Betri helmingurinn minn búinn í prófum, mikið er ég fegin! Það var átak að þurfa að "skipa" honum að einbeita sér að bókunum. Drengurinn var svo ekki að nenna að læra að hann breytti bloggsíðunni sinni svona fjórum sinnum ;-) Honum er svo annt um að lesendum sínum líði nú vel þegar þeir lesa bloggið hans. Próflokum var að sjálfsögðu fagnað almennilega, fórum í mat til Tjörva, Önnu og Magnúsar í gær. Veðrið var brilliant, sátum útí garði í steikjandi sól og 25 stiga hita. Þetta var meiriháttar kvöld og spjallað fram á nótt, takk fyrir okkur elskurnar!
Já eitt í viðbót um hann GMA, hann færði mér síðbúna sumargjöf um daginn, Encyclopedia Britannica, the Ultimate Desk Reference! :-) Fékk hana m.a.s. á gjafprís! Já einhverra hluta vegna fannst honum ég þurfa að eiga alfræðiorðabók, I wonder why...eða kannski var þetta bara af því slík bók þarf auðvitað að vera til á öllum þessum helstu menningarheimilum hehe. Jæja back to the books...eða réttara sagt back on the bike...best að hjóla heim úr skólanum. Yfir og út til ykkar. |