I'm singing in the rain, jábbs ég mun þakka fyrir hvern einasta rigningardag sem ég fæ í sumar. Ok ef það er sól þá er svo sem hægt að flatmaga úti í garði við heimilda- eða frönskulestur. En það er sko meira cozy að sitja inni í rigningu! ;-) Annars er ég búin með ca. 30% af lokaritgerðinni! En djís hvað ég á eftir að gera mikið.
Síðasta helgi var mjög skemmtileg, hittum Bigga Stefáns í bænum föstudagskvöld. Góð stemning í bænum, allir að sötra bjór og allar búðir opnar, endaði með flottri flugeldasýningu. Laugardagskvöldið spiluðum við svo póker með Tótu og Gumma - we're spreading the poker delight ;-) Annars er vikan stappfull af skemmtilegheitum : ritgerðarskrif og lestur, brunch á morgun með Helgu Björt og önnur tilraun til að fara á Star Wars á miðvikudaginn. Já þegar maður sér fram á 3 sumarmánuði sem fara eingöngu í ritgerðarskrif og stress þá þarf sko ýmislegt til að bjarga geðheilsunni. Over & out. |