvikudags-dans
Nokkuð góðir þessir, þyrfti eiginlega að læra að dansa svona. Væri cool að taka þessi spor á einhverjum hip skemmtistað ;-)manni yrði samt örugglega hent út. Munið að kveikja á hátölurunum. Hver verður nr. 26.000 á síðunni? Sá hinn sami fær lítinn pakka og stórt knús í verðlaun....ef hann/hún lætur vita af sér. (Tók myndbandið út, hægt að sjá það hægra megin á þessari síðu).

 
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Flug - ritgerð - afmæli - myndir

Búin að kaupa flugmiða til Íslands í byrjun ágúst :-) Mikið er ég glöð að ná tveimur brúðkaupum og knúsa aðeins fólkið mitt á Fróni áður en ég flyt til La France. Reyndar verð ég að vinna fullt í ritgerðinni líka þannig að ég mun eflaust ekki vera dugleg í heimsóknum (haha byrja strax að slá varnagla) – verð niðurnjörvuð á heimili foreldra minna með augun á skjánum. Mun hins vegar ekki segja nei við heimsóknum og mun hella upp á kaffi fyrir fólk sem truflar mig ;-)

Í tilefni af flugmiðanum er ég búin að taka nokkur panic köst yfir því hvað það er stutt eftir af sumrinu, dreymi núna ritgerðina flestar nætur. Er í óða önn alla nóttina að endurskipuleggja kaflaskiptinguna og segja skoðun mína á markaðshagkerfum Austantjaldslandanna og hrekk upp með andfælum kl. 5 á morgnana. Já ég tek mér ekki einu sinni frí á næturnar!

Í tilefni af því að ég blogga akkúrat í dag þá er ekki úr vegi að óska henni Önnu minni Heiðu innilega til hamingju með afmælið. Bráðum verðum við nágrannar sitt hvorum megin við landamæri Frakklands og Þýskalands, mikið hlakka ég til =) Í lokin: komnar nýjar myndir frá síðustu helgi, getið lesið um hana á síðu Skrattakollsins.

 
föstudagur, júlí 01, 2005
Jó jó
Hver hefði haldið að Grétar gæti verið duglegri að blogga en ég! Skil-etta ekki. Héðan er allt gott að frétta. Veðrið síðastliðna daga hefur aðeins bitnað á ritgerðinni :-/ Fórum í fyrradag að skoða Mols Bjergene með Kresten vini okkar, það var alveg meiriháttar. Fórum í nokkrar "fjallgöngur" og á hjólabát. Ótrúlega fallegt þarna og margt flott að skoða. Við vorum reyndar svo miklir lúðar að gleyma sólarvörninni, ææææ hvað ég er brunnin. Hefði betur mátt taka til greina mínar eigin ráðleggingar í lok síðustu færslu. Í gær komu svo Tóta, Gummi og co. í grill til okkar, borðað úti í garði og haft það rigtig hyggeligt. Það verður nú það skrítnasta við að flytja héðan í haust að hitta þau ekki tvisvar í viku. Til að kóróna svo vikuna er sommerfest á kolleginu í kvöld jei jei. Já já við ritgerðarsmiðirnir eigum nú alveg skilið að upplifa smá sumarstemningu inná milli *hóst* ;-) Góða helgi!

 

Smáfólkið

Anna Lovísa
Ásdís Arna
Birkir Snær
Brynjar Örn
Eiríkur Tumi
Ívar Snorri
Kristófer
Magnús Ernir
Malín Erna
Viktoría Arna

Eldra efni

september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
febrúar 2007
september 2009